Dagblaðið Vísir - DV - 01.09.2005, Blaðsíða 39

Dagblaðið Vísir - DV - 01.09.2005, Blaðsíða 39
DV Siðasten ekkisíst FIMMTUDAGUR 1. SEPTEMBER 2005 39 Margt að skoða fyrir túristana Hvað sjá þeir sem ég sé ekki? Sigurjón Kjartansson blandaði sér í hóp erlendra ferðamanna 0g horfði á miðborg Reykjavik- ur með þeirra augum. miSJ INFORMATJC Tourist information Draumastaður túristans ær 'íÍktoUmÁ'rb « Sigurjon Kjartansson skrifar i DV mánudaga, þriðjudaga, miðvikudaga og fimmtudaga. I 101 Reykjavík er algengara að sjá erlenda ferðamenn en íslend- inga. Þeir eru auðþekkjanlegir á klæðnaðinum. Skræpótt regnföt, asnalegar úlpur, lopapeysur, furðu- legir hattar. Það æpir á mann að þarna eru túristar á ferð. Þegar ég heimsæki erlendar borgir reyni ég að fela mig í fjöldan- um. Klæði mig að hætti innfæddra og tel mig blandast inn í hópinn. Svo vel reyndar að þegar ég skrapp til London um daginn var ég í tvígang stoppaður af túristum sem spurðu mig til vegar. Ég gat ekkert hjálpað þeim, enda túristi sjálfur. í helstu heimsborgum er margt að sjá og upplifa fyrir túrista. En hvernig er þetta með Reykjavík? Hvað er það sem túristar hafa að skoða í Reykjavík? Ég fór í miðbæinn og horfði á hann með augum ferða- mannsins. Ókei, það eru mörg kaffi- hús. Þar er kaffið dýrt, en svo sem hægt að hanga þar, en varla dögun- um saman. Ingólfstorg? Nei, varla. Austurstræti? Mmmmm... veit ekki. Síðast en ekki síst Tourist information? Já, það hlýtur að vera frábært. Penninn Eymunds- son. Vissulega ágætt úrval bóka. Ef ég ætti að eyða viku í borginni sem túristi yrði ég sennilega orðinn örvæntingarfullur eftir tvo daga. Það er bara eitt bíó í miðborginni. Þjóð- leikhúsið sýnir öll leikritin á ís- lensku, ég mundi ekkert skilja. Ég þyrfti annaðhvort að vera alkóhól- isti, þá hefði ég nóg af stöðum úr að velja, eða vera svona naumhygginn Þjóðveiji sem finnst flott að ganga í skræpóttri úlpu. Það virðist einmitt vera nóg af slíkum ferðamönnum í miðborginni. Merkilegt hvað er lítið af alkóhólistum... já, nei, þeir mundu aldrei hafa efni á bjórnum. Þessu fólki finnst það töff í klæðaburði Hvað með mig? sér (pottinn í dag og á morgun. Gera má ráð fyrir að sólin glenni sig dagpart, en um helgina byrjar að rigna. Nú fer að styttast f að það snjói í fjöll í fyrsta sinn í haust. Hálfgert vetrarveður verður fyrir vestan í dag og fyrir norðan verður um 7°C hiti. 0 £>4 6*Nokkur vindur *é Gola 8 ,£S\ g Gola ■ Gola £2>\ 8 Gola 11 Gola 7 7 Æ M & \ 9&> <£\' 13U~J 9^ g£lí> Kaupmannahöfn 27 Paris 25 Alicante 30 Ósló 20 Berlín 29 Mílanó 28 Stokkhólmur 20 Frankfurt 31 Alew York 30 Helsinki 17 Madrid 35 San Francisco 19 London 24 Barcelona 29 Orlando/Flórída 32 Sólmundur Hólm © Leigubílstjórar bölvuðu öku- manni á gráum Land Cruiser í sand og ösku á laugardagskvöld- ið. Ástæðan fyrir gremju leigubfl- stjóranna var sú að ökumaður Land Cruisersins beygði af Lækjargötu inn á Aust- urstræti án þess að virða skylti sem bannar slíkar beygjur, ekki nema um leigubifreið sé að ræða. Það sem leigubflstjórarnir áttuðu sig ekki á var að ökumaður bflsins var Bandaríkjamaðurinn og Holly- wood-stjarnan Qint Eastwood. Var hann líklegast að líta til með strákunum sínum sem höfðu stolist á djammið... • Á laugardagskvöldið brá gestum skemmtistaðarins Priksins heldur betur í brún þegar þeim var litið inn í eldhús staðarins. Sást þar til ungs manns og konu á svipuðu reki í ástarleik. Ekki var um sam- ræði að ræða heldur blauta og djúpa kossa. Þótti þessum eld- heita eldhús- manni svipa til íslensks rappara sem þekktur er fyrir kvensemi og orðheppni. Ekki er vitað hvort um téðan rappara er að ræða og því nafn hans ekki gef- ið upp að svo stöddu... • Hafi það einhvern tímann verið áhugamál Fazmoklíkunnar að berja mann og annan virðist það vera að breytast til batnaðar. Nú kvarta þeir ekki lengur und- an verkjum í hnúum á heimasíðu sinni, Fazmo.is. Þess í stað eru þeir farnir að tjá sig um komandi borgarstjórnar- kosningar og önn- ur virðuleg mál- efni. Þá hafa þeir einnig farið mik- inn með mynda- vélina um helgar og náð myndum af frægu fólki úti á h'finu hvað eftir annað. Meðal myndefnis Fazmo eru Pétur Jó- hann Sigfússon Strákur, Ryan Phillipe Hollywood-stjarna og eins og fram kemur í blaðinu í dag; Amar Gunnlaugsson íklæddur pels sem virðist vera búinn til úr heilum dýragarði... • Og meira af Fazmo. Ingvar Þór Gylfason hefur tjáð sig mikið um komandi borgarstjórnarkosn- ingar og virðist sem hann sé spá- maður mikill. Hann sagði til að mynda að hann hefði spáð því að Gísli Marteinn væri á leið í fram- boð. Þá hefur hann einnig lýst yfir stuðningi við Bolla Thoroddsen sem stefnir að sögn Ingvars „jafn- vel á 3. sætið [...] Ekki amalegt hjá kappanum enda toppdrengur þar á ferð," segir hinn sannspái Ingvar um Bolla vin sinn...

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.