Dagblaðið Vísir - DV - 01.09.2005, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 01.09.2005, Blaðsíða 12
12 FIMMTUDACUR 1. SEPTEMBER 2005 Fréttir DV Steinunn Valdís Óskarsdóttir borgarstjóri. Hæð 165 cm. Aldur 40 ára. Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson oddviti sjálfstæðismanna. Hæð 187 cm. Aldur 59 ára. DV heldur áfram yfirheyra þá sem skipta máli í borgarstjórnar- kosningunum í vor. í gær voru það Gísli Marteinn og Stefán Jón og í dag eru það Steinunn Valdís Óskarsdóttir borgarstjóri og Vil- hjálmur Þ. Vilhjálmsson, oddviti sjálfstæðismanna. Bæði eiga þau í vök að verjast, en í nýlegri könnun kemur fram að íbúar í Reykjavík vilja fremur fá Stefán Jón eða Gísla Martein í borgar- stjórastólinn. Vilhjálmur er í þriðja sæti en borgarstjórinn sjálfur er í því fjórða. 1. Mestir Reykvíkingar vilja Gísla Martein sem borgarstjóra, næst- flestir vilja Stefán Jón. Þiö eruð f þriöja ogfjórOa sæti. Hvaö veldur? Steinunn Valdís: Líklega er það vegna þess að menn hafa verið að sveifla sér í fjölmiðlum og eru í ein- hverjum skilningi í hlutverki áskor- andans. Ég hef verið að sinna mínu starfi og ekki verið eins áberandi. Þetta sýnir að núna þarf ég að spýta í lófana og við spyrjum að leikslok- um. mál og þannig nálgast ég þau. Ég ætti kannski að láta skína í húmor- inn oftar. 3. Ætlar þúaö hætta ípólitfk efþú leiöir ekki listann þinn í vor? Steinunn Valdís: Ég mun ekki hætta. Svarið er nei. Vilhjálmur: Ég get ekki svarað þessu. Ef svo ólíklega vill til að ég næ ekki fyrsta sætinu þá mun ég meta stöðu mína með stuðningsmönnum og forystu flokksins. 5. Skiptirkymö máli þegar borg- arstjórinn erannars vegar? Steinunn Valdís: Já, það skiptir máii. Konur eiga að vera jafn áber- andi í stjórnunarstöðum og karlar. Við erum helmingur mannkyns og sú staðreynd endurspeglast ekki í áberandi pólitískum störfum. Vilhjálmur: Nei. 6. Eigiö þiö eitthvaö sameiginlegt ípóhtík? Steinunn Valdís: Ég sé það ekki í fljótu bragði. Vilhjálmur: Við eigum það sam- eiginlegt að við sinnum okkar störf- um og vinnum bæði að uppbygg- ingu góðra mála. 7. Finnst þér Stefán Jón og Gfsli Marteinn fá of mikla athygli vegna þess aö þeir eru fyrrverandi fjöl- miölamenn? Steinunn Valdís: Það er eðlilegt að þeir fái athygli. Þeir eru áskor- endurnir en það skemmir greinilega ekki fyrir þeim að vera þekkt andlit með þekkt nöfn. Vilhjálmur: Já, ég er ekki frá því að það hjálpi að hafa verið mikið í fjölmiðlum. En ég trúi því að þegar kemur að kosningum þá muni fólk meta kosti þessara einstaklinga sem eru í framboði og reynslu til að stýra þessu embætti. 8. DV hefur sagt frá stúlku sem hefur betrí laun áAktu taktu en leik- skólakennarí. Finnst þér þetta eöli- legt? Steinunn Valdís: Að sjálfsögðu er þetta ekki eðlilegt. Umönnunarstörf eru almennt of illa launuð. Vilhjálmur: Nei, þetta getur ekki verið sanngjarnt en launamál eru stöðugt til endurskoðunar. 9. Myndiiþú benda þínum eigin bömum á aö fá sér vinnu á Aktu taktu frekar en fleikskólunum? Steinunn Valdfs: Ég bendi mín- um börnum á að gera það sem hug- ur þeirra stendur til. Ef hugurinn stendur til Aktu taktu þá legg ég blessun mína að sjálfsögðu yfir það. Viihjálmur: Nei, ég myndi ekki gera það. En ég myndi ekki koma í veg fýrir það heldur. Mín börn ákveða sjálf við hvað þau vilja vinna. „Ég hef skoðanir á því sem er að gerast í borginni og hefgóða lund og þokkalegan húmor," er svar Vil- hjálms erhanner spurður hvort hann haidi að fólki finnist hann litlaus pólitíkus. 10. Ætlaröu aö veröa eldrí borgari í eigin borg eöa ætlaröu aö Qytja útá land þar sem engir biölistar eru? Steinunn Valdís: Þetta er leiðandi spurning því það eru víða biðlistar. Eg vona að ég eyði ævikvöldinu í Reykjavík. Vflhjálmur: Ég er fæddur og upp- alinn í Reykjavík og ég ætla mér að verða gamall hér. Þó R-listinn hafi verið við völd undanfarin ár þykir mér enn vænt um borgina. 11. Finnst þérmaklegt aö Þórólf- urÁmason haS þurft aö láta afstörf- um? Steinunn Valdís: Ég var ósátt við það en það var óhjákvæmilegt í ljósi þess að Reykjavíkurborg er að und- irbúa málsóloi á hendur olíufélög- unum. Vilhjálmur: Af þeim sem fjallað var um í tengslum við þetta mál var hann sá eini sem gegndi opinberu starfi og það gilda strangari kröfúr í þannig stöðum. Hinir í þessu máli voru ekki í opinberum stöðum. Maklegt? Þetta var hans ákvörðun og tekin f samráði við þá sem réðu hann til starfa. Ég skipti mér ekkert af þessu. 12. Ef þú værir aö flytja utan afö landi og til höfuðborgarsvæðisins hvarmyndirþú helst vilja búa? Steinunn Valdís: í Hafnarfirði. Gamall og sjarmerandi bær. Vilhjálmur: í Breiðholtinu. Ég hef búið þar í tuttugu og tvö ár og þar eru óteljandi tækifæri til útivistar. Og útsýnið er frábært. 13. Hver er eftiríætis veitinga- staöurinn þinn? Steinunn Valdís: La Primavera. Vilhjálmur: 3 Frakkar. 14. Meöhvaöaliöihelduröuífót- bolta? Steinunn Valdís: Ég er genetískur Framari en dóttir mín æfir með Þrótti. Ef Þróttur og Fram væru að spila? Ég myndi halda með Fram nema ef dóttir mín væri að spila. VUhjálmur: Ég held með Val enda úr Hlíðunum. 15. Á hvaöa skemmtistaö fórstu helst á þínum yngri árum? SteinunnValdís: Sigtún. Vilhjálmur: Ég fór í Glaumbæ og á Hótel Sögu. „Það skemmir greinilega ekki fyrir þeim að vera þekkt andlit með þekkt nöfn/'segir borgar- stjórinn Steinunn Valdís um þá Stefán Jón og Gísla Martein. Vflhjálmur Þ. Vilhjálmsson: Ég hef ekki verið jafn mikið í fjölmiðl- um undanfarin tvö ár eins og þessir tveir ágætu menn. En munurinn er svosem ekki stórkostlegur og ég er þakklátur fyrir þann stuðning sem égfæ. 2. Getur veriö aö fólki fmnist þú vera heldur litlaus pólitíkus? Steinunn Valdís: Ég get ekki dæmt um það. Vilhjálmur: Það vona ég ekki. Ég hef skoðanir á því sem er að gerast í borginni og hef góða lund og þokka- legan húmor. Stjórnmál eru alvöru- 4. Er hollt aö vera lengur en tvö kjörtímabil ípólitík? Steinunn Valdís: Ég hef aldrei heyrt menn spurða að þessu eftir tólf ár í pólitík. Menn eru spurðir að þessu eftir þrjátíu eða fjörutíu ár. Mér finnst ég ekki hafa verið lengi og ég tel mig hafa verk að vinna og tel sjálf að ég hafi ekki verið lengi í pólitík. Vflhjálmur: Það fer eftir einstak- lingum. Stundum er eitt kjörtímabil of langt fyrir suma en mér finnst ég enn vera opinn fyrir hugmyndum og hef framtíðarsýn fyrir Reykjavíkur- borg.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.