Dagblaðið Vísir - DV - 26.09.2005, Blaðsíða 4
4 MÁNUDAGUR 26. SEPTEMBER 2005
Fréttir DV
Ályktun um
framhalds-
skóla
Aðalfundur Félags ungra
framsóknarmanna í Mýra-
og Borgarfjarðarsýslu var
haldinn sl. miðvikudag. Þar
var samþykkt ályktun sem
sneri að stofnun framhalds-
skóla í Borgarnesi. Þeirri
hugmynd er fagnað að rekt-
orar Landbúnaðarháskóla
íslands og Viðskiptaháskól-
ans á Bifröst að stofnaður
verði framhaldsskóli í Borg-
amesi. Ályktunin er í fúliu
samræmi við stefnu Fram-
sóknarflokksins um að efla
nám á framhaldsskólastigi í
landinu.
Fundað um
fatapeninga
Trúnaðarmenn stuðn-
ingsfulltrúa hafa verið boð-
aðir á fund
hjá Stéttarfé-
lagi í al-
mannaþjón-
ustu vegna
næstu skrefa í
fatapeninga-
málinu svokallaða. Eins og
DV greindi frá þann fimmt-
ánda september hafa
stuðningsfulltrúar á sam-
býlum fyrir fatlaða ekki
fengið greidda fatapeninga
eins og kveðið var á um í
síðustu kjarasamningum.
Hver starfsmaður á nú inni
rúmar tíu þúsund krónur í
fatapening. Ámi Stefán
Jónsson framkvæmdastjóri
Stéttarfélags í almanna-
þjónustu útilokar ekki að
málinu verði skotið fyrir fé-
lagsdóm.
Víkurskarði
lokaðvegna
ófærðar
Nokkur umferðaróhöpp
urðu á norðanverðu land-
inu í gær vegna óvæntrar
snjókomu. Leiðindafærð var
víða á vegum og þurfti
meða annars að loka vegin-
um um Víkurskarð tíma-
bundið vegna ófærðar. Á
laugardagskvöldið fór að
snjóa all hressilega fyrir
norðan og virðist sem öku-
menn hafi ekki verið undir
það búnir og flestir enn á
sumardekkjum. Um fimm
tii tíu sentimetra jafnfallinn
snjór er nú á Akureyri og
hvetur lögreglan fólk til að
gæta ítmstu varúðar í akstri.
Björn Leifsson, líkamsræktarfrömuður í Laugum, neitar því að hann sé ósanngjarn
við einkaþjálfara í stöð sinni en hann hyggst auka gjaldtöku á þjálfurunum frá og
með áramótum. Björn hyggst taka prósentur af hverjum kúnna í stað fasts aðstöðu-
gjalds áður.
Sanngjarnt nn í takt við
bað sem genst erlendis
Líkamsræktarfrömuðurinn Björn Leifsson þvertekur fyrir það að
nýjar reglur hans um gjaldtökur á einkaþjálfurum séu ósann-
gjarnar. Eins og DV greindi frá síðastliðinn mánudag þá hélt
Björn fund með einkaþjálfurum í síðustu viku þar sem hann
skýrði frá nýrri tegund gjaldtöku á þjálfarana.
Einkaþjálfararnir hafa hingað
til borgað fast aðstöðugjald sem
nemur um 40 þúsund krónum á
mánuði. Björn hyggst fella þetta
gjald niður og taka í staðinn pró-
sentur af hverjum kúnna þjálfar-
anna. Margir einkaþjálfarar eru
afar ósáttir við þetta og staðfesti
Björn sjálfur í samtali við DV f gær
að það hefði verið þungt hljóðið í
mannskapnum þegar hann til-
kynnti breytingarnar.
Sanngjarnt
„Þessar breytingar eru sann-
gjarnar og í takt við það sem gerist
erlendis. Auðvitað voru einhverjir
þungir og daufir en þetta er ekkert
nýmæli. Ég bendi á að Hreyfing
hefur staðið fyrir sambærilegri
gjaldtöku undanfarin þrjú ár. Það
voru engin læti á fundinum en ég
viðurkenni að ég fékk fullt af
spurningum,“ sagði Björn og
benti á að allir aðrir sem leigðu sér
aðstöðu víðs vegar um þjóðfélagið
borga mun hærri gjöld fyrir að-
stöðuna heldur en einkaþjálfarar
gera.
„Þessar breytingar
eru sanngjarnar og í
takt við það sem ger-
ist erlendis. Auðvitað
voru einhverjir þungir
og daufir en þetta er
ekkert nýmæli."
Ódýrt ef eitthvað er
„Ég bendi á að tannlæknar,
hárgreiðslukonur og aðrir þeir
sem leigja aðstöðu borga oft á tíð-
um 40 til 50% tekna sinna í að-
stöðugjöld. Það má því eiginlega
segja að þetta sé ódýrt hjá mér ef
eitthvað er," sagði Björn sem ætl-
ar að taka 25 til 35% af hverjum
kúnna þjálfaranna. „Þeir fá topp-
aðstöðu hjá mér og fyrir þá sem
hafa fæsta kúnna verður gjaldið
svipað og áður. Þeir sem eru með
fleiri kúnna borga aðeins meira en
það er ekki mikið," sagði Björn.
Óttast ekki flótta
Þeir einkaþjálfarar sem DV hef-
ur talað við segjast vera að hugsa
sín mál og eru flestir ósáttir. Björn
sagðist ekki óttast flótta einka-
þjálfara úr stöðinni um áramót
þegar ný gjöld taka gildi. „Þeir
hafa tíma til að hugsa sig um.
Þetta gerist ekki fyrr en um ára-
mótin. Það getur vel verið að ein-
hverjir hætti en það heldur ekki
fyrir mér vöku,“ sagði Björn.
Að tala við hesta og
Svarthöfði er mikill dýravinur.
Svarthöfði hefur verið alinn upp við
hunda og ketti alla sína hunds- og
kattartíð. Svarthöfði hefur lengi talað
við gæludýrin sín, með misjöfnum ár-
angri þó og það er ekki fyrr en núna á
síðustu árum sem heimilishundurinn
er farinn að skilja Svarthöfða. Það er
dásamleg tilfinning að geta talað við
dýrin sín og þess vegna gladdist
Svarthöfði mjög þegar hann sá að til
er maður sem getur talað við hesta.
Monty Roberts heitir maðurinn og
hann er á leiðinni til íslands. Monty
þessi getur
Svarthöfði
talað við hesta líkt og eiginkonu sína
og þykir ótrúlegasti tamningamaður
hestaheimsins. Nú þegar Svarthöfði
hefur náð valdi á tungumáli hund-
anna er ekki úr vegi að heflsa upp á
Monty og læra hestamál. Svarthöfði
las í DV að Lilja Pálmadóttir, sú al-
rómaða hestakona, hefði kynnt sér
aðferðir Montys og gleðst yfir því.
Lilja er byrjuð að tala við sína hesta
líkt og Svarfhöfði talar við hundinn
sinn
Hvernig hefur þú það
Ég hefþað bara mjög gott, “ segir Baldur Ingimar Aöalsteinsson sem skoraði sigurmark-
ið fyrir Val um hetgina. „Ég er bara að taka því róiega og njóta dagsins. Sigurinn er mjög
Ijúf tilfinning og það var fagnað fram eftir kvöldi í herbúðum Valsara á laugardagskvöldið.
Fögnuðurinn tókst mjög vel og svo komu stuðningsmenn okkar seinna um kvöldið. I
næstu viku á ég von á mínu fyrsta barni og er að vonum mjög spennturyfirþví líka. Á eftir
fer ég kannski í stuttan göngutúr en annars ætla ég bara að siappa af."
önnur dýr
í framhaldinu gæti Svarthöfði síð-
an sest að í sveit og byrjað að tala við
kýmar, svínin og kindumar. Þegar
Svarthöfði er búinn að læra að tala við
hesta, hunda og öll hin húsdýrin þá
liggur beinast við að fara í Dýragarð-
inn í Kaupmannahöfn. Þar gæti
Svarthöfði rætt við apana, páfuglana
og ljónin. Allt em þetta vænstu skinn
sem Svarthöfða hefur alltaf fundist
hann eiga rneiri samleið með en
mönnum. - Svarthöfði