Dagblaðið Vísir - DV - 26.09.2005, Síða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 26.09.2005, Síða 13
DV Fréttir MÁNUDAGUR 26. SEPTEMBER 2005 13 En hvað á að velja? Stærð er fyrsta atriðið. Hvað passar inn i rýmið og hversu langt situr þú frá sjón- varpinu? Ekki sitja í minni fjariægð frá tækinu en þvi sem nemur tvöfaldri skjá- stærðinni og ekki meira en 5 sinnum skjá stærðina - fyrir 32" tæki ætti maður sem sagt að sitja í 1,7 til 4 metra fjarlægð. Plasmi er aigeng- __ ari i42 tommum og upp úr, en LCD er ráðandi í minni stærðum. Það er yfirleitt meiri upp- lausn í LCD en plasma sem gerir það mögulegt að sitja frekar nær en fyrrgreind regla segir til um Annað sem þarfað athuga er upplausn skjásins - þeim mun meiri, þeim mun meiri gæði. Það skiptir þó litlu máli i venjulegu sjónvarpsáhorfi, en menn horfa til há- skerpusjónvarps (HDTV) sem þeir segja vera næstu byltingu í sjónvarpi eftir aðlita- sjónvörp komu.„Við erum að skoða málin þessa stundina, sérstaklega með Heims- meistarakeppnina í fótbolta í huga sem fer fram á næsta ári," segir Alfreð Halldórsson, tæknistjóri hjá 365 Ijósvakamiðlum. Magn- ús Gunnarsson hjá Skjá einum segir að þar á bæ sé mikill áhugi á háskerpusjónvarpi: „Það þarfmikla bandbreidd í háskerpuút- sendingu, miklu meiri en við höfum idag. Við erum núna að taka risaskref með staf- rænni útsendingu og ætlum að klára þann pakka fyrst. Það þarfstundum að leyfa ryk- inuað falla áður en maður fer að borga skelfilega mikila þeninga fyrir nýjan tækni- búnað," segir Magnús. m: Bergþór Morthens, sölustjóri hjá Expert, segir flatskjái vera framtíðina „Piasmi erenn sem komið ersölumeira hjá okkurþvíað menn fá stærri tæki fyrir pen- inginn, en þau kosta um 190 þúsund." • Viðbragðstíma þarf að athuga í LCD-tækj- um en ekki plasma - þeim mun minni við- bragðstími, þeim mun betra. Undir 12 milli- sekúndum er talið gott. © I plasma-tækjum er hætta á að stillimynd ir, eins og merki RÚV eða Stöðvar 2 sem er alltaf á sama stað í myndinni, geti „brunnið inn“ á skjánum, sem sést þá sem hvítur draugur í annarri mynd, en LCD er laust við þetta vandamál. Þetta er ekki vandamál í nýjustu tækjunum, að sögn framleiðenda. Upplausn: Ending: Verð: Góð 1366 x 768 1280 x 768 og 854 x 480 20-30 þús. klst Ódýrari Dýrustu tækin Betri Meiri Já, fæst Á ekki við 100 cd/m2 50-60 þús. klst. Dýrari Flest nýrri tæki Góður Minni Já, flest Undir 12 ms er gott 500 cd/m2 HDTV: Kontrast: Raffnagnsnotkun Tölvutengi: Víðbragðstími: Birta: • Plasma-tækin eru viðkvæm í flutnmgum og ekki má til dæmis setja þau flöt niður á gólf - á ekki við um LCD. ' . n er punn og flot Fullfermi og fögnuður Fjölveiðiskip Samhetja hf. Baldvin Þorsteinsson og Vihelm Þorsteinsson komu með full- fermi til Akureyrar á föstudaginn að lokinni vel heppnaðri síldar- vertíð. í tilefni af heimkomu skipanna bauð Samherji áhöfn- un skipanna, mökum þeirra og fleiri gestum í siglingu með skip- unum tveimur um Eyjafjörð í gær. Meðan á siglingunni stóð var snæddur hádegisverður um borð. Samanlagt veiddu skipin um 39 þúsund tonn af síld og nemur söluandvirði þeirra ná- lægt tveimur milljörðum lcróna. Innbyggðir klósettkassar og Villeroy & Boch WC skálar í úrvali Fossháls 1 • sími 525 0800 • www.badheimar.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.