Dagblaðið Vísir - DV - 26.09.2005, Page 17
DV Sport
MÁNUDAGUR 26. SEPTEMBER 2005 17
Valsmenn unnu sinn fyrsta stóra titil í þrettán ár þegar þeir unnu Framara 1-0 í
úrslitaleik VISA-bikars karla á laugardaginn. Sigurmarkiö kom eftir sjö mínútna
leik í seinni hálfleik og Valsmenn héngu á því út leikinn þrátt fyrir að Framarar
hafi oft gerst mjög ágengir uppi við markið á lokakafla leiksins.
Valsmenn fagna Það var gaman hjá Valsmönnum þegar Ólafur Ragnarsson hafði flautað
bikarúrslitaleikinn af. Hér sjást þeir fagna með bikarinn eftir leik. DV-myndir E.ÓI.
Baldur Aðalsteinsson tryggði Valsmönnum níunda bikarmeist-
aratitil félagsins frá upphafi þegar hann skoraði eina mark bik-
arúrslitaleiksins gegn Fram á laugardaginn en sigurmarkið skor-
aði hann með skoti lengst utan af kanti. Baldur sjálfur hélt því
fram að hann hafi allan tímann ætlað að skora en þetta leit út
sem fyrirgjöf af hægri kanti sem (mis)heppnaðist svo vel að bolt-
inn sveif yfir Gunnar Sigurðsson í marki Fram og datt inn í fjær-
hornið. „Þetta var skot! Ég sá að Gunnar stóð of framarlega
þannig að ég tók þá ákvörðun að skjóta," sagði Húsvíkingurinn
Baldur Aðalsteinsson strax eftir leik. Baldur skoraði einnig fyrir
Skagamenn í 2-1 sigri á ÍBV í bikarúrslitaleik árið 2000. Að þessu
sinni kom hann sínum gömlu félögum í ÍA inn í Evrópukeppni á
sama tíma og hann tryggði bikarinn á Hlíðarenda.
Eftir leiðinlegan og steindauðan
íyrri hálfleik fór heldur betur að lifna
yfir hlutunum í seinni hálfleiknum.
Gunnar Sigurðsson fékk meðal
annars æfingu í skotum utan af kanti
þegar hann þurfti að hafa sig allan við
að verja lúmskt skot Guðmundar
Benediktssonar utan af hægra kanti
eftir aðeins þriggja mínútna leik í
seinni hálfleik.
Gunnar lærði ekki af reynslunni
og Qórum mínútum síðar náðu Vals-
menn hraðri sókn þar sem Garðar
Gunnlaugsson gerði vel í að koma
boltanum á Sigurbjöm Heiðarsson
sem sendi boltann áfram á Baldur
sem skoraði eitt eftirminnilegasta
sigurmark í bikarúrslitaleik frá upp-
hafi. 1 millitíðinni hafði Garðar sjálfúr
sloppið einn í gegn en Gunnar varði
þá vel frá honum og Garðari tókst því
ekki að verða sá fyrsti til að skora í öll-
um fimm umferðum aðalkeppni bik-
arsins.
Valsmenn höfðu verið lakari aðil-
inn í fyrri hálfleik og eftír þessa frá-
bæm byrjun liðsins í þeim seinni var
eins og liðið færi strax að hugsa um
að verja þetta eina mark. Framarar
tóku völdin á vellinum og vom mikið
með boltann en tókst ekki að koma
boltanum framhjá Kjartani Sturlu-
syni sem áttí mjög góðan leik í marki
Valsmanna.
Stórskemmtilegt sumar
„Það er frábært að taka
þátt í þessum leik og ekki
leiðinlegt að ná að
skora sigurmarkið.
Stuðningsmennimir
hafa staðið 110%
við bakið á okkur
og það var mjög
gaman að ná að
vinna þennan bik-
ar fyrir þá. Framar-
ar em með
hörkulið og þeir
sýndu það í dag,
eftír að við skor-
uðum þá
féllum
við tíl
baka og
þeir vom á tíð-
um ansi nálægt-því að
ná að jafna. Þetta var hörku-
leikur en við náðum að skora eina
markið og það skiptir máli. Sumarið
er búið að vera stórskemmtilegt. Ég
hef verið að spila vel á köflum en veit
að ég get spilað enn betur," sagði
Baldur eftir leikinn.
Framarar áttu vissulega meira
skilið úr þessum leik og það er ótrú-
leg seinheppni sem hefur fylgt liðinu
undanfama viku. Það kom kannski í
bakið á þeim að öll sú lukka sem hef-
ur haldið liðinu í deildinni undan-
farin ár var sennilega uppurin. Að
þeim sökum máttu Safamýrarpiltar
falla úr efstu deild á marki skomðu í
uppbótartíma og tapa síðan sjö
dögum seinna bikarúrslitaleik á
marki skomðu lengst utan af kanti.
„Við áttum mikið fleiri færi en þeir
og svo kemur ein helvítis fyrirgjöf og
hún endar í markinu. Það er alveg
ótrúlegt að við skyldum tapa þess-
um leik. Við spiluðum virkilega vel
og ég er mjög stoltur af framlagi
strákanna í leiknum. Mínir menn
léku mjög vel og vom miklu betri í
leiknum," sagði Ólafur Kristjánsson,
þjálfari Fram
eftir leik-
inn.
Kollegi
hans hjá
Val var
hins veg-
ar kátur
það svitnuðu ömgglega fáir leik-
menn Valsliðins jafnmikið og Willum
Þór Þórsson í leiknum enda var hann
á fullri ferð í þjálfaraboxinu allan tím-
ann.
Viö unnum í stúkunni og á
vellinum
„Ég upplifði að tapa bikarúrslita-
leik sem leikmaður og það er óhætt
að segja að þetta sé mjög ólík tilfinn-
ing. En stundum þarf maður að upp-
lifa taptilfinninguna því sú tilfinning
fær mig til að leggja enn harðar að
mér.' Það vom margir í hópnum sem
aldrei höfðu upplifað svona leik og ég
fann allan tímann að menn vom til-
búnir í leikinn," sagði Willum Þór.
„Þetta var hörkuleikur, þeir
pressuðu stíft á mark okkar í seinni
hálfleik og auðvitað var lukkan með
okkur. Við náðum að brjóta ísinn ög
ég hafði það á tilfinningunni að leik-
urinn myndi vinnast á einu marki.
Það er alveg frábært að vinna með
svona hópi og svona félagi. Hér em
allir tilbúnir að leggja mikið á sig til
að ná árangri. Stuðningsmenn okkar
vom frábærir í dag, við unnum leik-
inn í stúkunni og á vellinum," sagði
Willum Þór sem hefur náð ein-
stökum árangri með nýliða í efstu
deild. í fyrsta sinn í sögu íslenskrar
knattspymu vinnur lið gull og silfur á
íslandsmótí og í bikarkeppni á sínu
fyrsta ári í efstu deild. ooj@dv.is
„Þetta var skotl Ég sá
að Gunnar stóð of
framarlega þannig að
ég tók þá ákvörðun
að skjóta
„Ég upplifði þennan leik sem
dæmigerðan bikarúrslitaleik þar
sem baráttan var í algleymingi og
hvomgt liðið vildi fá á sig mark.
Mér gætí ekki verið meira saman
hvort við værum betra liðið eða
ekki.'við unnum bikarinn," sagði
Guðmundur Benediktsson sem
var að vinna sinn þriðja bikar-
meistaratitil en hann kórónaði
eftirminnilegt tímabil á laugar-
daginn.
Guðmundur fékk nokkmm
sinnum að heyra það frá þjálfar-
anum á lokasprettínum. „Þetta
er fjórða árið mitt með Willum
Þór og maður lærir að heyra ekki
ailt og sigta það út sem skiptir
máli," segir Guðmundur en sam-
an hafa þeir unnið tvo fslands-
meistaratítla og einn bikarmeist-
aratitil. Guðmundur virtist þó
ekkert ætla að yfirgefa völlinn
þegar Willum Þór kallaði hann
útaf á lokamínúmm leiksins. „Ég
átti bara að fara útaf en síðan
fékk Mattí skurð í munninn og þá
ætluðum við að bíða með skipt-
inguna en þetta var ekkert alvar-
legt," sagði Guðmundur.
Getum spOað
góðan bolta
Framarinn Bo Henriksen hóf
tímabilið með Valsmönnum og
fékk að heyra það frá stuðnings-
mönnum Valsmanna í bikarúr-
slitaleiknum. Bo sem skoraði bæði
mörkin í 2-1 sigri Fram á Val í
deildadeik liðanna á dögunum en
náði ekki að endurtaka leikinn.
„Þetta eru mikil vonbrigði því við
áttum að vinna þennan leik. Það
sem skipti mestu máli er að við
sýndum öllum að við getum spilað
góðan fótbolta. Við spiluðum vel í
dag og fengum fullt af góð-
um tækifærum til þess að
skora. Heppninhef-
urekkiveriðmeð
okkurfsíð-
ustutveim-
ur leikjum en
þannig
erfót-
boltínn.
Þeir gerðu hins vegar
bara það sem þeir þurftu
til þess að vinna," sagði
Bo sem veit lítið um
hvemig framtíð hans verð-
ur. „Ég fer aftur til Dan-
merkur í næstu viku og það veröur
síðan bara að koma í ljós hvað
kemur upp á borð til mín. Það er
búin að vera mjög skemmtileg
reynsla að spila hér á íslandi en
þetta hefúr samt ekki gengið vel
hjá mér því við féUum og töpuðum
síðan bikarúrslitaleik en ég get
fúllvissað alla um það að ég gerði
mitt besta og sýndi að ég kann
eitthvað fyrir mér í fótbolta," sagði
Henriksen.
F,nginn spyr
mennskuna
„Þetta var frábært. Það skiptir
máli þótt að við höfum ekki
að spQa okkar besta leik því
það spyr enginn um það. Það
sem skiptir öUu máU er að
. við unniun bikarinn.
Þetta var mikill baming-
‘ i færi og svona dæmi-
5ur bikarleikur. Nú tek-
urvið smá gleði og svo fer
S ég að skoða framtíöina.
r" \ ng hef fengið boð um að
' , reynamighjátveim-
i . ur liðum og það
’ verður bara að
oma í ljós hvemig það fer," seg-
: Bjami Ólafúr Eiríksson sem hef-
ur leikið vel með Valsmönnum í
sumar og vann sig meðal inn í ís-
lenska landsUöshópinn.
UpplýHtng.-vr I mímtx BOO 2530
Textavarp: Stöö 2 • 150-153
aúv • 281, 203 og 204
Vinnlngstðlur
Inttgnrringiiin
24.09. 2005
1 ) 9 ) 22) 26) 34)
j6n'u
Tvöfaldur 1. vinningur taln- gg\
næsta laugardag . y
Jóker tölur vlkunnar
Jóker
Lú M M M u
Fyrsti vinningur gekk ekki út.
■aaonoHQ
15 16 19 37 41 44)
Bónustölur Qfurtala
39 46
Jókertölur vikunnar
fyrtrveti um prwitveur