Dagblaðið Vísir - DV - 26.09.2005, Page 24
24 MÁNUDAGUR 26. SEPTEMBER 2005
Heilsan DV
i
Valið fæðubótarefni ársins 2002 í Finnlandi
Minnistöflur
FOSFOSER Umboðs- og sötuaðili
MEMORY . sími: 551 9239
Sundlaugar Hættan á vörtusmiti er meiri I
sundlaugum og Iþróttahúsum.
Vörtuvírus
Vörtur orsakast af vírus sem
oftast kemst inn um húðina í
gengum litlar eða ósýnilegar
sprungur, hruflur og sár, Þær geta
brotist út hvar sem er á húðinni.
Fótvörtur eru þær sem koma
fram á iljum og/eða á tánum og
geta verið ansi sársaukafuliar.
Böm og unglingar eru oft við-
kvæmari fyrir vörtusmiti en full-
orðnir en sumt fólk virðist vera
ónæmt fyrir vörtuvírusum.
Fólk nær sér oft í vörtusmit
með því að ganga berfætt á
óhreinum gólfum eða í menguð-
um jarðvegi en þar liggur vírusinn
í leyni. Vírusinn þrífst í hlýju, röku
umhverfi sem gerirþað að verkum
að hætta á vírussmiti verður meiri
í sundlaugum og íþróttahúsum.
Ráð gegn smiti eru helst þau að
halda fótum hreinum og þurmm,
forðast að ganga berfættur á
sundstöðum og taka með sér eigin
baðskó. Gott er að fylgjast með
breytingum á húðinni. Fætur
barna ætti að skoða reglulega og
ekki er verra að fara reglulega í eft-
irlit til fótaaðgerðafræðings.
Kaloríu-
snauðir
ávextir
Eltt meðal-epli inniheldur um 80
kalorlur.
Eln ferskja inniheldur um 50
kaloríur.
Einn meðal-banani inniheldur
um 105 kaloríur.
Einn bolli afbrómberjum inni-
heldur um 75 kaloríur.
Einn bolli afbláberjum inniheld-
ur um 80 kalorlur.
Einn bolli af kirsuberjum inni-
heldurum 100 kalorlur.
mmm
mm i
Fyrirtækið Maður lifandi og Krabbameinsfélag Islands standa fyrir átaki
gegn brjóstakrabbameini sem hefst 30. september. DV ræddi við Margréti
Rós Einarsdóttur, sölustjóra hjá Manni lifandi, um átakið og aðild fyrir-
tækisins að því.
„Konur þurfa að byrja fyrr að
þreifa brjóst sín en ekki bíða þar til
þær eru komnar yfir fertugt," segir
Margrét en brjóstakrabbamein er
algengasta iilkynja mein í konum og
algengara er að yngri konur veikist
nú en áður.
Brjóstakrabbamein hefur verið
tengt mörgum áhættuþáttum, svo
sem erfða- og umhverfisþáttum,
hormónum og næringu, en aftur á
móti hafa 75% kvenna með sjúk-
dóminn enga þekkta áhættuþætti.
LivAid-brjóstaþreifarinn
Leikkonan Olivia Newton-John,
sem greindist með brjóstakrabba-
mein árið 1992, er talsmaður fyrir-
tækisins LivAid sem framleiðir pok-
ann góða og hefur dreift brjósta-
þreifaranum í ýmis fyrirtæki. Hún
er þeirrar skoðunar að konur, 22
ára og eldri, eigi að þreifa brjóst sín
mánaðarlega og læra að þekkja lík-
ama sinn. Starfsmenn hjá Manni
lifandi rákust á þessa vöru á kynn-
ingu erlendis í vor og sóttust eftir
því að fá hana heim og það gekk
eftir en hún fékk kannski ekki eins
mikia kynningu og þurfti svo núna
er frábær tími til kynningar, sam-
fara þessu átaki krabbameinsfé-
lagsins.
í kassanum er poki með eins
konar hlaupi sem lagður er yfir
brjóstið og gerir auðveldara að
þreifa brjóstið. Pokinn virkar sem
einhvers konar stækkunargler fýrir
fingurna því hann ýkir þá hnúða
sem er að finna í brjóstinu og
einnig gerir efnið það að verkum
að konur þurfa ekki sífellt að færa
fingurna upp frá brjóstinu og
missa því síður af berjum.
Með pokanum fýlgja leiðbein-
ingar auk dagbókar sem Margrét
segir að sé mjög sniðug. „Ef kona
finnur eitthvað við þreifingu sem
henni þykir grunsamlegt þá á hún
auðvitað að fara strax og láta at-
huga það. Segjum að það reynist
ekki neitt: þá getur hún skráð það í
dagbókina og merkt á tilheyrandi
kort hvar bungan fannst þannig að
næst þegar hún þreifar brjóstið og
finnur þesa bungu þá veit hún að
það er í lagi á þessum stað,“ segir
Margrét.
Of fáar þreifa brjóstin sjálfar
Það er algengt að konum finnist
óþægilegt að þreifa brjóst sín og
eru margar ástæður fyrir því. Sum-
um finnst það hreinlega óhugnan-
legt, aðrar eru óöruggar og enn
aðrar eru með silíkon svo erfiðara
getur verið að þreifa þau. Með
pokanum er auðveldara að þreifa
og það gefur konum líka svolitía
fjarlægð því þær eru ekki að koma
beint við brjóstin. Margrét segir að
algengt sé að konur fái bæklinga
með upplýsingum um hvernig á að
þreifa brjóstin en svo eftir vissan
tíma endi þeir í ruslinu og það
gleymist að þreifa reglulega. Með
því að eiga svona poka í skáp eða
skúffu þá minnir það konur á að
þreifa reglulega og þeir geta enst í
mörg ár ef farið er vel með þá.
Brjóstakrabbamein eykst
Margrét segir að síðustu fimm
ár hafi tíðni brjóstakrabbameins
aukist í Bretíandi um 57% hjá kon-
um á aldrinum 30-40 ára. Nýlega
greindist söngkonan fræga Kylie
Minogue með brjóstakrabbamein
og umræðan hefur opnast mikið í
kjölfarið svo nú er góður tími til áð
fara af stað með átak. Þessar tölur
eru sláandi og Margrét telur að
ástæðan fyrir shkri hækkun eigi ef-
laust eitthvað með þau aukaefni að
gera sem notuð eru í mat- og
snyrtivörur. Eitt þeirra nefnist
paraben, sem er rotvarnarefni, og
er mikið notað í snyrtivörur og
einnig er byrjað að setja það í mat-
vöru. „Ég trúi því að við séum það
sem við borðum og ef það er verið
að setja endalaust drasl í matinn
okkar þá hlýtur það að hafa áhrif á
heilsuna," segir Margrét. Hún
bætir því við að það séu ekki bara
konur sem fái krabbamein í brjóst
því dæmi eru um að karlmenn fái
það líka og eru þeir 1% þeirra sem
greinast.
Samstarf við
Krabbameinsfélagið
Eins og fyrr segir hefst átakið 30.
september og stendur út október. Á
tímabilinu verður bæklingum um
brjóstakrabbamein og þreifarann
dreift í samstarfi við Krabbameins-
félagið. Á femin.is verður umfjöllun
um brjóstakrabbamein og kynning
á þreifaranum og marloniðið er að
vera með standandi kynningar á
pokanum í apótekum og á heilsu-
vettvangi en Margrét segir það ekki
vera komið endanlega á hreint.
Margrét segir pokann hafa fengið
góðar undirtektir hjá sérfræðingum
og kynning verður á honum í versl-
uninni Maður lifandi, Borgartúni
24. Hægt verður að kaupa pokann
þar og einnig á femin.is og kostar
hann 4.900 krónur.
ragga&dv.is
Óviðjafnanlegar ólívur
Ólívur eru ávextír. Þegar þær eru
óþroskaðar eru þær grænar á lit og
svartar þegar þær eru þroskaðar.
Ólívur eru notaðar í mat, borðaðar
eintómar og notaðar í olíur.
Ólívuolía er í raun ávaxtasafi.
Ólívuolía erkaldpressaður ólívusafi
og þess vegna er hún svona holl og
notuð í matargerð um heim allan.
Kaldpressað þýðir að ólívumar em
tíndar og kreistar en ekki soðnar
áður en þær eru kreistar.
Það eru til þijár tegundir af
ólívuolíu:
1. Extra virgin olía sem er einstak-
lega bragðgóð og hefur lágt sýrustig.
2. Virgin olía sem er bragðgóð og
hærra sýrustig.
3. Venjuleg ólívuolía sem er blanda
af hreinsaðri olíu og týpu sem er á
milli þessara tveggja að ofan.
Hægt er að bera saman óh'vuoh'u
og vín að því leytinu til að gæði og
bragð fer eftir landfræðilegum
þáttum eins og frá hvað landi eða
svæði ólívumar koma. Það em
einnig misgóð ólívuár og fer það
eftir því hvernig veður var á vissum
árstíðum. Gæði olíanna fer einnig
eftir ræktendum og framleiðend-
um þeirra. Sumar olíur em bragð-
miklar, aðrar em mildar. Sumar em
kryddaðar og aðrar hafa graskeim
eða hnetubragð. Engin ólívuoha er
eins.
Það er til græn og gul olía og lit-
urinn segir til um frá hvaða tíma
uppskeran er en hefur ekkert með
gæði að gera.
í Miðjarðarhafslöndunum er
ólívuolíu neytt í miklum mæli. Þar
er algengt að olían sé borðuð með
brauði. Fólk í þessum löndum á
minni hættu á að fá hjartatengda
sjúkdóma en aðrar Evrópuþjóðir.
Ólívuolía hefúr jákvæð áhrif á
kólestrólmagnið í blóðinu. Auðvelt
er að melta hana og hún hefur góð
áhrif á þarmana.