Dagblaðið Vísir - DV - 01.10.2005, Blaðsíða 23
jyV Helgarblað
LAUGARDAGUR 1. OKTÓBER 2005 23
innilega að komandi kynslóðir muni
ekki kannast við slík vinnubrögð. En
satt að segja held ég að þetta fyrir-
bæri geti skotið upp kollinum
hvenær sem er, jafnvel þó okkur tak-
ist að losna við það úr okkar þjóðfé-
lagi - öðru hverju að minnsta kosti.
Valdi ekki þessar persónur til
að hafa áhrif á líf mitt
Ertu ekkert smeykur við að nota
fyrirmyndir eins og frægt fólk íþjóð-
félaginu?
Eg viðurkenni alveg feimnislaust
að það eru opinberar persónur sem
geta af sér sumar sögupersónurnar
mínar. Þetta eru persónur sem eru
þekktar og koma til mín í gegnum
fjölmiðla eða athafnir sínar. Persón-
ur sem hafa áhrif á líf mitt og gefa
mér þar með rétt til að taka það sem
þær hafa sent mér og vinna áfram
með það. Magnús í Mínus er aug-
ljóslega afleiða af Jóhannesi í Bónus.
Hins vegar þekki ég Jóhannes í Bón-
us ekki nokkurn skapaðan hlut og
veit ekkert hvernig hann kemur
fram við fólk. Hann lítur út fyrir að
vera „gúddí" náungi og ég hef ekki
gert mér far um að líkja eftir honum
í bókinni. Sama má segja um dóms-
málaráðherrann í bókinni. Hann
hefur óskaplega ógnvænlegt bros
eins og dómsmálaráðherrann okkar
og hann er mikill áhugamaður um
hermennsku. En minn dómsmála-
ráðherra er hvergi til nema í hausn-
um á mér, Björn Bjarnason er hins-
vegar ekki í hausnum á mér. Hann
situr uppi í dómsmálaráðuneyti. Ég
er heldur ekki að fara inn í einhver
persónuleg mál, ekkert að grafa upp
hvort þessir menn hafi átt í ástar-
samböndum eða keyrt fullir. Þetta
eru persónur sem hafa mikil áhrif á
líf mitt, en ég hef aJdrei valið þá á
einn eða neinn hátt til þess. Þeir eru
bara þar og ef það væru ekki þessir
menn væru það einhverjir aðrir.
Ég hef heyrt rithöfunda tala um
að þeir skrifí yfír sig atburði. Ertu að
skrifa eitthvað yfírþjóðina?
Ég vona sannarlega að mér sé
ekki um að kenna þó skrýtnir eða
slæmir atburðir gerist.
Ertu forspár?
Nei, en ég er næmur á það sem er
að gerast. Þótt ég sé einfari og svolít-
ið félagsfælinn hef ég engu að síður
áhuga á fólki og mér þykir vænt um
þessa stóru íslensku fjölskyldu mína.
Það þarf til dæmis enga afburða
næmni til að skrifa kaflann þar sem
forsætisráðherrann segir af sér. Ef
mín greining á íslenskum stjórnmál-
um er rétt þá sitja menn meðan sætt
er, standa meðan stætt er en drífa sig
svo í Seðlabankann eða utanríkis-
þjónustuna þegar leki kemur að
sídpinu. Ef þeir hafa bolmagn til
þess. Þá forða þeir sér í skjól. Forsæt-
isráðherrann okkar er vissulega
kveikjan að forsætisráðherranum í
bókinni en það þurfti enga sérstaka
skyggnigáfu til að sjá að manni sem
var búinn að sitja í næstum 14 ár og
allir orðnir dauðþreyttir á væri ekki
sætt miklu lengur.
Ég var bara svo
óheppinn að á þessu
ári lenti ég í mjög
löngu og erfiðu þung-
lyndiskasti og á tíma-
bili örvænti ég um að
ég gæti yfirleitt
klárað þessa bók.
Allir fá makleg málagjöld fyrr
eða síðar
Ertu ekkert hræddur um að
menn verði móðgaðir og fúlir?
Nei, það verður bara að hafa það.
Ég vinn mína vinnu af eins mildum
heiðarleika og ég get og verð að taka
afleiðingunum af því. Það verða allir
að taka afleiðingum gerða sinna og
það fá allir maldeg málagjöld fyrr
eða síðar. Ég trúi því staðfastlega.
/ þessu lífí, eftir dauðarm eða í
næstu jarðvist?
Ég veit ekki, en einhverstaðar. Ég
er alveg sannfærður um það.
Á einum stað í Valkyrjum eiga
Víkingur og Elín gott samtal um
ákveðna hluti en samt skilja þau þá
gjörsamlega sitt á hvorn mátann. Er
þetta eitthvað sem þú vilt undir-
strika ímannlegum samskiptum?
Gaman að þú tókst eftir því. Þetta
er soldið sem ég hef oft rekið mig á.
Maður getur átt yndislegar stundir
með fóhd sem manni finnst eigin-
lega alveg eins og maður sjálfur. Svo
þegar kemur að einhverju máli,
hugsanJega pólitík eða skiptingu
jarðargæða, kemur í ljós að þetta
fólk hefur allt annan skilning en
maður sjálfur. Tómas Guðmunds-
son, sem ekld má setja upp styttu af,
talaði um hvað sálum mannanna
svipaði saman í Súdan og Grímsnes-
inu. Þetta er hárrétt hjá honum en
samt er líka mikill munur á sálum
manna í Súdan og Grímsnesinu.
Þetta er bara hlutur sem ég velti upp
í bókinni. En þetta er líka eitt af því
sem gerir það þess virði að reyna að
skrifa bækur. Að fólk taki eftir því
sem maður er að reyna að segja. Það
gleður mig svo sannarlega að þú
skyldir taka eftir þessu.
Magnús í Mínus er
augljóslega afleiða af
Jóhannesi í Bónus.
Hins vegar þekki ég
JóhannesíBónusekki
nokkurn skapaðan
hlut og veit ekkert
hvernig hann kemur
fram við fólk. Hann lít-
ur út fyrir að vera
„gúddí" náungi og ég
hefekki gert mér far
um að líkja eftir hon-
um í bókinni.
Ekkert hjákátlegt að hafa
hugsjónir
Bókin er sérlega lipurlega skrifuð
og hvergi dauðir. punktar. Hver er
galdurinn?
Ég geri það nú til dæmis meðvit-
að í þessari bók að sleppa umhverf-
islýsingum og klæðaburði. Fólk
missir einbeitinguna í of miklum
umhverfislýsingum. Ég man eftir
bók sem ég las eftir Tolstoy fyrir
margt löngu. Mig minnir að hátt í
tuttugu blaðsíður hafi farið í lýsingu
á hestum á beit og hvernig grasið var
að lögun og lit. Þannig skrifuðu höf-
undar á þeim tíma, ekki síst vegna
þess að þá var lestur bókmennta
ferðalag. Þetta hefur breyst í upplýs-
ingasamfélaginu. Ég vil að mínir les-
endur kynnist sögupersónunum
smátt og smátt og ég legg mikið upp
úr persónusköpun þó ég noti þessa
aðferð.
Finnst þér ekkert að fólk eins og
þú, sem hefur þessar hugmyndir um
réttláta skiptingu auðs og valds, sé
orðið svolítið hjákátlegt?
Nei. Ef við tölum um húmanista,
þá hafa þeir mótað þetta þjóðfélag
sem við lifum í. Hér er ennþá lækn-
ishjálp og ennþá einhver stuðningur
við gamalt fólk og öryrkja. En allt
þetta hangir á veikum þræði sem
mér sýnist vera að trosna meira og
meira eftir því sem meiri áhersla er
lögð á svigrúm hins sterka til að sópa
til sín. Þá gleymist hlutverk hins
veika í þjóðfélaginu. Ennfremur, ef
við lítum á menntun, þá eru hugvís-
indi ekki inni núna hjá ungu fólki.
Það vill fara í viðskiptafræði, lög-
fræði og tannlækningar eða þangað
sem peningamir em. Við emm bara
að upplifa tímabil þar sem áherslan
er afskaplega mikil á veraldleg gæði.
Hins vegar ef maður labbar út í
bókabúð, þá em heilu rekkarnir
með bókum til að leiðbeina fólki um
hvernig það geti höndlað einhverja
hamingju. Þeir em eiginlega stærri
en rekkarnir með bókum um hvem-
ig maður eigi að græða peninga. Og
þessar bækur em ekki skrifaðar fyrir
fólk í þróunarlöndunum. Þær em
skrifaðar handa vestrænu fólki sem
lifir í allsnægtum en hefur samt ekki
höndlað hamingjuna. Það em tvö öfl
sem takast á í heiminum og það er
eilíft reiptog í manninum. Meira að
segja ef maður lítur á sjálfan sig í
töluverðri sjálfumgleði sem góð-
gjaman húmanista verður maður að
horfast í augu við brestina. Ég verð
að viðurkenna að ég hef freistast til
að gera hluti sem ég er ekkert stoltur
af, vegna þess að þeir þjónuðu mín-
um hagsmunum þar og þá. Það er
mannleg náttúra.
Tímum ekki að borga fyrir
umönnun barnanna
Hefurðu þá engar áhyggjur af
sjálfh verfunni í þjóðfélagin u ?
Jú, éghef áhyggjur af henni, en ég
held ég þurfi ekki að hafa áhyggjur af
henni. Vegna þess að það er ofboðs-
lega erfitt að láta mannlega reynslu
ganga í erfðir. Allir foreldrar vildu
óska að þeir gætu gefið bömum sín-
um alla sfna lífsreynslu svo þau þurfi
ekki að reka sig á það sama og þeir
gerðu sjálfir. Þetta er því miður ekki
hægt. Blessuð börnin þurfa að reka
sig á og finna sína leið. Þessi mikli
peningadans og sjálfhverfuleikur
sem er leikinn nú um stundir mun
hafa afleiðingar og þetta fólk eins og
annað fólk tekur afleiðingum gjörða
sinna. Ég hef eiginlega miklu meiri
áhyggjur af því að arfurinn sem við
skiljum eftir handa ungu kynslóð-
inni sé ekki merkilegur. Mér finnst
við hafa lagt allt of mikla áherslu á
efnisleg gæði fyrir börnin okkar. Við
byggjum yfir þau skóla og dagheim-
ili en tímum ekki að borga fólki fyrir
að annast um þau. Þau læra óskap-
lega lítið af húsnæðinu sjálfu.
Verður þú úti um allar koppa-
grundir að lesa upp fram að jólum?
Ég vona það. Þó ég sé félagsfæl-
inn hef ég mjög gaman af að fara
meðal fólks og lesa upp.
Hvað tekursvo við?
Ég er þegar byrjaður að skrifa
aðra sakamálasögu sem fjallar um
eitt stærsta vandamál sem við
stöndum ffammi fyrir, eiturlyfja-
heiminn sem krefst margra manns-
h'fa á hveiju ári, ungra mannslífa.
Vinnuheitið á bókinni er Engill
dauðans.
edda@dv.is
| Segist ekki vera skyggn
Margt I rtýju bókinni hans ó
skyli viöþað sem hefur verið
aö gerast siðustu vikut.
Cla
sic
Armúla 5
Baldur P. Guðmundsson, Rúnar Júlfusson, Tryggví Hubner. Júlíus F, Guðmundsson
Leika Klassískt Rock ‘N Roll af hressara tagiiiu
eftir alla helstu firumkvöðla Rokksins
Ofettdr Beny, línle Richart, Rollíng Stenes, Bánar lút Beailes, Flvis ^
0 '
Helgina
30 Sept - 1 Okt
Aðgangseyrir
1000 kr
Sérstakur gestur
Öttar Fclix
Hauksson
“Tlie Pretty Things" -
Tribute, einnig íög eítir
Bob Dylan o.fl.