Dagblaðið Vísir - DV - 01.10.2005, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 01.10.2005, Blaðsíða 4
4 LAUGARDAGUR 1. OKTÓBER 2005 Fréttir DV Latir nemendur Nemendur í Fjölbrauta- skóla Garðabæjar virðast ekki taka námið nægilega alvarlega. í fundargerð skólaráðs kemur fram að skólasókn nemenda á önn- inni sé ekki nægilega góð. „Nemendur hafa trassað að staðfesta veikindi og fá því fjarvistir. Við blasir að all- mörgum nemendum verð- ur vísað úr skóla vegna slakrar skólasóknar," segir í fundargerðinni. Þar segir einnig að samningar verði ekki endurnýjaðir við tals- verðan hóp nemenda. Loqi kominn á Stöð 2 Logi Bergmann Eiðsson las í gærkvöldi fréttir Stöðv- ar 2 í fyrsta skipti. Fyrr í vikunni var Logi ráðinn af Ríkissjónvarpinu til 365 - ljósvakamiðla. Logi er með- al vönustu sjónvarpsfrétta- manna landsins og hefur lesið fréttir um árabil við góðan orðstír. Brynhiidur Ólafsdóttir var við hlið hans í myndveri í gær og hóf fréttirnar á því að segja áhorfendum að þetta væru ekki fréttir Ríkissjónvarps- ins heldur Stöðvar 2. Ekkert partí fyrir flesta Af íjórum sem báðu Reykjavíkurborg um að halda móttökur fékk aðeins einn jákvæðar undirtektir á síðasta fundi forsætis- nefndar borgarinnar. Það var erindi um móttöku vegna norrænnar prjóna- ráðstefnu sem haldin var á fimmtudag sem þeir Alfreð Þorsteinsson, Árni Þór Sig- urðsson og Stefán Jón Haf- stein vildu styðja. Á sama fundi þeirra var samþykkt að styrkja bókmenntahátíð í Guðrúnarhúsi um 100 þúsund krónur. Jón Gerald Sullenberger er ekki á flæðiskeri staddur þótt hann hafi ekki efni á að láta þýða fyrir sig skjöl af ensku yfir á íslensku. Hann býr í Coral Gables, einu úthverfa Miami, þar sem flestir eru hvítir og ríkir og þar átti Richard Nixon heima þegar hann var og hét. Draumur siglingamanns- ins Á fáum stöðum er betra að eiga snekkju eniCoral Gables og geta ibúár ijafnvel siglt bátum sín um alla leið upp að útidyratröpp- si um húsa ÁÉ sinna. .........M Panadís Sullenbergers W w & |§ santiago Street Þarna býrJán Gerald Sullenberger ásamt I eiginkonu smm i emhverju eftirsóttasta úthverfi Miami. í Flórída Jón Gerald Sullenberger er ekki á flæðiskeri staddur þótt hann hafi ekki efni á að láta þýða fyrir sig skjöl. Sullenberger býr í einhverju glæsilegasta úthverfi Miami á Flórída, Coral Gables, sem aldrei er kallað annað en The City Beautiful. Þama keyptu Jón Gerald og Jó- hanna eiginkona hans sér hús í fyrra á 215 þúsund dollara. Samkvæmt gögnum ítá fasteignamatinu í Flórída skuldar Jón Gerald 157 þúsund doll- ara í húsinu. Mismuninn á hann. Coral Gables hefur lengi verið eft- irsóttur staður fyrir þá sem einhvers mega sín og má geta þess að Richard Nixon átti þar hús eftir að forsetatíð hans lauk. Hverfið er byggt á kóralrifi og geta íbúar margir siglt bátum sín- um cilveg upp að útidyratröppum. Þó ekki Jón Gerald sem er vanur sigl- ingamaður og sérftæðingur í snekkj- um eins og frægt er. 225 fermetrar Hús Jóns Geralds stendur við Santiago Street númer 823 en um er að ræða fallega villu í evrópskum stíl; byggð 1926. Hús í stíl við þau sem sjá má í gömlum kvikmyndum með Humphrey Bogart og Cary Grant. Þrjú sveftiherbergi, þijú baðherbergi og alls 225 fermetrar. Þetta er þriðja húsið sem Jón Gerald og Jóhanna eigiiikona hans kaupa sér í Flónda. Fyrst keyþtu þaú 1999, svo aftur 2003 og nú síðast þettaí fyrra. Krítarkort í stöðumæla Meðalaldur íbúa í Coral Gables er um fertugt. Meðaltekjur þeirra erii um tíu milljónir á ári og rúmlega 95 prósent þeirra eru hvít. Veðráttan er góð og ekki síðra hitt að íbúar geta borgað í stöðumæla með farsímum. Coral Gables var með fyrstu borgum í Bandaríkjunum til að taka upp það kerfi og hefur verið fyrirmynd margra annarra sveitarfélaga í Bandaríkjun- um um margt. Þó er glæpatíðni í hverfinu yfir meðallagi; bæði hvað varðar likamsárásir, morð og inn- brot. Ásakaskrá Sem kunnugt er hefur Jón Gerald Sullenberger stund- að siglingar á snekkjum og þykir snjall sem slíkur. Ekki er hann síður sleipur í við- skiptum með báta. Sigling- amar urðu þó til þess að Jón Gerald lenti á sakaskrá hjá lögregluyfirvöld- um í Flórída fyrir að hafa siglt á of mikilli ferð nærri viðkvæmum fiski- miðum. Hlaut hann fyrir það sekt og nafh sitt á sakaskrá ríkisins þar sem það verður um ókomna tíð. Hættulegur stormur Þrátt fyrir stöðugt sólskin og hæg- an vind er Coral Gables á hvirfil- vindasvæði og em íbúar allir meðvit- aðir um hættuna sem því fylgir. Geta þeir búist við ellefu til fimmtán hvirf- ilbyljum árlega, þar af fjómm meiri- háttar. Fyrir bragðið hvetja bæjaryfir- völd íbúa til að vera viðbúna tÚ að yf- irgefa svæðið með stuttum fyrirvara þegar hætta skapast af fárviðri. En það er aðeins hluti af lífinu í Coral Gables þar sem Jón Gerald Sullen- berger unir hag sínum vel þrátt fyrir allt. Coral Gables Þekkt fyrir fegurð og stíl enda aldrei nefnd annað en The City Beautiful. Sigling- arnar urðu þótilþess aðJón Ger- ald lenti á sakaskrá hjá lögregluyfir- völdum í Flór- ída fyrir að hafa siglt á of mikilli ferð nærri viðkvæm- um fiskimiðum. Jon Gerald Sullenberger Keypti sér hús í Coral Gables fýr- ir 215 þúsund dollara í fyrra. Viggó kann þá list að gera sig að fífli Svarthöfði hefur haft gaman af því að fylgjast með handboltaþjálf- aranum Viggó Sigurðssyni síðan hann tók við landsliðinu seint á síð- asta ári. Viggó hefur verið iðinn við að standa í iUdeilum eða verða sér til skammar á þessu tímabili. Svart- höfði man vel eftir deilunni við Jaliesky Garcia í janúar en þá þótti honum Garcia skila sér seint og illa heim til íslands eftir jarðarför föður hans á Kúbu. Viggó gekk meira að segja svo langt að halda því fram að Garcia hefði slakað á á sólarströnd á Púertó Ríkó í stað þess að koma heim og æfa. Forsvarsmenn HSÍ Svarthöfði reyndu að koma í veg fyrir að Viggó færi í fjölmiðla en tókst það ekki. Svarthöfði fagnar því enda hefðu landsmenn þá farið á mis við að sjá landsliðsþjálfarann gera sig að fífli dag eftir dag eftir dag. Að gera sig að fífli virðist vera list- grein sem Viggó er að ná góðum tök- um. Svarthöfði fylgdist með fréttum af því í sumar þegar Viggó datt í það í flugvél. Viggó átti að vera fyrir- mynd ungra handboltamanna í góð- um siðum en varð í staðinn fyrir- Hvernig hefur þú það? „Ég hefþaö mjög fínt," segir Aðalheiöur Ólafsdóttir. Heiða tók þáttí Idol-keppninni I fyrra en hún fór afstað íþriðja sinn ígær.„Þetta var frábær tími. Ég hvet krakkana sem komast áfram að nota tímann í botn. Þetta erþað skemmtilegasta sem þau munu lenda I á lífsleið- inni. Það er nauðsynlegt að láta ekki stressið og kvlðann ná tökum á sér í Idolinu, “ segir Heiða sem vinnur á leikskólanum Efstahjalla og kennir litlum krílum að syngja. myndarflugdólgur. Viggó fékk ekki nógu mikið brennivín að hans eigin mati og réðst því á saklausan flug- þjón. Viggó taldi eftir á að honum hefði verið neitað um þau grund- vallarmannréttindi að fá nægilegt magn af áfengi. Viggó slapp skrekkinn eftir þennan skandai en eins og hans er von og vísa þá er hann byrjaður á nýjan leik. Svarthöfði hefur nú horft upp á Viggó Sigurðsson standa í rit- deilum við Alfreð Gíslason, virtasta handboltaþjálfara landsins. Alfreð sagði íslenska handboltamenn ekki vera í formi en Viggó svaraði því til að Alfreð ætti að hugsa um eigið lið og ekki vera að skipta sér af því sem honum kæmi ekki við. For- ystumenn handboltahreyfingarinn- ar supu hveljur en Viggó hafði enn einu sinni gert sig að fi'fli. Svarthöfði
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.