Dagblaðið Vísir - DV - 01.10.2005, Side 4

Dagblaðið Vísir - DV - 01.10.2005, Side 4
4 LAUGARDAGUR 1. OKTÓBER 2005 Fréttir DV Latir nemendur Nemendur í Fjölbrauta- skóla Garðabæjar virðast ekki taka námið nægilega alvarlega. í fundargerð skólaráðs kemur fram að skólasókn nemenda á önn- inni sé ekki nægilega góð. „Nemendur hafa trassað að staðfesta veikindi og fá því fjarvistir. Við blasir að all- mörgum nemendum verð- ur vísað úr skóla vegna slakrar skólasóknar," segir í fundargerðinni. Þar segir einnig að samningar verði ekki endurnýjaðir við tals- verðan hóp nemenda. Loqi kominn á Stöð 2 Logi Bergmann Eiðsson las í gærkvöldi fréttir Stöðv- ar 2 í fyrsta skipti. Fyrr í vikunni var Logi ráðinn af Ríkissjónvarpinu til 365 - ljósvakamiðla. Logi er með- al vönustu sjónvarpsfrétta- manna landsins og hefur lesið fréttir um árabil við góðan orðstír. Brynhiidur Ólafsdóttir var við hlið hans í myndveri í gær og hóf fréttirnar á því að segja áhorfendum að þetta væru ekki fréttir Ríkissjónvarps- ins heldur Stöðvar 2. Ekkert partí fyrir flesta Af íjórum sem báðu Reykjavíkurborg um að halda móttökur fékk aðeins einn jákvæðar undirtektir á síðasta fundi forsætis- nefndar borgarinnar. Það var erindi um móttöku vegna norrænnar prjóna- ráðstefnu sem haldin var á fimmtudag sem þeir Alfreð Þorsteinsson, Árni Þór Sig- urðsson og Stefán Jón Haf- stein vildu styðja. Á sama fundi þeirra var samþykkt að styrkja bókmenntahátíð í Guðrúnarhúsi um 100 þúsund krónur. Jón Gerald Sullenberger er ekki á flæðiskeri staddur þótt hann hafi ekki efni á að láta þýða fyrir sig skjöl af ensku yfir á íslensku. Hann býr í Coral Gables, einu úthverfa Miami, þar sem flestir eru hvítir og ríkir og þar átti Richard Nixon heima þegar hann var og hét. Draumur siglingamanns- ins Á fáum stöðum er betra að eiga snekkju eniCoral Gables og geta ibúár ijafnvel siglt bátum sín um alla leið upp að útidyratröpp- si um húsa ÁÉ sinna. .........M Panadís Sullenbergers W w & |§ santiago Street Þarna býrJán Gerald Sullenberger ásamt I eiginkonu smm i emhverju eftirsóttasta úthverfi Miami. í Flórída Jón Gerald Sullenberger er ekki á flæðiskeri staddur þótt hann hafi ekki efni á að láta þýða fyrir sig skjöl. Sullenberger býr í einhverju glæsilegasta úthverfi Miami á Flórída, Coral Gables, sem aldrei er kallað annað en The City Beautiful. Þama keyptu Jón Gerald og Jó- hanna eiginkona hans sér hús í fyrra á 215 þúsund dollara. Samkvæmt gögnum ítá fasteignamatinu í Flórída skuldar Jón Gerald 157 þúsund doll- ara í húsinu. Mismuninn á hann. Coral Gables hefur lengi verið eft- irsóttur staður fyrir þá sem einhvers mega sín og má geta þess að Richard Nixon átti þar hús eftir að forsetatíð hans lauk. Hverfið er byggt á kóralrifi og geta íbúar margir siglt bátum sín- um cilveg upp að útidyratröppum. Þó ekki Jón Gerald sem er vanur sigl- ingamaður og sérftæðingur í snekkj- um eins og frægt er. 225 fermetrar Hús Jóns Geralds stendur við Santiago Street númer 823 en um er að ræða fallega villu í evrópskum stíl; byggð 1926. Hús í stíl við þau sem sjá má í gömlum kvikmyndum með Humphrey Bogart og Cary Grant. Þrjú sveftiherbergi, þijú baðherbergi og alls 225 fermetrar. Þetta er þriðja húsið sem Jón Gerald og Jóhanna eigiiikona hans kaupa sér í Flónda. Fyrst keyþtu þaú 1999, svo aftur 2003 og nú síðast þettaí fyrra. Krítarkort í stöðumæla Meðalaldur íbúa í Coral Gables er um fertugt. Meðaltekjur þeirra erii um tíu milljónir á ári og rúmlega 95 prósent þeirra eru hvít. Veðráttan er góð og ekki síðra hitt að íbúar geta borgað í stöðumæla með farsímum. Coral Gables var með fyrstu borgum í Bandaríkjunum til að taka upp það kerfi og hefur verið fyrirmynd margra annarra sveitarfélaga í Bandaríkjun- um um margt. Þó er glæpatíðni í hverfinu yfir meðallagi; bæði hvað varðar likamsárásir, morð og inn- brot. Ásakaskrá Sem kunnugt er hefur Jón Gerald Sullenberger stund- að siglingar á snekkjum og þykir snjall sem slíkur. Ekki er hann síður sleipur í við- skiptum með báta. Sigling- amar urðu þó til þess að Jón Gerald lenti á sakaskrá hjá lögregluyfirvöld- um í Flórída fyrir að hafa siglt á of mikilli ferð nærri viðkvæmum fiski- miðum. Hlaut hann fyrir það sekt og nafh sitt á sakaskrá ríkisins þar sem það verður um ókomna tíð. Hættulegur stormur Þrátt fyrir stöðugt sólskin og hæg- an vind er Coral Gables á hvirfil- vindasvæði og em íbúar allir meðvit- aðir um hættuna sem því fylgir. Geta þeir búist við ellefu til fimmtán hvirf- ilbyljum árlega, þar af fjómm meiri- háttar. Fyrir bragðið hvetja bæjaryfir- völd íbúa til að vera viðbúna tÚ að yf- irgefa svæðið með stuttum fyrirvara þegar hætta skapast af fárviðri. En það er aðeins hluti af lífinu í Coral Gables þar sem Jón Gerald Sullen- berger unir hag sínum vel þrátt fyrir allt. Coral Gables Þekkt fyrir fegurð og stíl enda aldrei nefnd annað en The City Beautiful. Sigling- arnar urðu þótilþess aðJón Ger- ald lenti á sakaskrá hjá lögregluyfir- völdum í Flór- ída fyrir að hafa siglt á of mikilli ferð nærri viðkvæm- um fiskimiðum. Jon Gerald Sullenberger Keypti sér hús í Coral Gables fýr- ir 215 þúsund dollara í fyrra. Viggó kann þá list að gera sig að fífli Svarthöfði hefur haft gaman af því að fylgjast með handboltaþjálf- aranum Viggó Sigurðssyni síðan hann tók við landsliðinu seint á síð- asta ári. Viggó hefur verið iðinn við að standa í iUdeilum eða verða sér til skammar á þessu tímabili. Svart- höfði man vel eftir deilunni við Jaliesky Garcia í janúar en þá þótti honum Garcia skila sér seint og illa heim til íslands eftir jarðarför föður hans á Kúbu. Viggó gekk meira að segja svo langt að halda því fram að Garcia hefði slakað á á sólarströnd á Púertó Ríkó í stað þess að koma heim og æfa. Forsvarsmenn HSÍ Svarthöfði reyndu að koma í veg fyrir að Viggó færi í fjölmiðla en tókst það ekki. Svarthöfði fagnar því enda hefðu landsmenn þá farið á mis við að sjá landsliðsþjálfarann gera sig að fífli dag eftir dag eftir dag. Að gera sig að fífli virðist vera list- grein sem Viggó er að ná góðum tök- um. Svarthöfði fylgdist með fréttum af því í sumar þegar Viggó datt í það í flugvél. Viggó átti að vera fyrir- mynd ungra handboltamanna í góð- um siðum en varð í staðinn fyrir- Hvernig hefur þú það? „Ég hefþaö mjög fínt," segir Aðalheiöur Ólafsdóttir. Heiða tók þáttí Idol-keppninni I fyrra en hún fór afstað íþriðja sinn ígær.„Þetta var frábær tími. Ég hvet krakkana sem komast áfram að nota tímann í botn. Þetta erþað skemmtilegasta sem þau munu lenda I á lífsleið- inni. Það er nauðsynlegt að láta ekki stressið og kvlðann ná tökum á sér í Idolinu, “ segir Heiða sem vinnur á leikskólanum Efstahjalla og kennir litlum krílum að syngja. myndarflugdólgur. Viggó fékk ekki nógu mikið brennivín að hans eigin mati og réðst því á saklausan flug- þjón. Viggó taldi eftir á að honum hefði verið neitað um þau grund- vallarmannréttindi að fá nægilegt magn af áfengi. Viggó slapp skrekkinn eftir þennan skandai en eins og hans er von og vísa þá er hann byrjaður á nýjan leik. Svarthöfði hefur nú horft upp á Viggó Sigurðsson standa í rit- deilum við Alfreð Gíslason, virtasta handboltaþjálfara landsins. Alfreð sagði íslenska handboltamenn ekki vera í formi en Viggó svaraði því til að Alfreð ætti að hugsa um eigið lið og ekki vera að skipta sér af því sem honum kæmi ekki við. For- ystumenn handboltahreyfingarinn- ar supu hveljur en Viggó hafði enn einu sinni gert sig að fi'fli. Svarthöfði

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.