Dagblaðið Vísir - DV - 01.10.2005, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 01.10.2005, Blaðsíða 12
72 LAUGARDAGUR I. OKTÓBER 2005 Fréttir DV Deilt um Hafíssetur Koma á upp hafíssetri á Blönduósi. Hyggst bærinn koma setrinu á fót í sam- vinnu við Þór Jakobsson veðurfræðing og Björn G. Björnsson sýningarstjóra. Einnig á að reyna að fá Veðurstofuna til samstarfs. I athugun er að fá svokallað Hillebrandtshús í bænum undi hafíssetrið. Bæjarfull- trúar minnihluta Á-listans segjast frekar vilja verja fénu í sundlaugargarð og sparkvöll við grunnskól- ann. Sama gildi um fé sem verja eigi til að kaupa verk- ið Veðurspámanninn eftir Ásmund Sveinsson. Sæbraut verður tignarlegri Gata í Stykkishólmi sem til þessa hefur borið nafnið Sæbraut fær hugsanlega mun tignar- legra nafn. Bæjarráð Stykkishólmsbæjar hefur tekið jákvætt f tillögu Davfðs Sveinssonar bæjarfulltrúa um að Sæbraut heiti framvegis Súgandiseyj argat a. Skipulagsnefnd bæjarins var falið að velta málinu fyrir sér. Skólaakstur í ólagi Misbrestur er sagður hafa orðið á framkvæmd skóla- aksturs á Stokkseyri og Eyrar- bakka. Víglundur Guðmundsson á Eyrar- bakka sendi sveitarfélaginu Árborg bréf vegna þess. Bæjarráðið brást við með því að fela framkvæmda- stjóra fjölskyldumiðstöðvar bæjarins og verkefnisstjóra fræðslumála að ganga eftir því við verktakann að skólaakstrinum sé hagað í samræmi við samninga. Einnig á að athuga með staðsetningu biðskýla á Eyrarbakka og Stokkseyri. „Ég er að smala í Stíflisdal," sagði Jóhannes Sveinbjörns- son, sauðfjárbóndi á Heiðar- bæ í Þingvallasveit, um hádeg- isbilið í gær. í bakgrunni mátti heyra hest- Landsíminn ana frísa og smalamenn hóa. „Þetta gengur bara vel. Veðrið smalar eiginlega fyrir okkur. Það eru að minnsta kosti tíu metrar á sekúndu og snjór niður í miöjar hlíöar og það auðveldar smalamennskuna. Þetta erseinni leit þannig að við erum bara að ná í það sem var eftir síðast. Við drögum svo féð í sundur á eftir I Stíflisdals- rétt og svo ferhver til síns heima." Athafnakonan Jónína Benediktsdottir fékk Sýslumanninn í Reykjavík til að gera upptæka tölvupósta frá henni sem Fréttablaðið hafði undir höndum. Sýslumaður gerði áhlaup á ritstjórnarskrifstofur Fréttablaðsins í gær og eftir dramatískan fund lét Sigurjón M. Egilsson, fréttaritstjóri Fréttablaðs- ins, tölvupóstana af hendi. IÍS^IhM ■. ■ ■ I Fundað í glerbúrinu Hópur I fréttamanna frá öllum helstu I miðlum landsins fylgdist með I fundinum i gxr. ■■■■■■"/. . ■ FRÉTTABLAÐIÐ 800 þusund íyrir anum varð I Jónína Bene- I diktsdóttir J Borgaði 800 I þúsund fyrir I lögbannið. Fréttablaðið afhenti fulltrúum Sýslumannsins í Reykjavík hina umdeildu tölvupósta Jónínu Benediktsdóttur sem sett hafa samfélagið á annan endan. Jónína þurfti að reiða fram átta hundruð þúsund krónur í tryggingu tii að lögbannið næði fram að ganga. Áhláup Sýslumannsins í Reykja- | ~ vík minnti helst á atriði úr banda- rískum framhaldsmyndaflokki. Fulltrúar sýslumanns mættu í svörtum jakkafötum, stííþressaðir og flottir og héldu fund með Gunn- ari Smára Egilssyni, forstjóra 365, og Sigurjóni, bróður hans og ffétta- ritstjóra Fréttablaðsins, ásamt lög- fræðingum málsaðila í glerbúri við anddyri Fréttablaðsins. Múgur og margmenni hópaðist að; frétta- menn flestra miðla ásamt starfs- mönnum í Skaftahlíðinni sem vissu vart hvaðan á sig stóð veðrið. Á end- Hróbjartur Jónatansson og Sigurjón M. Egilsson Hróbjartursegir upphæðina fyrir lögbannið ekki háa. öllum ljóst að tölvupóstarnir væm komnir í hendur hins opinbera. Að Jónína Benediktsdóttir hefði náð sínu fram. Fundað í glerbúri Hróbjartur Jónatansson, lög- maður Jónínu, sat fundinn í gler- búrinu. Fundinn sem stóð yfir í ein- ar þijátíu langar mínútur. Hann staðfestir við DV að Jónína, um- bjóðandi hans, hafi þurft að reiða fram átta hundmð þúsund krónur í tryggingu fyrir lögbannskröfunni. „Lögbannsþolinn getur átt rétt á bótum ef lögbanninu verður I Fljót á brott Fulltrúarnirgengu | hratt að fundi loknum. Morgunblaðið myndar Ljósmyndari frá Mogganum tók myndir afáhlaupinu. hnekkt. Sýslumaður ákveður sjálfur hve há tryggingin þarf að vera. í þessu tilviki vom það 800 þúsund krónur," segir Hróbjartur. Hann segir erfitt að meta meint tjón Fréttablaðsins þar sem blaðið sé ekki selt heldur gefið. Hróbjartur segir: „Eftir atvikum farrnst mér þetta frekar há trygg- ing." Neita að gefa upplýsingar Sýslumaðurinn í Reykjavík hef- ur á árinu fengið 26 beiðnir um lög- banns- eða kyrrsetningaraðgerðir. ÞuríðurÁmadóttir, deildarstjóri hjá sýslumannsembættinu, neitaði þó að gefa upp hve mörgum af þeim beiðnum hefði verið framfýlgt. Hún neitaði einnig að gefa upp hve háar tryggingafjárhæðirnar voru í þeim málum en samkvæmt heimildum DV skipta tryggingafjárhæðirnar oftast milljónum. Léttur fundur Lögmenn Fréttablaðsins munu Sigríður Dögg Auðunsdóttir blaða- maður Skrifaði hinar umdeildu fréttir en sat fyrir utan fundinn örlagaríka. reyna að fá lögbanninu hnekkt. Staðfestingarmál verður höfðað eftir viku. Sigurjón M. Egilsson, fréttaritstjóri blaðsins, var þó ekki þungur á brún eftir fundinn í gær. Sagði andrúmsloftið hafa verið létt þó allra augu beindust að glerbúr- inu þar sem margir töldu að enn ein atlagan að ritstjórnarlegu frelsi væri háð. „Þetta var bara gott. Það er alltaf gaman að hitta Hróbjart enda höfum við þekkst í ijölda ára," sagði Sigurjön. Spurður hvort mannfjöldinn á göngunum hefði virkað þrúgandi á fundarmenn sagði Sigurjón: „Nei, þetta er fólkið sem ég starfa með og það er gaman að sjá að íslenskir ijölmiðlar em á tánum." Stjórn Blaðamannafélags ís- lands sendi frá sér ályktun seinni- partinn í gær. Aðgerðum sýslu- manns var mótmælt og þær sagðar atlaga gegn vemd blaðamanna við heimildarmenn. simon@dv.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.