Dagblaðið Vísir - DV - 01.10.2005, Blaðsíða 20

Dagblaðið Vísir - DV - 01.10.2005, Blaðsíða 20
20 LAUGARDAGUR 1. OKTÓBER2005 Helgarblað DV Flest söfnum við einhverju sem börn. Margir safna spilum og frímerkjum og aðrir hlutum sem erf- iðara er að ná höndum yfir. Flestir vaxa upp úr söfnunaráráttunni en aðrir halda henni áfram eða taka hana aftur upp eftir nokkurra ára hlé. Margt sem hinn almenni borgari sér sem ónýtt drasl getur verið dýrmætt í augum safnarans. DV heyrði í nokkrum forföllnum söfnurum og fékk að for- vitnast um söfnin sem eru hvert öðru glæsilegra. eða ómetanleg varðveisla menningapvepðmasta Sævar Þ. Jóhannes- ,Ég nálgast þessa Baldvin Hall- dórsson „Þetta er bara flkn. Efég veit afgóöum hlut sem ég kemst ekki I eöa efég hefekkert fengið I langan tímaþáliður mér ekki vei," segir Baldvin. son„/_ klúta á netinu því þótt I þeir hafi veriö fram- leiddir hér á landi sendu hermennirnir 'þá út úr landi til fjöl- skyldunnar sinnar," segirSævar. Karólína Snorradóttir Karóllna hefur safnað salt- og piparstaukum i umtíuárogá nú 60 pör. Guðrún Þ. Guðmunds- dóttir „Ég á nokkrar sér- stakar kaffikvarnir sem mér þykir afar vænt um aukþesssemégheld meira upp á sum kort en önnur," segir Guðrún. Dúkkulfsurnar Guðrún og systur hennar léku sér að dúkkulisunum þeg- ar þær voru litlar. Ákveðin klikkun „Ég hef alltaf verið að safna ein- hverju," segir Karólína Snorradóttir sem safnar meðal annars salt- og piparstaukum, pennum, fingur- björgum, postulínsdúkkum og drykkjarkönnum. Karólína hefur safnað að sér salt- og piparstaukum í um tfu ár og á nú um 60 pör. „Þetta er alls ekkert svo dýrt því bæði fæ ég þetta gefins og svo kaupi ég þetta þegar ég er á ferðalögum eða í Góða hirðinum," segir Karólína en bætir við að þetta áhugamál sé frekar plássfrekt. Karólína segist ekki geta útskýrt þessa söfnunaráráttu en öll fjöi- skylda hennar tekur þátt í henni með henni. „Ég veit ekki hvað á að kalla þetta. Ætli þetta sé bara ekki ákveðin tegund af klikkun," segir hún brosandi. „Fingurbjargimar em ákaflega hentugar og ég varð vör við að þær fengust í öllum ríkjum Bandaríkjanna. Þær taka lítið pláss enda litlar þótt það breytist fljótt þegar þær em komnar margar sam- an." Karólína heldur mest upp á salt- og piparstauka með áletruninni Home Sweet Home. „Sonur minn hafði nefnilega keypt þá í Bandaríkj- unum en annar staukurinn brotnaði á leiðinni heim. Þremur ámm síðar fór ég til Bandaríkjanna og sá alveg eins stauk og sá sem brotnaði. Þetta sett á sér því skemmtilega sögu og ég held mest upp á það. “ 'A !•- á í,jl car. j$mí lilifiiMti KlSMMÆiÉJm HAlTExfRÁKTl I Safna gömlu dóti fjölskyld- unnar „Ég hef gaman af öllu gömlu dóti en vil helst vita hver átti hlutina áður en ég sanka þeim að mér," segir Guðrún Ásgerður Steingrímsdóttir sem á myndarlegt safn af dúkkulís- um. Guðrún Ásgerður og systur hennar léku sér með dúkkulísurnar þegar þær vom litlar stúlkur. Margar þeirra vom klipptar út úr bakhlið á haframjölspökkum og úr tfmaritum en þær elstu em líklega frá árinu 1957. „Aðrar vom svo keyptar í búð og em voðalega fi'nar með hár og svona," segir Guðrún og bætir við að hún haldi mest upp á þær. Guðrún hefur sankað öllu mögu- legu að sér í gegnum tíðina og hefur mjög gaman af gömlu dóti. Hún seg- ist þó ekki kaupa sér dót á skransöl- um því hún vilji vita hvaðan dótið komi. „Mér finnst skemmtilegt að safna dóti fjölskyldunnar því oft er þetta msl í annarra manna augum. í staðinn fyrir að henda þessu koma þau þessu til mín því ég held utan um þetta," segir hún og bætir við að hún hafi snemma verið farin að safna að sér dóti. „Ég man eftir mér ungri í sveit að tína fjaðrir og annað dót auk þess sem ég var alltaf sólgin í klaufir, hom og bein en eftir að ég fullorðnaðist lærði ég að vinna úr hornum og beinum. Svo snemma beygist krókurinn." Hægt er að skoða fleiri myndir af hlutunum hennar Guðrúnar á heim- síðunni listalind.is Söfnun er fíkn „Ég safna nánast flestu sem hönd á festir en er aðallega í seðlum og mynt og öðmm sniðugum íslensk- um hlutum," segir Baldvin Halldórs- son sem hefur safnað af ástríðu síð- ustu 20 til 30 árin. „Ég byijaði sem krakki að hirða allt og henda engu og svo safnaðist þetta upp,“ segir Baldvin og bætir við að safnið sé afar plássfrekt þó því sé skipulega komið fyrir. „í dag er ég aðallega í að safna smáhlutunum og til dæmis þá á ég miða af öllum íslenskum gos- og bjórflöskum síðan framleiðsla hér byrjaði." Baldvin segir að söfiiunaráráttan sé einhvers konar sjúkdómur. „Þetta er bara fíkn. Án þess að vita það ná- kvæmlega þá gæti ég trúað að þetta væri eins og að vera í eiturlyfjum. Ef ég veit af góðum hlut sem ég kemst ekki í eða ef ég hef ekkert fengið í langan tíma þá líður mér ekki vel." Baldvin er félagi í Myntsafnarafé- lagi íslands. Félagið var stofnað árið 1969 af myntsöfnurum en í dag safnast þar saman alls kyns fólk sem safnar ails kyns hlutum og skiptir og heldur uppboð. „Þetta er ekkert verra áhugamál en hvað annað fyrir utan að við erum að bjarga menningar- og sögulegum verð- mætum því þessir hlutir væru ekki til ef við værum ekki að hirða þetta." MALTEXTRAKT £5) KJ—'- ‘ Bakhlið jólakortanna áhuga- verðari „Ég hef alltaf haft gaman af því að skipuleggja, raða og flokka," segir Guðrún Þ. Guðmundsdóttir sem safnar meðal annars jólakortum, símskeytum, ávísunum og kaffipok- um. Guðrún, eins og svo margir aðr- ir, setti jólakort sín ávallt í konfekt- kassa eftir jólin. Þegar kassamir voru orðnir 15 tók hún upp á því einn daginn að skipuleggja kortin og raða eftir útgefendum. „Eg var strax kom- in með mikið safn og komst smám saman inn í kerfið hjá útgefendun- um þar sem kortin eru með númer á bakhliðinni. Kort frá fyrirtækjum eru oft sérstakari en þau sem eru fjölda- framleidd og þar að leiðandi oft skemmtilegri auk þess sem end- urunnu pappírskortin sem voru afar vinsæl fyrir nokkrum árum voru ekki í neinu sérstöku uppáhaldi hjá mér." Guðrún á einnig myndarlegt safn af kaffipokum og kaupir oft kaffið pokanna vegna. Þegar hún er spurð hvort hún eigi einhvem uppáhalds- hlut þá svarar hún því játandi, hún eigi í rauninni nokkra. „Ég á nokkrar sérstakar kaffikvarnir sem mér þykir afar vænt um auk þess sem ég held meira upp á sum kort en önnur," segir hún. Guðrún segir söfnunaráráttuna eins og hvert annað áhugamál. Á meðan sumir hafi gaman af því að horfa á sjónvarpið vilji hún frekar sitja og skipuleggja safnið sitt. „Þetta er einfaldlega áhugamálið mitt," segir hún og bætir hugsandi við að það gæti orðið skemmtilegt rannóknarefni að athuga hvort fólk úr sumum stjörnumerkjum sé meiri safnarar en aðrir. „Sjálf er ég í naut- inu en ég held að þessi áhugi gæti verið mismunandi eftir því í hvaða stjörnumerki fólk er. Ég held nefni- lega að í sumum merkjum sé söfhun algeng en í öðrum merkjum séu alls engir safnarar." •mitJé—HtrmuA ... Safna dóti frá stríðsárunum „Ég safna aðallega hlutum frá stríðsárunum sem tengjast íslandi," segir Sævar Þ. Jóhannesson sem á meðal annars glæsilegt safn af skrautvasaklútum sem búnir voru til á stríðsárunum. „Þessir klútar voru búnir til fyrir hermennina og dúkka alltaf öðru hvoru upp, til dæmis þeg- ar fólk er að losa dánarbú og setur dótið á skransölur. Ég nálgast þessa klúta á netinu því þótt þeir hafi verið framleiddir hér á landi sendu her- mennimir þá út úr landi til fjölskyld- unnar sinnar," segir Sævar sem þó safnar alls kyns hlutum sem her- mennimir vom að gera sér til dund- urs. „Ég á þó nokkuð af kertastjök- um og merktum bréfahnífum sem búnir vom til úr skothylkjum." Sævar hefur safnað í áratugi og á því stórt og glæsilegt safn. „Konunni minni finnst þetta allavega ofsalega plássfrekt," segir hann og bætir við að söfhunin sé einfaldlega áhuga- mál eins og hvert annað. „Þessi áhugi kviknaði þegar ég var ungur og hefur fylgt mér alla tíð. Við emm nokkrir hér á landi sem söfnum þessum hlutum og áhuginn fer sí- vaxandi." Sævar segir safnara í raun- inni varðveita menningarleg verð- mæti sem annars færu í súginn. „Fólk gerir sér oft ekki grein fyrir því hverju við emm að bjarga og verður því alveg gáttað þegar það sér þessa hluti á sýningum á meðan það lítur annars á þetta dót sem rusl." Þegar Sævar er beðinn að velja uppáhaldshlutinn sinn hugsar hann sig vel um. „Mér þykir vænt um mjög margt af þessu enda em þetta fallegir hlutir. Ég á voðalega erfitt með að gera upp á milli þeirra." .... fc'* 5
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.