Dagblaðið Vísir - DV - 01.10.2005, Blaðsíða 24

Dagblaðið Vísir - DV - 01.10.2005, Blaðsíða 24
24 LAUGARDAGUR 7. OKTÓBER 2005 Helgarblað DV Sjálfhverfa er orð sem heyrist æ oftar í samræðum manna á milli. Það er ekkert nýtt að eldri kynslóðin hafí áhyggjur af yngri kynslóðinni og nú fmnst hinum eldri sem ungt fólk sé óþarflega og jafnvel hættu- lega sjálfhverft. Sjálfhverfa getur þó teygt sig upp allan aldursskalann. Narcissismi er gamalt hugtak, kennt við hinn gríska Narcissus sem varð ástfanginn af eigin spegilmynd. Sá sem þjáist af narcissisma er haldinn sjáifsást á háu stigi, en narcissismi var skráður sem geðsjúk- dómur árið 1980 og talið er að um það bil 1% mannkyns þjáist af þess- um kvilla sem getur birst frá mildum einkennum upp í að vera hættu- legt ástand. Þjóðfélagsgerð eins og á íslandi og víðar í hinum vestræna heimi hefur tekið miklum breytingum á undanförnum áratugum. Þeim breyt- ingunum fylgir ástand sem gæti kynt undir sjálfhverfu og jafnvel narcissisma þar sem samkennd er á undanhaldi og krafan um að hver sé sjálfum sér næstur verður háværari. VÖRUMST ALLT HEIMSÓSÓMATAL Margrét Pála Ólafsdóttir, kenn- ari og höfundur Hjallastefnunnar, dáist að því hvað unga fólkið okkar er frjálst og öruggt en telur mikilvægi þess að kenna því um samskipti og virðingu aldrei of- metið. „Við sem aðhyllumst Hjalla- stefnuna tökum þátt í að móta framtíðina með okkar skólastarfi,“ segir Margrét Pála. „Hvað varðar sjálfshyggjuna í þjóðfélaginu finnst mér vera tvær hliðar á því máli. Annars vegar fagna ég því einlæg- lega hvað börn eru rniklu frjálsari og öruggari en þau voru og gera miklu meiri kröfur fyrir sig. Þau eru sjálfstæðari og bara taka sér meira rými í lífinu, sem mér finnst frábær breyting frá þeim tíma þegar börn- um var sagt að þegja og bíða. En ef við erum einvörðungu í stöðugri sjálfstyrkingu og gleymum að kenna og þjálfa hinn félagslega þátt, samskipti, vináttu, virðingu, umhyggju og sveigjanleika, þá er hættan sú að við töpum jafnvæginu og förum yfir strikið í hina áttina. Þá fáum við samfélag þar sem fólk er upptekið af sér og sínu og gleymir að líta til næsta manns." á mjög marksækinn hátt að vinna að einstaklingsstyrkingu barna og félagsþjálfun. Við höfum reyndar okkar kenningar um það að maður geri það öðruvísi með stúlkum en drengjum, stúlkur þurfa meiri ein- staklingsstyrkingu meðan drengir þurfa meira af félagslega þættinum. Það er hluti af okkar námskrá að vinna að þessu, meðal annars með jákvæðum aga og hegðunar- kennslu. Við þjálfum börn í jákvæð- um viðhorfum gagnvart öðrum, og hreinlega æfum þessa þætti í okkar daglega lífi.“ Pendúlsláttur sögunnar Margrét Pála vill ekki tjá sig um hvort þessum þáttum sé ábótavant í almennu skólastarfi en telur að áherslan sé þó allmikið á árang- ursmiðaðar niðurstöður. Hún segir líka langa biðlista á allar deildir leikskóla og skóla Hjallastefnunnar. „Nú bjóðum við upp á skóla fyr- ir 5-8 ára börn í viðbót við leikskól- ann og ef foreldrar kjósa og aðstæð- ur leyfa þá eigum við án efa eftir að teygja okkur lengra. Það er full þörf á því.“ Hún segist ekki vera mikið fýrir heimsósómatón og finnst stórkost- legt hversu frjáls börn og unglingar eru í dag. „Þau þora að segja skoð- un sína og telja sig hafa rétt í lífinu. Ég held að þjóðfélagið núna sé í eðlilegu samræmi við það að við erum nýlega komin frá samfélagi sem bældi of mikið niður. Þess vegna erum við farin yfir strikið hinum megin, það er þessi pendúl- sláttur sögunnar. Við förum dálítið .út í öfgarnar en ég vona innilega að við stefnum að meira jafnvægi í framtíðinni." Fáirtakaof mikiðá kostnað hinna Margrét Pála hugsar með depurð til þess hvern- ig slíkt samfélag liti út. „Þar er harka og samkeppni, mikil sjálfsupphafning og dýrkun á einstaklingsafrek- um. Skuggahliðin á ofþjálf- un einstaklingsstyrkingar yrði ofbeldi, reglubrot hvers konar og yfirgangur og það að fáir taka of mikið á kostnað hinna. í mínum huga er slíkt af- siðun, ég leyfi mér hiklaust að nota það hugtak." Hjallastefnan er höfundarverk Margrétar Pálu en fjöldi fólks deilir þessari hugsjón með henni. „Við byggjum á okkar eigin Hjalla- námskrá sem er viðbót við hefðbundið leikskóla- og skólastarf. Þar erum við edda@dv.is 1. Einstaklingurinn hefur sterka tilfinningu fyrir mikilvægi sjálfs sín (ýkirframmistöðu, árangur og hæfi- leika og býst við að vera álitinn meiri en aðrir jafnvel þótt hann hafi engu áorkað). 2. Hann er haldinn ranghugmyndum um eigin velgengni, völd, gáfur og fegurð. 3. Hann trúir þvi að hann sé einstakur og geti aðeins umgengist eða haft samskipti við þá sem hafa öðlast virðingarsess í þjóðfélaginu. 4. Hann heimtar aðdáun alltaf og alls staðar. 5. Honum finnst hann eiga rétt á fínum titlum og nafnbótum þó hann hafi ekkert gert til að verðskulda þá. 6. Hann er skapbráður og notfærir sér aðra til að ná árangri. 7. Hann er ekki fær um að hafa samúð með fólki og getur ekki samsamað sig tilfinningum og þörfum ann- arra. 8. Hann er öfundsjúkur út í annað fólk og telur að aðrir séu öfundsjúkir út í hann. 9. Hann er hrokafullur og yfirlætislegur. 10. Hann elskar að vera í sviðsljósinu. Sálfræðingarnir Gömlu gildin mikilvæg Bjöm Harðarson segir að sjálf- hverfa sé vaxandi vandamál þó hún eigi ekki endilega skylt við persónu- leikaröskunina narcissisma. "Ég veit bara ekki hversu algeng- ar þessar raskanir em, en auðvitað getur fólk verið mjög sjálfhverft þó ekki sé um alvarlegan sjúkdóm að ræða,“ segir Björn. „Sjálfhverfan eykur hins vegar annars konar vandamál, eins og þunglyndi, sem hefur aukist töluvert síðustu ára- tugi. Hluti af skýringunni getur ver- ið að samkennd fólks hefur minnk- að og einstaklingshyggjan er miklu meiri. Það skilar sér svo í slæmu þunglyndi ef fólk lendir undir í allri samkeppninni." Jóhann Ingi Gunnarsson sál- fræðingur tekur í sama streng og segir heilkennið narcissisma mun alvarlegara en sjáflhverfuna sem blasir við í þjóðfélaginu. „Ég hef samt þungar áhyggjur af því hvert stefnir og tel að við þurfum að finna hinn gullna meðalveg. Sam- kenndin er á undanhaldi og öll afstaða fólks miklu harðari. Ég hef rætt þessa þróun í mínum fyrirlestr- um og finnst það áhyggjuefrú að fólk geri alltaf ýtrustu kröfur, þurfi að öðlast allt og upplifi sig „lúsera" ef það gengur ekki eftir. Þakklætið, sem var einhvern tíma talið með- al helstu dyggða, er líka að hverfa. Krökkum finnst fermingarveisla sem skilar ekki ákveðnum ágóða lé- Jóhann Ingi Hefur þungar áhyggjur af minnkandi samkennd. leg lyndi ferming og öll samkennd og samhjálp þykir hallærisleg. Ég hef heyrt ijármálamann ráðleggja fólki í ræðu að ef það vilji eignast vin skuli það frekar fá sér hund en reyna að tengjast öðrum mann- neskjum. Þjóðfé- lagið er að breyt- ast mjög ört og mikilvægt að þeir sem eldri em kenni bömunum gömlu góðu gild- in. Það veitir ekki af því í öllu áreit- inu.“ Björn Telursam- keppnishörkuna valda auknu þung- SAGAN AF NARCISSUS Narcissus var sonur konungs guðanna á Ólympusljalli, Seifs, og vatnadísarinnar Leiriope. Seifs, sem var ekki við eina fjölina felldur, fékk stund- um fallegu dísina Echo til að trufla Hem konu sína með löngum og skemmti- legum sögum. Þá notaði Seifur tækifæri öog for- færði aðrar vatnadísir. Þegar Hera komst að piottinu refsaði hún Echo með því að gera hana mállausa að öðm leyti en því að Echo gat end- urtekið það sem aðrir hrópuðu. Echo var hinsvegar yfir sig ást- fangin af Narcissusi sem var ein- staklega fallegur en hégómagjarn unglingur. Narcissus hafði þegar þar var komið sögu valdið fjölda unglinga af báðum kynjum sker- andi ástarsorg því fátt var honum jafn fjarri og að verða ástfanginn. Einhverju sinni elti Echo Narcissus út í skóg og faldi sig á bak við tré og fylgdist með honum. Hún þráði að ávarpa hann en gat það ekki að fyrra bragði vegna refs- ingar Hem. Þegar Narcissus heyrði þmsk hrópaði hann: Hver er þar? Það eina sem Echo gat gert var að endurtaka orðin og þannig gekk það á víxl þangð til Echo leystist upp af harmi og ekkert varð eftir af henni nema bergmálið. Narcissus hélt áfram lengra .inn í skóginn og kom að spegilsléttri og tærri tjörn. Þar sem hann var þyrstur beygði hann sig niður til að drekka en sá þá sína eigin spegil- mynd í tjörninni, Hann var heillaður af myndinni og sat klukkustundum saman og dáðist að spegilmynd- inni og reyndi að snerta hana. Þeg- ar það tókst ekki varð hann viti sínu fjær, tók rýting sinn og stakk honum í hjartastað. Hann lést og féll í tjörnina hrópandi síðustu orðin til eigin spegilmyndar, Þar sem blóð hans barst á land uxu hin undurfögm narcissus- blóm.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.