Dagblaðið Vísir - DV - 01.10.2005, Blaðsíða 26

Dagblaðið Vísir - DV - 01.10.2005, Blaðsíða 26
26 LAUCARDAGUR 1. OKTÓBER2005 Helgarblað DV Þórhildur Ólafsdóttir útvarpskona á Talstöðinni og Melkorka Óskarsdóttir ferðuð- ust um Asíu í tvo mánuði í sumar og lentu í ýmsum ævintýrum. Þórhildur telur að enginn verði samur eftir að hafa kynnst gjörólíkum menningarheimi Asíu. Hún stiklar á stóru í gegnum þá tvo mánuði sem þær ferðuðust um og segir meðal ann- ars frá því þegar hún tók óvænt og óvart þátt í að smygla eiturlyfjum við undirleik spangólandi hunda við landamæri Kambodíu. „Ég held að enginn verði samur maður eftir ferð eins og þessa enda er þessi menningarheimur svo gjörólík- ur öllu því sem við eigum að venjast, og sérstaklega heiliandi," segir Þór- hildur sem er rétt að dusta af sér ferðarykið og átta sig á hversdeginum áný. Þórhildur átti sér lengi draum um að fara í svona ferð og þegar Melkorka Óskarsdóttir vinkona hennar lýsti sig reiðubúna að fara með henni í bak- pokaferðalag um Suðaustur-Asíu var brottfarardagur ákveðinn 11. júlí síð- astliðinn. „Við vorum í sjálfu sér ekki lengi að undirbúa okkur því hugsunin var að spila dáh'tið eftir fingrunum. Við keyptum okkur bara ferð til London og þaðan til Bangkok í Taílandi og sömu leið til baka. Allar ferðir þar á milli létum við ráðast en við ferðuðumst mest með rútum,“ út- skýrir hún og segir að eftir á að hyggja hefðu þær komist hjá ýmsum mistök- um ef undirbúningurinn hefði verið betri. Fastar í Abu Dhabi í 50 gráðu hita Ótrulcgl hvernig hægt er að venjast bví að horfa brostin augu betlandi barna M'Mdur upplifði ýmislegt sem á eftir að hafa áhrifá hanafyrir lífstíð í Asíuferð sinni. Hún segir að enginn komi samur úr svona ferð. áttum ofsalega skemmtilegt spjall við hana. Við fórum með hana og gáfum henni að borða og ég hefaldrei hvorki fyrr né síðar séð nokkra manneskju taka eins hraustlega til matar síns." Fyrstu mistökin mættu þeim dag- inn sem þær héldu á brott, þegar þær ætluðu að taka framhaldsflug áfram til Bangkok. „Já, þá áttuðum við okk- ur á að það þurfti vegabréfsáritun inn í Tafland og við komumst ekki með vélinni. Það bjargaðist daginn eftir þegar við fengum áritun í Taflenska sendiráðinu. Flugið til Bangkok var með millilendingu í Abu Dhabi en þegar við lentum þar var flugið áfram til Taflands pakkfulit og ekki glufa næstu þijár vikur! Hitinn í Samein- uðu arabísku furstadæmunum var um 50 gráður og við sáum fram á næstu vikumar í þessum bakarofni. Nokkuð sem við voru ekki spenntar fyrir svo við settumst inn á ferðaskrif- stofú til að ffeista þess að finna ein- hverja leið út úr landinu. Útlitið var ekki gott en þar sem við sitjum í loft- kældri skrifstofunni vonlausar og kvíðnar yfir því að þurfa út í bakarofn- inn aftur, afþantar fjögurra manna fjölskylda flug til Bangkok daginn eft- ir. Ótrúlegt en satt og við vorum hólpnar," rifjar Þórhildur upp og hristir höfuðið. Rottur á stærð við ketti og kakkalakkar á stærð við rottur Daginn eftir voru þær lentar í Bangkok við notalegt hitastig. Þrjátíu gráðu hiti var ekki til að kvarta yfir og vinkonumar notuðu góða veðrið og skoðuðu borgina. Þórhildur segir að notalegt hafi verið í Taflandi, bæði hreinlegt og fólkið yndislegt. „Hrein- legt og ekki hreinlegt,“ segir hún og bendir á að eftir strætunum hafi spásserað þær stærstu rottur sem hún hafi séð. „Og ekki bara stórar rottur, heldur kakkalakkar sem vom á stærð við rottur. Þeir vom ótrúlegir. Menn vom greinilega vanir þessum skepnum því enginn kippti sér upp við það að þessi óhugnaður skriði við fætur fólks. En við urðum líka vitni að ótrúlegum þrifnaði því oft kom mað- ur til dæmis að þar sem hópur Taí- fyndinga stóð vopnaður skrúbbum og sápu og hamaðist á almenningssíma- klefa eða húsvegg og skrúbbaði þannig að sást í gegn. Þannig hreingemingar sáum við víða en það vom lflca haugar af drullu og skít á stöku stað,“ segir hún og bætir við að í landinu hafi fleira kom- ið á óvart. „Ávextimir þar em engu lflcir. Þar sáum við óteljandi tegundir sem við vissum ekki einu sinni að væm til: Og svo góða að þeir bráðnuðu upp í okk- ur. Við stóðum á ávaxtamarkaðinum og röðuðum ofan í okkur, alltaf nýrri og nýrri tegund. Ég fæ vatn í munn- inn en ég skil ekki hvers vegna þessar framandi tegundir sem ég veit ekki einu sinni nöfnin á em ekki fáanlegar hér. Og ekki nóg með það heldur vom þeir ávextir sem við þekkjum og erum vön hér hreint msl í samanburði við þeirra lostæti. Ananasinn til dæmis sem við fáum hér heima er eins og frauðplast á meðan sá sem við feng- um í þessum löndum var eins og ræktaður í hungangsbúi. Þannig vom allir ávextir, skil ekki hvaðan menn fá það sem þeir selja okkur héma heima," segir Þórhildur, enn með an- anasbragðið í munni. Leið eins og í Paradís í Bangkok vom þær í nokkra daga en héldu síðan út á landsbyggðina og skoðuðu sig um. „Taflendingar em snillingar í matargerð. Allt sem þeir elda er gott, þeir hafa þjónustulund- ina í blóðinu oglandið er fallegt," seg- ir hún og skilur vel hvað vesturlanda- búar em að sækja þangað. Hvarvetna var þeim vel tekið og sumstaðar leið þeim eins og í Paradís. Þannig lágu þær í meira en viku á eyju sem heitir Koh Tao og létu sólina baka sig á daginn og skemmrn sér á kvöldin. „Næsta eyja við heitir Koh Pha Ngan en hún er ffæg fyrir það sem kallað er Fuil moon dance party. Eins og orðin bera með sér er þar mikil gleði þegar tungl er fullt. Mest er um vesturlandabúa sem dansa, drekka, dópa og elska eins og þeir mest mega á meðan á þessu stendur. Eitt heljarinnar reif," segir hún hlæj- andi og játar að það hafi nú dáh'tið kitlað að bregða sér yfir en þær hafi horfið frá því af ýmsum ástæðum. „Já, við skulum ekki útskýra það frekar en við höfðum það meira en gott þar sem við vorum. Úti fyrir Koh Tao kaf- aði ég í fyrsta sinn og það var heilt æv- intýri. Ótrúleg fegurð þama neðan- sjávar, gróðurinn, kóralamir og allar litlu fiskategundimar sem þama lifa í sjónum em litskrúðugri en hægt er að lýsa. Þama niðri er annar heimur," segir hún og augun glampa við til- hugsunina. Verðlag fyrir túrista og heimska túrista En allt gott tekur enda. Þær stöllur vom ekki komnar alla þessa leið til að lifa hóglífi. Þær drifú sig því af stað yfir landærin til Laos Þórhildur útskýrir að um leið og þær vom komnar yfir hafi þær fundið breytingu. „Vegimir, þeir vom alveg hryllilegir. Bæði seinfamir, holóttir og rykugir. Fólkið er ekki eins opið og þar verður maður meira að vera á verði fyrir því að ekki sé svindlað á manni. Það var reyndar ekki aðeins í Laos, heldur einnig í Víetnam og Kambod- íu. í raun em þrjú verð í gangi, eitt fyr- ir heimamenn, annað fyrir túrista og það þriðja fyrir heimska túrista," seg- ir Þórhildur hlæjandi og játar að þær hafi stundum tilheyrt þeim síðast- nefndu. Hún bendir á að þrátt fyrir að þær hafi stundum greitt hæsta verðið hafi það alls ekki verið dýrt þvf þessi lönd séu svo langt fyrir neðan vestræn lönd í verðlagi að þar skilji himinn og haf að. Fyrir Islendinga sem vanir em að greiða hátt verð fyrir hlutina kostar nánast ekki neitt að vera í þessum löndum. „Þrátt fyrir það prúttuðum við alltaf enda ekki með úttroðna vasa af fé í þessu tveggja mánaða ferðalagi okkar. Kosmaðurinn við ferðina var eigi að síður langt undir því sem við gerðum ráð fyrir enda gátum við lítið keypt. Bæði vegna þess að erfitt er að finna fatnað á tröllskessur eins og mig í þessum löndum og svo var ómögu- legt að draslast með meiri farangur en við nauðsynlega þurftum," útskýrir hún og það ætti ekki að vera nokkur vandi að skilja það. Dóp á hverju horni I Laos stöldmðu þær við og skoð- uðu það markverðasta en Þórhildur segir að ef þær hefðu átt að fara á alla þá staði sem þeim þótti áhugavert að skoða væm þær líklega enn í Asíu. Svo margt er að sjá. Og ekki síður að upp- lifa ýmsa þá hluti sem þær aðeins höfðu lesið í bókum, séð í bíómynd- um eða heyrt um annars staðar frá. „Við höfðum ekki verið lengi í Laos þegar okkur var boðið dóp. Það var allstaðar og kostaði „ekki neitt", eða svo gott sem. Bæði kannabis og ópí- um sem otað var framan í okkur. Ég er ekki mjög vel að mér í því hvað ná- kvæmlega þetta allt var en Mklega var ópíuminu umbreytt í heróín. Þeir vom ekkert að fara leynt með þetta. í Kambódíu fengum við okkur til dæm- is pítsu á veitingastað og vorum spurðar hvort ekki mætti bjóða okkur pítsuna „happy"! „Happy, hvað"? spurðum við og komumst fljótt að því að þá strá þeir grasi yfir hana. Við þökkuðum pent, vorum ekki sérlega áfjáðar í hana þannig, enda fréttum við síðar að slflcar pítsur skilja fólk yf- irleitt eftir í allt öðm ástandi en „happy"," segir Þórhildur og hlær. Það væri að æra óstöðugan að ú'- unda allt sem þær Melkorka og Þór- liildur upplifðu í þessari ferð. Holt og bolt mættu þær ekki öðm en vinsam- legu viðmóti. Nokkur landanna em að vinna sig upp úr ýmsum hörm- ungum; stríðum og styrjölduir, fátækt og hungursneyð. Hún nefnir sérstak- lega Kambodíu en þar má sjá menjar skelfilegra tíma víða. „Ógnarstjóm rauðu Kmherana kostaði milljónir Kambódíumanna h'fið og landið log- aði í borgarastyijöldum og skæm- hemaði þar til á síðasta áramg," bendir hún á og þarf ekki að taka fram að enn fer hrollur um margan mann- inn sem þó var víðs fjarri á þeim tíma. Eitt hryllings ævintýri yfir landamærin til Víetnam Þórhildur segir að í gegnum þessi fjögur lönd sem þær heimsóttu hafi þær verið nokkuð ömggar. Þær héldu sig alltaf saman og vom ekki að þvæl- ast þar sem þær vissu að þær hefðu h'tið að gera. „Melkorka var miklu kjarkaðri en ég og það komu þær stundir sem blóðþrýstingur og hjart- sláttur rauk upp úr öllu valdi hjá mér. Meira segja gott betur," segir hún og rifjar upp ferðina yfir landamæri Laos og Víetnam. „Úff, þá var ég nokkuð
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.