Dagblaðið Vísir - DV - 01.10.2005, Blaðsíða 10
10 LAUGARDAGUR 1. OKTÓBER2005
Fréttir DV
Kostir & Gallar
Hannes er skarpgáfaöur
maður og uppfullur afatorku.
Hannes er ofkappsamur í
rökræðum og þykir skorta
félagslega næmni.
„Hannes hefur haft
meiri áhrifá þær já-
kvæðu breytingar sem
orðið hafa á ísiensku
samféiagi á undan-
förnum árum en margan grun-
ar. Hugmyndabarátta hans á ní-
unda áratugnum færðiSjálf-
stæðisflokknum þann grunn
sem hann hefur staðið á siðan.
Þar fyrir utan er Hannes einstak-
iega traustur vinur og með allra
skemmtilegustu mönnum.
Dugnaðurinn erstundum svo
mikill að hann gleymir stund og
stað og getur þá jafnvel virst
hranalegur við þá sem ekki
þekkja hann."
Gísli Martelnn Baldursson, gamall
nemandi Hannesar.
„Hannes er þrældug-
legur kappi og lætur
þannig aila aðra líta
iila útísamanburði,
sem er ókostur frá mín-
um bæjardyrum séð. Hann er
snöggur að hugsa og það er ein-
stakiega gaman að sitja yfir
góðri máltíð með honum. Hann
sér líka hlutina ískemmtilegu
ijósi. En hann er dáldið fljótur
upp og verður mjög pirraður á
mettíma, efþannig liggur á
honum. Hann er ekki mikill
„handyman"."
Rúnar Freyr Gíslason lelkari.
„Það er lifsreynsla út
affyrir sig að kynnast
honum. Það auðgar líf
manns að þekkja
menn eins og hann,
gerir það fjölbreyttara og
skemmtilegra. Hann er klár
drengur og stórskemmtiiegur
þegar sá gállinn er á honum.
Hann er náttúruiega dáldið yfir-
gengitegur og það fer feikiiega
mikið fyrir honum. En þetta er
svo sem ekkertsem hann veit
ekkifyrir."
Gunnar Helgi Kristinsson, prófessor viö
Háskóla Islands.
Hannes Hólmsteinn er fæddur og uppalinn í
Reykjavlk. Hann hefur verið meðal áhrifa-
manna í Sjálfstæðisflokknum og farið mik-
inn í fjölmiðlum. Hann hefur BA-próffrá HÍ/
heimspeki og sögu. Hann hefur líka
doktorspróf frá Oxford-háskóla í stjórn-
málafræði. Nú er hann prófessor viö Hí.
Stjórnarandstöðuþingmennirnir Magnús Þór Hafsteinsson og Lúðvík Bergvinsson
telja að efnahagsmálin muni einkenna fyrstu daga þingsins sem sett verður í dag.
Að auki munu Baugsmál og embætti Ríkislögreglustjóra verða í brennidepli.
Magnús Þór Hafsteinsson
Segirmikinn þrýsting kominn
á kútinn. Hann telur vistað
Baugsmál verði ræddstrax á
fyrstu dögum þingsins.
Lúðvik Bergvinsson Telur
trúlegt að menn munispyrja
Björn Bjarnason út í gagnrýni
sem Rikislögreglustjóri hefur
sætt að undanförnu.
„Það verða örugglega helvítis læti. Það er kominn svo mikill
þrýstingur á kútinn," segir Magnús Þór Hafsteinsson, þingmað-
ur frjálslyndra, í samtali við DV.
í dag hefjast störf Alþingisþennan
veturinn með þingsetningu. A mánu-
dagsmorgun verður svo framhalds-
þingsetning og gengið frá kosningum
í nefndir. Það er ekki fyrr en um há-
degisbil að skýrist hvaða pantanir
þingmenn hafa lagt fram varðandi
utandagskrárumræðu. Víst er að
margir bíða þess spenntir hvort þing-
ið muni ekki taka á hitamáli undan-
farinna daga: Baugsmálinu.
Mogginn sýnir sitt rétta andlit
„Það verður tekið inn með einum
eða öðrum hætti. Það er augljóst. Við
í stjómarandstöðunni höfum reynd-
ar ekkert krúnkað okkur saman um
það í sjálfu sér. Við hjá Fijálslynda
flokknum höfum verið að gera okkur
klára í báta og undirbúið okkar þing-
mál.“
Magnús segist hafa horft á í for-
undran hvemig Morgunblaðið hefur
afhjúpað sjálft sig og tjónkun þess við
Sjálfstæðisflokkinn. „Mogginn hefur
viljað kalla sig málgagn allra lands-
manna. Maður var löngu búinn að
sjá í gegnum það, reyndar. En við
emm guðs lifandi fegin því að koma
hvergi nærri þessu rugli. Enginn hef-
ur sýnt okkur neina tölvupósta. Eða
boðið okkur í mat. Ljóst er að það
þarf að fara að taka til í þessu þjóð-
félagi."
Ógeðslegur og fúll forar-
pyttur
Annar stjómarandstöðuþing-
maður er Lúðvík Bergvinsson hjá
Samfylkingu. Hann telur að efna-
hagsmál muni vitaskuld einkenna
fyrstu daga þingsins; fjárlagaum-
ræða, staða krónunnar og staða .
samkeppnis- og útflutningsgrein- :
anna. „Þessi máf munu verða
dómínerandi og svo held ég að
menn hljóti að spyija dómsmála-
ráðherra um þá gagnrýni sem komið
hefur fram á embætti Ríkislögreglu-
stjóra undanfama daga og vikur. Ég
trúi að það sé mál sem menn
hljóti að taka upp
Þau em
vissu-
lega
margvísleg málin sem nú brenna á
samfélaginu."
Og Magnús tekur í sama streng og
skefur ekki utan af því fremur en fyrri
daginn: „Það
er eitt-
hvað
mikið
að í
þessu
þjóðfélagi. Og við emm sennilega að-
eins að sjá í toppinn á ísjakanum.
Sjáum glitta í ógeðslegan og fúlan
forarpytt," segir Magnús og telur að
ýmislegt meira eigi eftir að koma á
daginn hvað varðar spillingu á
stjómarheimilinu.
jakob@dv.is
Auglýsingasímar DV
eru 550 5833
550 5811 8217514
Netfang okkar er
aualvsinaar@dv.is
Ágúst Ólafur Ágústsson varaformaður Samfylkingarinnar
Vill einkavæða heilbrigðiskerfið
Varaformaður Samfylkingarinnar
vill auka einkarekstur í heilbrigðiskerf-
inu og skipta upp heilbrigðis- og trygg-
ingamálaráðuneytinu. Agúst Ólafur
Ágústsson segir
markmiðið skipta
máli en ekki leiðina.
Guðlaugur Þór Þórð-
arson fagnar því að
vinstrimenn séu að
sjá ljósið.
„Markmiðið með
auknum einkarekstri
Guðlaugur Þór eða rekstri sjálfseign-
Þórðarson arstofnana í heil-
alþingismaður brigðisþjónustu er
að betri þjónusta fáist fyrir sömu eða
minni fjármuni," segir Ágúst Ólafur í
pistli á heimasíðu sinni. Hann bætir við
að hann vilji skipta upp heilbrigðis- og
tryggingamálaráðuneytinu. „Fjár-
mögnun þjónustunnar á að vera á
hendi hins opinbera en rekstur getur
Ágúst Ólafur Ágústsson varaformaður
Samfylkingarinnar Vill færa heilbrigðis-
kerfiö nær lögmálum markaðarins.
verið á vegum einkaaðila."
Skrif Agústs koma í kjölfar niður-
stöðu stefnumörkunarhóps Samfylk-
ingarinnar í heilbrigðismálum. Össur
Skarphéðinsson hóf umræðu um málið
fyrir um tveimur ámm og í kjölfarið fór
stefnumörkunarvinna í gang innan
flokksins. Ljóst er að Samfylkingin vill
ganga lengra í einkarekstri en vinstri-
menn hafa veigrað sér við og er stefna
flokksins orðin áþekk stefnu Sjálfstæð-
isflokksins í þessum efnum.
„Ég fagna því að menn séu að sjá
ljósið í þessum efrium," segir Guðlaug-
ur Þór Þórðarson þingmaður Sjálfstæð-
isflokksins. Hann segir oft hafa verið
uppi hugmyndir um að skipta ráðu-
neytinu upp en menn séu sammála um
að greiða eigi fyrir þjónustu úr opin-
bemm sjóðum. „Það er samt sjálfsagt
að nýta kosti einkareksturs þama eins
og annars staðar. Aðalatriðið er að fólk
fái góða þjónustu óháð efnhag."
f lok greinar sinnar segir Ágúst að ef
farið verði að hugmyndum Samfylk-
inginnar sé hvatt tif spamaðar og hag-
kvæmni. „Rekstrarumhverfi heilbrigð-
isþjónustu [er] fært nær lögmáfum
markaðarins," segir Ágúst Ólafur sem
mun trúlega vinna sér hylli hægrisinn-
aðra afla innan Samfylkingarinnar með
hugmyndum sínum.
simon@dv.is