Dagblaðið Vísir - DV - 01.10.2005, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 01.10.2005, Blaðsíða 8
8 LAUGARDAGUR 1. OKJÓBER 2005 Fréttir DV Vilhjálmur opnar Á morgun klukkan 14 opna stuðningsmenn Vil- hjálms Þ. Vilhjálmssonar, oddvita sjálfstæðismanna í Reykjavík, kosningaskrif- stofu að Suðurlandsbraut 14. Vilhjálmur býður sig fram á móti Gísla Marteini Baldurssyni í fyrsta sæti í prófkjöri sjálfstæðismanna, sem fer fram 4. og 5. nóv- ember. Kjörorð Vilhjálms er Reynsla til forystu en hann flytur ávarp við opnunina. Skattalækkun fyrir skólamat Vegna lítillar þátttöku í matarkaupum í grunnskól- anum í Grindavíkur ætlar bæjarráðið að sleppa nið- urgreiðslum matarins en lækka þess í stað fasteigna- gjöld. Það muni auka ráð- stöfunarfé fólks meira og hjá mun fleirum en niður- greiðsla matarkostnaðar. Minnihluti framsóknar- manna segir hátt verð á matarskömmtunum leiða til lítillar þátttöku í kaupum á máltíðum. „Með því að lækka fasteignagjaldapró- sentuna á næsta ári náum við ekki til þeirra foreldra sem búa í leiguhúsnæði og hafa það einna verst fjár- hagslega," sögðu þeir. Strandir fá ekkert Ef sveitarfélögin í Strandasýslu sameinast í eitt sveitarfélag fá þau ekki eina krónu af 2,3 milljarða framfagi sem Jöfnunarsjóð- ur hefur eyrnamerkt til að veita skuldajöfnunarfram- lag til þeirra sveitarfélaga sem sameinast. Strandir.is hefur eftir Ásdísi Leifsdótt- ur, sveitarstjóra Hólmavík- urhrepps, að samkvæmt útreikningum Jöfnunar- sjóðs fengju hreppirnir í Strandasýslu ekkert: „Svar- ið var 0 kónur. Þessi sveit- arfélög standa bara ekki nógu illa.“ Tilkynnt var um árekstur bifhjóls og tveggja fólksbifreiða í Ártúnsbrekku seinni- partinn í gær. Fjöldi björgunarmanna var sendur á vettvang og voru umferðartafir miklar. Tveir piltar á tvítugsaldri gengust undir aðgerð á slysadeild Landspítala - háskólasjúkrahúss í Fossvogi í gær. Miklar tafir urðu á umferð í kjölfar slyss sem varð í Ártúnsbrekku í gær. Þar lentu saman bifhjól og tvær fólksbifreiðar. Unnið var að því að koma bifhjólinu af veginum og hlúa að þeim slösuðu. Fernt var flutt með sjúkrabifreiðum á slysadeild. Þegar björgunarmenn komu á vettvang voru vegfarendur stumr- andi yfir farþegunum og veittu þeim aðstoð. Tilkynnt var um slysið klukkan 15.43 í gærdag. Slysið varð á háannatíma á Vesturlandsvegi. Margir voru á leið úr vinnu og þurftu að bíða í bifreiðum sínum í töluverða stund áður en umferð var aftur hleypt á. Mikið björgunarlið Fjöldi lögreglubíla var sendur á vettvang ásamt fimm sjúkrabílum og tveimur dælubflum frá Slökkvi- liði höfuðborgarsvæðisins. Sam- kvæmt upplýsingum frá stöðvar- stjóra Slökkviliðs höfuðborgar- svæðisins var ástæðan fyrir fjölda björgunarmanna sú að slökkviliðs- menn voru á leið af æfingu þegar útkallið barst og var því tiltækt lið sent á vettvang. í ljós kom að ekki var þörf á þeim öllum og voru ein- hverjir þeirra sendir niður á stöð, á meðan aðrir lögðu leið sína á slysa- deildina í Fossvogi. Fjöldi lögreglubíla var sendur á vettvang ásamt fimm sjúkrabíl- um og tveimur dælu- bílum frá Slökkviliði höfuðborgarsvæðis- ins. Með próf í einn dag Samkvæmt heimildum DV hafði ökumaður bifhjólsins, nítján ára piltur, verið með mótorhjólapróf í einn dag þegar slysið átti sér stað. Hann, ásamt farþega á hjólinu, slasaðist töluvert og var fluttur á slysadeild. Hjólið rann tugi metra frá þeim stað sem áreksturinn varð og þá mátti sjá skó og hjálma þeirra sem á hjólinu voru, töluvert frá slysstað. Beinbrot, taugaáfall og eymsli í hálsi Femt var flutt á slysadeild eftir áreksturinn. Ökumaður og farþegi bifhjólsins em báðir á tvítugsaldri og vom fluttir með opin beinbrot á slysadeild. f ljós kom að annar þeirra var lærleggsbrotinn og hinn með sköflungsbrot. Þeir fóm í aðgerð í gær en ekki lá ljóst fýrir hvort þeir yrðu lagðir inn eftir hana. Farþegi annarrar bifreiðarinnar kenndi sér eymsla í hálsi og kona á vettvangi fékk taugaáfall. Þau vom einnig flutt á slysadeild. Ekki var búið að bóka slysið nákvæmlega hjá Lögreglunni í Reykjavík en samkvæmt upplýsing- um frá henni virðist hjóhð hafa kast- ast utan í báðar bifreiðarnar. gudmundur@dv.is Magnús Ólafsson vill fyrsta sætið Vill gera Fjörðinn skemmtilegan „Ég vil gera Hafnarfjörð að skemmtilegum bæ, eins og hann var,“ segir Magnús Ólafsson, leikari og prentari. Hann hefur boðið sig fram til fyrsta sætis sjálfstæðis- manna í bæjarstjóm Hafnarfjarðar. Magnúsi þykir Harfnarfjörður hafa glatað gleðinni. „Ég vil koma bænum aftur á kortið eins og ég gerði með Hafnarfjarðarbröndurun- um hérna áður fyrr. Þá fékk bærinn sko athygli. Ég er nú lflca búinn að vera bæjarstjóri í Latabæ svo lengi, Hvað liggur á? þannig að ég er ekk- ert blaut- ur bak við eyrun bæjar- pólitík," segir Magnús sem er þekktur Qölda hlutverka sem hann hefur leikið á sviði og í sjónvarpi um ára- tugaskeið. I Magnús Ólafsson I Ætlar aö koma bæn- um aftur á kortið. „Nú er ég á leiðinni út á flugvöli að sækja Kiri Te Kanava söngkonu, "segir Einar Bárðarson, umboösmaður íslands.J kvöld eru svo tónleikar með Sissel Kyrkjeba og tvennir á morgun. Þannig aðþað er nóg aðgera og ætliég verðiekki að teipa Idolið og horfa áþaðseinna." Framleiðendur myndarinnar Næslands Borgi hóteli reikninginn Enn er tekist á um 100 þúsund króna greiðslu fyrir gistingu sem aðstandendur kvikmyndarinnar Næslands pöntuðu fyrir hóp á Hótel Keflavík. Vill Steinþór Jónsson hótel- stjóri að kvikmyndagerðar- mennirnir greiði eina af þremur gistinóttum sem þeir pöntuðu sumarið 2004 en afbókuðu á síð- ustu stundu. „Við emm bara að fara fram á að þeir borgi fýrstu nóttina. Við teljum það vera eðlilega kröfu, enda lentum við í vandræð- um því við höfðum vísað fólki frá," sagði Steinþór við DV í október í fyrra. Steinþór bætti því við að aðstand- endur Næslands hefðu pantað gist- inguna með fimm daga fýrirvara fýr- ir starfsfólk við tökur á myndinni. Listi með nöfnum gestanna hefði verið sendur hótelinu. Leikstjóri Næslands var Friðrik Þór Friðriksson og framleiðandi var fyrir- tækið Næsland ehf. sem meðal annars var í eigu Þóris Snæs Sigur- jónssonar. Aðalmeðferð í mál- inu var í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær. Bú- ast má við dómi innan fjögurra vikna. ÞórirSnær Sigurjónsson Þórir er einn framleiðenda Næslands sem telja ósann- gjarnt að borga fyrir hótel- gistingu sem ekki var notuð.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.