Dagblaðið Vísir - DV - 01.10.2005, Blaðsíða 50

Dagblaðið Vísir - DV - 01.10.2005, Blaðsíða 50
50 LAUGARDAGUR 1. OKTÓBER 2005 Fréttir 0V Úr bloggheimum Konurog kökur „Já ok já, ég fékk mér hálfa sneið afsúkkulaði- köku áðan. skjótiði mig bara efég kem heim 500 kg útafþessari sneið. en allavega viö berglind fórum I kjólum og hælum á írskan stað og fengum okkur að borða og köku. án þess að þurfa að úegja ykkur það þá vorum við aðal beiburnar á staðnum. Ijóshærðar, há- vaxnar, bláeygar og töluðum rússnesku fyrir þessu liði. við fengum okkur þessa saklausu súkkulaðikökusneið! og já þjónninn mætti bara með þriðju skeið- ina og þóttist vera að fara að fá sér. ég bara fór að hlæja rosalega og þá sagði barþjónninn... oh i see never come between a woman and her cake!" Ragnheiður Ragnarsdóttir - ragga. bioggari.com Um öryggisráðið „...rétt upp höndsem finnst eðlilegt að við eyðum milljörðum i að komast kannski í að- stæður þar sem þjóðir heimsins gætu hugs- anlega hlustað á það sem okkur finnst um öryggi og lýðræði I heiminum - þegarþeir sem þangað ætla hafa ekki einu sinni ákveðna stefnu iþeim mál- um né vitneskju til að móta hana á réttum forsendum - pfff!" Anna Rúna - biog.centrai.is/oend- anlegt. Grimm örlög fiðrildis „Ég sá nefnilega fiðrildi á gólfinu hérí gær og ætlaði að fara að taka það upp og henda út um gluggann þegar ég mætti sam- keppni sem spratt fram •Grndan ofninum. Hlussu- könguló sem á greini- lega heima þar, ásjón hennar fékk mig til þess að hika, en að hika er það sama og tapa, og þegar ég áttaði mig aftur þá var köngsi byrjaður að pakka fiðrildinu inn Isinn sellófón og það á miðju eldhúsgólfinu hjá mér. Mig lang- aði til að garga afgrémju yfir örlögun- um og því að einhver köngulóar-api skuli i alvörunni búa hérna með með í húsinu og ég get ekkert gert því að ég á ekki ryksugu né þor iað halda á henni og henda henni út.En nú er stefnan sett á ryksugu og sjónvarp. Pottþétt «005." Bryndís Björgvinsdóttir - erlendar- frjettir.blogspot.com. Franco verður foringi fasista á Spáni Á þessum degi árið 1936 var Francisco Franco hershöfðingi út- nefndur foringi fasista í uppreisn þeirra gegn ríkisstjóm aiþýðufylking- arinnar á Spáni. Það var þó ekki fyrr en 28. mars árið 1939 sem Franco náði loks að vinna sigur í uppreisninni en hann naut til þess aðstoðar ffá bæði Hitler í Þýskalandi og Mussolini á ítal- íu. Franco tók sér þá einræðisvald yfir Spáni og var nefndur E1 Claudillo, eða Foringinn. Árið 1947 lýsti hann svo Spán einræðisríki og sjálfan sig ríkis- stjóra. Hann ríkti sem einræðisherra allt til dauðadags árið 1975. Þrátt fyrir fasistastjómimar í bæði Þýskalandi og á Ítalíu á tímum síðari heimsstyrjaldarinnar ákvað Franco að Spánn skyldi viðhalda hlutleysi í stríð- inu. Eftir stríðið var hann úthrópaður sem síðasti fasistastjómandinn. Hann var illa þokkaður eftir að síðari heims- styrjöldinni lauk en í Kalda stríðinu tókst honum að rjúfa einangrun lands- ins og gerði vamarsamning við Banda- ríkin árið 1953. í staðinn fyrir að veita Bandarikjamönnum leyfi fyrir herstöð í landinu fékk hann gríðarlega fjár- hagsaðstoð. Á sjötta og sjöunda áratugnum var Francisco Franco Myndin erfrá 1937,en árinu áður höfðu fasistar gert upp- reisn gegn spænsku ríkis- stjórninni. Tveim- ur árum siðarvar hann orðinn ein- ræðisherra. I dag áriö 1981 var ökumönnum og farþegum í framsætum bifreiöa gert skylt aö nota bílbelti. Níu árum síðar náöi bílbeltaskyldan einnig til farþega í aftursæti. stjóm Francos mun frjálsari og lítil sem engin skipulögð andstaða var við stjóm hans utan baskahéraðanna. Árið 1969 útnefndi Franco Jóhann Karl fyrsta sem ríkiserfingja Spánar, en hann var sonur síðasta Spánarkonungs. Þrátt fyrir að hafa heitið því að halda áfram stjóm- unarháttum Francos hóf Jóhann Karl breytingar í lýðræðisátt strax eftir dauða Francos árið 1975. Lesendur DV eru hvattir til að senda okkur tölvupóst á netfangið ritstjorn@dv.is og láta í Ijós skoðanir sínar á málefnum andi stundar. Það er bara allt svo auðvelt í dag tíma hrylla mig mildð. Bankamir og önnur stórfyrirtæki hafa greinilega hreiðrað um sig í nánast hverjum framhaldsskóla hér á landi í þeim tilgangi að lokka unga nemendur, nýkomna með hvolpavit, í viðskipti til sín. íslandsbanki var, mér vitandi, sá sem fyrstur byrjaði að reyna að lokka framhaldsskólanemendur í viðskipti til sín. Með slagorðinu sem Bankarnir úti um allt Stefán Örn er ósáttur við innrás stórfyrirtækja I framhaldsskóla landsins. tröllreið eymm okkar og augum hér fyrir nokkrum árum; „Við gemm næstum allt fyrir námsmenn!" Landsbankinn hefur einnig gert Skiptibókamarkaður Stefán Örn segirað ein af ástæðum þess að fólk hættir i skóla sé skulda- súpan sem það hefur safnað upp. Framhaldsskólaneminn Steíán ömskrifar. Ég er nemandi í framhaldsskóla í Reykjavík og hef eins og margir velt fyrir mér innrás stórfyrirtækja í skól- ana. Þær auglýsingar sem á vegi mínum verða þegar ég er á leið í samning við nemendafélög flestra framhaidsskóla og hinir bankarnir eflaust líka, þó þeir séu ekki eins áberandi. Við vitum að það eina sem þarf fyrir góðan yfirdrátt er sjálfskuldar- ábyrgð. Enginn þarf að ábyrgjast okkur þar sem við emm sjálfráða. Hvað felst í því? Er í lagi að bankam- ir leyfi ungu fólki að sölckva sér í yfir- drátt til þess að það eigi fyrir lífs- nauðsynjum unga fólksins; pening fyrir hádegismat, sígarettum og áfengi. Án þess að ég ætli mér að taka íslandsbanka fyrir þá er hann eins og áður segir sá banki sem byrjaði lokk- unarherferðina að mínu mati. En mér er spurn: Hvað gerir ís- landsbanld þegar við emm sokldn í hyldýpi yfirdráttarlána bankans, bara vegna þess að allt var svo auð- velt í upphafi? Jú, hann sendir okkur inn- heimtukröfur. ICröfur sem verða til þess að við þurfum að hætta í skóla og hella olckur út á vinnumarkaðinn. Finnst fólki skrýtið að mikið er um svokölluð „droppát“ í framhalds- skólum hér á landi. Það er einfald- lega vegna þess að allt er svo auðvelt í dag. Auðvelt að fá sér yfirdráttarlán og auðvelt að hætta í skóla. Væri ekld nær að auglýsa sálfræðimeð- ferðir eða fjármálaráðgjöf óháðra fyrirtækja? Ég skora á skólameistara fram- haldsskóla hér á landi að líta í kring- um sig og gera sér grein fyrir vand- anum. Þetta er á þeirra ábyrgð. Lesendur Steingrímur þarf hjálp Bamanlölngurinn S n eina ferðina flutt sig DV greindi frá þvi á dögunum aö Steingrímur byggi viö Skcljagranda i \ bænum en nú hefur hann hreiöraö um sig á Seltjamamesi, nokkrum hú Mýrarhúsaskóla, grunnskóla bæjarfélagsins. Steingpímup Njálsson fluttup á Seltjarnarnes Steingrímur Njáls- son DV sagði frd því I gær að hann er flutt- ur á Seltjarnarnes. Guðrún hringdi: Ég las frétt í DV í gær um að Stein- grímur Njálsson væri fluttur á Sel- tjamames. Þar áður hafði ég lesið um að hann væri að brýna hnífa á leik- skólum og í ágúst að hann hefði sést á vappi í Vesturbænum. Mér blöskrar aðgerðaleysi yfirvalda í málum Stein- Lesendur gríms. I hvert sinn sem hann fer á stjá er uggur í foreldrum, sem er ekki skrýtið. Það sem ég vil meina er að maðurinn er sjúkur og það er ástæðan fyrir því að foreldrar óttast hann. Hann þarf hjálp og á ekki að vera hér og þar á vappi í Reykjavík. Af hveiju hafa yfirvöld ekki gert neitt í hans málum sem gæti gert hann að betri manni? Miðað við brotaferil sem margoft hefur komið fram þá finnst mér að einhver ætti að taka til hend- inni og veita honum aðstoð. Bersýni- lega er þörf á því, en það er eins og málefni hans séu alltaf þögguð niður. Við vitum hvemig farið er með Aron Pálma í Bandaríkjunum. Fyrir eitthvað sem myndi teljast til kjána- skaps lítils drengs er hann auglýstur í hverfinu sínu af yfirvöldum og hefur sennilega setið af sér helming þess sem Steingrímur hefur gert um æv- ina. Aðgerða er þörf! Semur vinjettur til að róa lýðinn Bjórmenning Á skemmtistað erhaldin bjórhátíð þar sem breiðskjáir á veggjum sýna poppmyndbönd og tónlistin yfirgnæfir skvaldrið á staðnum. Unga fólkið er kátt og drekkur að víkinga sið um leið og það horfir á myndirnar eða dansar úti á gólfinu með glös I hendi. Nú er stuð og nóg af bjór og allt þarfað gerast í einu. Einum úr hópnum leiðist en tekur til sinna ráða sér til skemmtunar með því að henda á gólfið hverju bjórglasinu á fætur öðru eftir að hafa drukkið úrþví. Að endingu eru glerbrotin íþúsundavís dreifð um dansgólfið þegar gestirniryfirgefa staðinn seint og síðar meir. Eigandinn nær sökudólgnum og spyr um ástæðu þessarar ruddalegu hegðunar. Hann svarar um hæl: Það er svo gaman að heyra glösin brotna. Eftír Ármann Reynisson „Það væri stórsnjöll hugmynd fyrir fólk að hvíla sig frá Baugsmál- inu og koma á vinjettulestur," seg- ir Ármann Reynisson, athafna- maður og rithöfundur. Hann hefur fengið fjöldann allan af heldra fólld, eins og hann orðar það, til að lesa upp skáldskap hans í bóka- búðinni Iðu við Lækjargötu milli 13 og 17 í dag. „Sú sagnahefð sem kallast vinjettur kemur upphaflega frá Frakklandi og byrjaði á 17. öld. Ég byijaði að skrifa þetta fyrir um fimm árum síðan og það braust eiginlega út úr mér mjög óvænt. Vinjettur eru nokk- urs konar skyndimyndir sem opna augu lesandans stundum að heilli skáldsögu. Orðið þýðir vínviður og vafningar vínviðarins, sem er lýsir ljóð- rænt hvernig skáldskapurinn er. Á heimasíðunni minni eru brot af vinjettum sem ég hef skrifað. Núna er ég kominn með um 3000 áskrifendur að bókunum mínum og ég fæ fyrir- spurnir frá öllum hornum heimsins. Eg vil að fólk kynnist þessari sagnahefð og vinjettudagurinn er einmitt ætlaður til þess,“ segirÁrmann. armannr.com. Hann mun halda vinjettudag hátiðlegan í dag.__________
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.