Dagblaðið Vísir - DV - 01.10.2005, Page 12

Dagblaðið Vísir - DV - 01.10.2005, Page 12
72 LAUGARDAGUR I. OKTÓBER 2005 Fréttir DV Deilt um Hafíssetur Koma á upp hafíssetri á Blönduósi. Hyggst bærinn koma setrinu á fót í sam- vinnu við Þór Jakobsson veðurfræðing og Björn G. Björnsson sýningarstjóra. Einnig á að reyna að fá Veðurstofuna til samstarfs. I athugun er að fá svokallað Hillebrandtshús í bænum undi hafíssetrið. Bæjarfull- trúar minnihluta Á-listans segjast frekar vilja verja fénu í sundlaugargarð og sparkvöll við grunnskól- ann. Sama gildi um fé sem verja eigi til að kaupa verk- ið Veðurspámanninn eftir Ásmund Sveinsson. Sæbraut verður tignarlegri Gata í Stykkishólmi sem til þessa hefur borið nafnið Sæbraut fær hugsanlega mun tignar- legra nafn. Bæjarráð Stykkishólmsbæjar hefur tekið jákvætt f tillögu Davfðs Sveinssonar bæjarfulltrúa um að Sæbraut heiti framvegis Súgandiseyj argat a. Skipulagsnefnd bæjarins var falið að velta málinu fyrir sér. Skólaakstur í ólagi Misbrestur er sagður hafa orðið á framkvæmd skóla- aksturs á Stokkseyri og Eyrar- bakka. Víglundur Guðmundsson á Eyrar- bakka sendi sveitarfélaginu Árborg bréf vegna þess. Bæjarráðið brást við með því að fela framkvæmda- stjóra fjölskyldumiðstöðvar bæjarins og verkefnisstjóra fræðslumála að ganga eftir því við verktakann að skólaakstrinum sé hagað í samræmi við samninga. Einnig á að athuga með staðsetningu biðskýla á Eyrarbakka og Stokkseyri. „Ég er að smala í Stíflisdal," sagði Jóhannes Sveinbjörns- son, sauðfjárbóndi á Heiðar- bæ í Þingvallasveit, um hádeg- isbilið í gær. í bakgrunni mátti heyra hest- Landsíminn ana frísa og smalamenn hóa. „Þetta gengur bara vel. Veðrið smalar eiginlega fyrir okkur. Það eru að minnsta kosti tíu metrar á sekúndu og snjór niður í miöjar hlíöar og það auðveldar smalamennskuna. Þetta erseinni leit þannig að við erum bara að ná í það sem var eftir síðast. Við drögum svo féð í sundur á eftir I Stíflisdals- rétt og svo ferhver til síns heima." Athafnakonan Jónína Benediktsdottir fékk Sýslumanninn í Reykjavík til að gera upptæka tölvupósta frá henni sem Fréttablaðið hafði undir höndum. Sýslumaður gerði áhlaup á ritstjórnarskrifstofur Fréttablaðsins í gær og eftir dramatískan fund lét Sigurjón M. Egilsson, fréttaritstjóri Fréttablaðs- ins, tölvupóstana af hendi. IÍS^IhM ■. ■ ■ I Fundað í glerbúrinu Hópur I fréttamanna frá öllum helstu I miðlum landsins fylgdist með I fundinum i gxr. ■■■■■■"/. . ■ FRÉTTABLAÐIÐ 800 þusund íyrir anum varð I Jónína Bene- I diktsdóttir J Borgaði 800 I þúsund fyrir I lögbannið. Fréttablaðið afhenti fulltrúum Sýslumannsins í Reykjavík hina umdeildu tölvupósta Jónínu Benediktsdóttur sem sett hafa samfélagið á annan endan. Jónína þurfti að reiða fram átta hundruð þúsund krónur í tryggingu tii að lögbannið næði fram að ganga. Áhláup Sýslumannsins í Reykja- | ~ vík minnti helst á atriði úr banda- rískum framhaldsmyndaflokki. Fulltrúar sýslumanns mættu í svörtum jakkafötum, stííþressaðir og flottir og héldu fund með Gunn- ari Smára Egilssyni, forstjóra 365, og Sigurjóni, bróður hans og ffétta- ritstjóra Fréttablaðsins, ásamt lög- fræðingum málsaðila í glerbúri við anddyri Fréttablaðsins. Múgur og margmenni hópaðist að; frétta- menn flestra miðla ásamt starfs- mönnum í Skaftahlíðinni sem vissu vart hvaðan á sig stóð veðrið. Á end- Hróbjartur Jónatansson og Sigurjón M. Egilsson Hróbjartursegir upphæðina fyrir lögbannið ekki háa. öllum ljóst að tölvupóstarnir væm komnir í hendur hins opinbera. Að Jónína Benediktsdóttir hefði náð sínu fram. Fundað í glerbúri Hróbjartur Jónatansson, lög- maður Jónínu, sat fundinn í gler- búrinu. Fundinn sem stóð yfir í ein- ar þijátíu langar mínútur. Hann staðfestir við DV að Jónína, um- bjóðandi hans, hafi þurft að reiða fram átta hundmð þúsund krónur í tryggingu fyrir lögbannskröfunni. „Lögbannsþolinn getur átt rétt á bótum ef lögbanninu verður I Fljót á brott Fulltrúarnirgengu | hratt að fundi loknum. Morgunblaðið myndar Ljósmyndari frá Mogganum tók myndir afáhlaupinu. hnekkt. Sýslumaður ákveður sjálfur hve há tryggingin þarf að vera. í þessu tilviki vom það 800 þúsund krónur," segir Hróbjartur. Hann segir erfitt að meta meint tjón Fréttablaðsins þar sem blaðið sé ekki selt heldur gefið. Hróbjartur segir: „Eftir atvikum farrnst mér þetta frekar há trygg- ing." Neita að gefa upplýsingar Sýslumaðurinn í Reykjavík hef- ur á árinu fengið 26 beiðnir um lög- banns- eða kyrrsetningaraðgerðir. ÞuríðurÁmadóttir, deildarstjóri hjá sýslumannsembættinu, neitaði þó að gefa upp hve mörgum af þeim beiðnum hefði verið framfýlgt. Hún neitaði einnig að gefa upp hve háar tryggingafjárhæðirnar voru í þeim málum en samkvæmt heimildum DV skipta tryggingafjárhæðirnar oftast milljónum. Léttur fundur Lögmenn Fréttablaðsins munu Sigríður Dögg Auðunsdóttir blaða- maður Skrifaði hinar umdeildu fréttir en sat fyrir utan fundinn örlagaríka. reyna að fá lögbanninu hnekkt. Staðfestingarmál verður höfðað eftir viku. Sigurjón M. Egilsson, fréttaritstjóri blaðsins, var þó ekki þungur á brún eftir fundinn í gær. Sagði andrúmsloftið hafa verið létt þó allra augu beindust að glerbúr- inu þar sem margir töldu að enn ein atlagan að ritstjórnarlegu frelsi væri háð. „Þetta var bara gott. Það er alltaf gaman að hitta Hróbjart enda höfum við þekkst í ijölda ára," sagði Sigurjön. Spurður hvort mannfjöldinn á göngunum hefði virkað þrúgandi á fundarmenn sagði Sigurjón: „Nei, þetta er fólkið sem ég starfa með og það er gaman að sjá að íslenskir ijölmiðlar em á tánum." Stjórn Blaðamannafélags ís- lands sendi frá sér ályktun seinni- partinn í gær. Aðgerðum sýslu- manns var mótmælt og þær sagðar atlaga gegn vemd blaðamanna við heimildarmenn. simon@dv.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.