Dagblaðið Vísir - DV - 28.10.2005, Side 13

Dagblaðið Vísir - DV - 28.10.2005, Side 13
• "'FÖSTUD'AG UR 28. OKTÓBER2005 13 J>\ Fréttir Dómur þyngdur í gær þyngdi Hæstiréttur dóm yfir Þorvaldi Magnús- syni en hann braust í félagi við annan mann inn í flug- stöð Flugfélags íslands þann sautjánda maí 2004. Héraðs- dómur dæmdi Þorvald í tíu mánaða fangelsi en félaga hans í tólf. Þorvaidur ákvað að una ekki dómnum og áfirýjaði til Hæstaréttar. Þar var dómurinn hins vegar þyngdur í fjórtán mánuði. Auk þess þarf Þorvaldur að greiða allan sakarkostnað í málinu, samtals tæplega fjögui' hundruð þúsund. Meðal þess sem Þorvaldur rændi voru tölvuskjáir og önnur verðmæti. Rændi ræstitækni Þegar Þorvaldur braust inn í flugstöðina var hún ekki mannlaus. Ræstitæknir var þar við vinnu. Þorvaldur og félagi hans tóku hann í gíslingu. Þeir héldu honum nauðugum í flugstöðinni í um klukkustund áður þeir settu hann upp í bíl og óku honum í HjaUasel, þar sem honum var sleppt. Að sögn ræstitæknisins ógnuðu Þor- valdur og félagi hans honum með brauðhníf. Þorvaldur viðurkenndi fyrir rétti að hann hafl notað hníflnn til að leggja áherslu á orð sín. Koma kolleg- um til hjálpar í gær lýstu aðildarfélög innan Starfsgreinasam- bands íslands og Samiðnar sig reiðubúin til að gera allt sem í þeirra valdi stendur til að liðka fyrir málum erlendra starfsmanna starfsmanna- leigunnar 2b. Vinnumála- stofnun synj- aði í fyrradag 2b, sem er í eigu Eiðs Ei- ríks Bald- vinssonar, um atvinnuleyfi fyrir 36 Pólverja, sem hafa verið við störf hjá ýmsum fyrirtækjum. Félögin ætla að beita sér fyrir því að Pól- verjarnir fái atvinnuleyfi hjá þeim fyrirtækjum sem þeir starfa hjá eða öðrum. Þjóðaröryggisráðgjafi Bandaríkjánna, Stephen H sem ákvörðunaraðili um framtíð varnarliðsins á í sinni og nýtir hvert einasta tækifæri sem ho: 11 ■ • • varnar iðio Stephen Hadley, þjóðaröryggisráðgjafi Bandaríkjanna, hefur yf- irumsjón með viðræðum Bandaríkjastjórnar við íslendinga um framtíð vamarliðsins á Keflavíkurflugvelli. Hann er umdeildur í Hvíta húsinu og ísland er neðst á lista hans yfir mikilvæg lönd. A sama tíma og íslensk stjórn- völd standa í samningavið ræðum við bandarísk stjómvöld um framtíð vamarliðsins vantar Bandaríkjamenn sár- lega peninga. Viðvera bandaríska hersins á íslandi kostar skild- inginn. Á ári hverju eyðir bandaríski herinn um 250 milljónum doll ara eða rúmum 15 millj örðum íslenskra króna í rekst- ur- Keflavíkurflugvallar. Það eina sem þeir greiða ekki em laun flug- umferðarstjóra og viðhald ILS-að- flugskerflsins. Vantar meiri pening Núna er komið að því að Bandaríkjamenn vilja að íslensk stjómvöld taki þátt í kostnaðinum á rekstri flugvallarins. Þá vantar peninga til að reka stríðið í írak. Stríðið sem Hadley bjó til. Ferill Hadleys hófst árið 1972 er hann starfaði fyrir stjórn Richards Nixons. Síðan þá hefur hann unnið sig upp metorðastigann en hann tók við af Condoleezzu Rice sem þjóðarör- yggisráðgjafi. Ferill Robert Loftis Hadleyertalinn llklegurtil þess að stjórna hon- um eins og strengjabrúðu. hans er þó langt frá því að vera glæsileg- ur. Loftis ætlar á næsta fund „Ég mun halda áfram að leiða samningaviðræðurnar. Ég fór á síðasta fund og ætla mér að fara á þann næsta," sagði Robert Loftis, formaður samninganefiidar Bandaríkjanna, á skrifstofu sinni í Washington í samtali við DV í gær. Þegar DV hafði samband við Hvíta húsið tók talsmaður þess undir orð Loftis. F.n þó hann sé er- indreki stjómarinnar við samn- ingaborðið er Hadley yfirmaður hans og er líklegur til að stjóma samningaviðræðunum í gegnum undirmann sinn. Bjó til klíku sem bjargaði Bush Stephen Hadley er í innsta hring valdaklíku Bush Bandarikja- forseta. Þegar Bush bauð sig frarn til forseta Bandaríkjanna árið 2000 fór Stephen HacÚey fyrir hópi manna, sem talinn er hafa tryggt honum embættið. Hópurinn kallaði sig „Vulcans" og var samansettur af helstu ráð- gjöfum Bandaríkjanna á sviði ut- anríkismála. Þar vom nöfn á borð við Condoleezza Rice, Colin Powell, Dick Cheney, Donald Rumsfeld og Paul Wolfowitz. Þegar sigurinn var í höfn fengu allir í „Vulcans" vænar stöður innan Bandaríkjastjórnar. Stephen orsakaði Íraksstríðið Hadley elskar stríð enda er hann er nátengdur innrás Banda- ríkjamanna í Irak. Á þeim tíma starfaði hann sem aðstoðarmaður Condoleezzu Rice, þáverandi þjóðaröryggisráðgjafa. Hann kom þeim upplýsingum til Bush að írak væri að reyna að kaupa úran af Ní- ger. Rice óð með það í forsetann sem nýtti hvert einasta tækifæri til þess að nota upplýsingarnar sem eina af aðalástæðunum fyrir innrás Bandaríkjamanna í Irak. Þær upplýsingar vom rangar. Samkvæmt Washington Post sagði framkvæmdastjóri CIA, George Tenet, Hadley að ekki væm til sannanir um úrankaup íraka. Að þetta væm kjaftasögur og að for- setinn ætti eldd að nýta sér upplýs- ingamar. „Ég hefði átt að muna eft- ir því að deilt væri um upplýsing- amar um úranið," sagði Hadley seinna skömmustulegur. Tengdi írak við 11/9 Sögumar um úrankaup fraka em ekki einu upplýsingarnar sem Hadley hefur átt við. Hann var helsti talsmaður þeirrar hugmynd- ar að Mohamed Atta, einn af aðal- flugræningjunum 11. september, hafi hitt írakskan leyniþjónustu- mann í Tékklandi nokkmm mán- uðum fýrir árásimar. Til þess að skapa tengsl á milli fraks og 11/9 vann Hadley ásamt Dick Cheney varaforseta kerfisbundið að því að koma þessum upplýsingum að stjórnvöldum og afmenningi. Nú virðist hins vegar sem næsta mál á dagskrá Hadleys sé að gera út um mál vamarliðsins á Keflavíkur- flugvelli og er því án efa frekari tíð- inda að vænta frá samningaborðinu. atli@dv.is ÁSKRIFT: 515 6100 | WWW.ST002.IS I SKÍFAN | OG VODAFONE ISLENSKSNILLD Stelpumar í leikstjórn Óskars Jónassonar laugardaga kl. 20

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.