Símablaðið

Årgang
Hovedpublikation:

Símablaðið - 01.12.1953, Side 31

Símablaðið - 01.12.1953, Side 31
SIMABLAÐIÐ 37 Lora Á árum síðustu heimsstyrjaldar, þegar brezka setuliðið dvaldi á íslandi, reisti það hina svonefndu Loranstöð á Reynisfjalli við Vík. Stöð þessi, og hennar hlutverk í þeim hildarleik er þá var háður, var skiljanlega algjört hernaðarleyndarmál þeirra er nuti;. Svo er það að stríði loknu, eða nánar til- tekið í ársbyrjun 1947, að þetta kerfi og um- rædd stöð er tekin í þágu alþjóðaflugsam- gangna. Taka þá íslenzk stjórnarvöld að séi rekstur stöðvarinnar. En íslenzkt starfslið við hinum dagleg'u gæzlustörfum þar. Starfsliðið, sem tók þá í upphafi við af Bretum, voru þrettán menn, auk stöðvar- stjóra. Störfum var þannig skipt, að vaktir eru fjórskiptar. Upphaflega voru þrír menn á vöktum, og þá alls 12 menn, sem stóðu vaktir. Auk þess einn viðgerðamaður, og svo stöðv- arstjórinn. Samtals 14 manna starfslið, sem brezku gæzlumennirnir, sem íslendingar tóku við af, töldu allt of lítið, enda sögðu þeir, að Islendingar myndu ekki reka þessa stöð svo í lagi væri, með svo fáum mönnum. Þeir höfðu lika vanizt því að vera 8 á vakt í senn. Ekki reyndust þó þær hrakspár hafa við rök að styðjast. Enda ekki árið liðið, er ráða- mönnunum íslenzku sýndist að hér væri um ofrausn að ræða í mannahald.. og fyrirskip- uðu að fækka um einn mann af hverri vakt. Samtals 4 menn, sem var og gert, og reynsl- an sýnt að blessast hefur vel. Siðan hefur verið og er enn 10 manna starfslið við Lor- anstöðina. Upphaflega lieyrði rekstur þess- arar stöðvar undir flugmálin, eða þá menn, sem um þau mál fjalla, en um áramót 1950 og ’51 var því breyttt, og rekstur stöðvarmn- ar algjörlega fluttur undir yfirráð Lardssím- ans. Jafnframt fór fram nokkur breyting á starfsliði, en þó ekki tölu starfsmanna. Þeim var búið að fækka áður. Eitt er það, sem ég hygg að ráðamenn umræddrar stöðvar hafi ekki gert sér ljóst, nstöðin á Reynisfjaiti og gjarnan ckki ástæða til. En það er aðstað- an við vaktaskiptin. Vaktir hafa yfirleitt ver- ið staðnar i 24 tíma. Þannig fara þá aðeins vaktaskiptti fram klukkan 1 eftir hádegi. -—■ Geta menn þá borðað sinn hádegismat áður en á vakt er haldið. Eitt sinn var þó fyrirskipað að staðnar skyldu hér 12 tíma vaktir, sem og framkvæmt var. Reyndist það fyrirkomulag vissulega vel yfir hásumarið, eða á meðan að dagur er sem lengstur. Með því fyrirkomulagi urðu vaktaskipti að fara fram kvölds og morguns. Var þá skipt klukkan 9 að morgni og 9 að kvöldi. Það þýddi, að eftir að hausta tók og yfir veturinn urðu vaktaskipti að fara fram i svarta myrkri að kvöldinu. Auk þess kann- ske oft og einatt stórhrið eða blindbilur, eins og gengur, þar sem allra veðra er von. Þar aðauki á þeim tíma árs skiljanlega oft ófært á bíl upp á Reynisfjall, vikum og stund- um mánuðum saman. En að ganga í ófærð og ofsaveðri neðan úr Vík og upp i Loran- stöð, tekur nokkuð á annan klukkutima. Og þeir eru orðnir margir klukluitímarnir, sem starfsmenn Loranstöðvarinnar eru búnir að hnoðast þá leið i vondri færð og illviðrum án þess að hafa fengið eyrir fyrir, að ég bezt veit. En að fara að og frá stöðinni i svarta myrkri, ofsaroki og hrið, er siður en svo árennilegt, þegar þess er gætL að í noklsurra metra fjarlægð út frá stöðvarhúsinu er um þverhnift hengiflug að ræða á þrjá vegu. Enda var fljótlega horfið frá þvi ráði að vaktaskipti færu fram að kvöldinu, og verð- ur að sjálfsögðu ekki tekið upp aftur, að minnsta kosti yfir veturinn, þvi að þótt um hábjartan dag sé að ræða, hefur það ekki ó- sjaldan reynzt fullerfitt að komastt að og frá Loranstöðinni. Komið hefur fyrir oftar en einu sinni, að menn hafa skriðið á köflum, og' hefur vart ætlað að hrökkva til. En þeir, sem hafa oft og einatt verið með

x

Símablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Símablaðið
https://timarit.is/publication/1720

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.