Símablaðið

Árgangur
Aðalrit:

Símablaðið - 01.12.1953, Blaðsíða 31

Símablaðið - 01.12.1953, Blaðsíða 31
SIMABLAÐIÐ 37 Lora Á árum síðustu heimsstyrjaldar, þegar brezka setuliðið dvaldi á íslandi, reisti það hina svonefndu Loranstöð á Reynisfjalli við Vík. Stöð þessi, og hennar hlutverk í þeim hildarleik er þá var háður, var skiljanlega algjört hernaðarleyndarmál þeirra er nuti;. Svo er það að stríði loknu, eða nánar til- tekið í ársbyrjun 1947, að þetta kerfi og um- rædd stöð er tekin í þágu alþjóðaflugsam- gangna. Taka þá íslenzk stjórnarvöld að séi rekstur stöðvarinnar. En íslenzkt starfslið við hinum dagleg'u gæzlustörfum þar. Starfsliðið, sem tók þá í upphafi við af Bretum, voru þrettán menn, auk stöðvar- stjóra. Störfum var þannig skipt, að vaktir eru fjórskiptar. Upphaflega voru þrír menn á vöktum, og þá alls 12 menn, sem stóðu vaktir. Auk þess einn viðgerðamaður, og svo stöðv- arstjórinn. Samtals 14 manna starfslið, sem brezku gæzlumennirnir, sem íslendingar tóku við af, töldu allt of lítið, enda sögðu þeir, að Islendingar myndu ekki reka þessa stöð svo í lagi væri, með svo fáum mönnum. Þeir höfðu lika vanizt því að vera 8 á vakt í senn. Ekki reyndust þó þær hrakspár hafa við rök að styðjast. Enda ekki árið liðið, er ráða- mönnunum íslenzku sýndist að hér væri um ofrausn að ræða í mannahald.. og fyrirskip- uðu að fækka um einn mann af hverri vakt. Samtals 4 menn, sem var og gert, og reynsl- an sýnt að blessast hefur vel. Siðan hefur verið og er enn 10 manna starfslið við Lor- anstöðina. Upphaflega lieyrði rekstur þess- arar stöðvar undir flugmálin, eða þá menn, sem um þau mál fjalla, en um áramót 1950 og ’51 var því breyttt, og rekstur stöðvarmn- ar algjörlega fluttur undir yfirráð Lardssím- ans. Jafnframt fór fram nokkur breyting á starfsliði, en þó ekki tölu starfsmanna. Þeim var búið að fækka áður. Eitt er það, sem ég hygg að ráðamenn umræddrar stöðvar hafi ekki gert sér ljóst, nstöðin á Reynisfjaiti og gjarnan ckki ástæða til. En það er aðstað- an við vaktaskiptin. Vaktir hafa yfirleitt ver- ið staðnar i 24 tíma. Þannig fara þá aðeins vaktaskiptti fram klukkan 1 eftir hádegi. -—■ Geta menn þá borðað sinn hádegismat áður en á vakt er haldið. Eitt sinn var þó fyrirskipað að staðnar skyldu hér 12 tíma vaktir, sem og framkvæmt var. Reyndist það fyrirkomulag vissulega vel yfir hásumarið, eða á meðan að dagur er sem lengstur. Með því fyrirkomulagi urðu vaktaskipti að fara fram kvölds og morguns. Var þá skipt klukkan 9 að morgni og 9 að kvöldi. Það þýddi, að eftir að hausta tók og yfir veturinn urðu vaktaskipti að fara fram i svarta myrkri að kvöldinu. Auk þess kann- ske oft og einatt stórhrið eða blindbilur, eins og gengur, þar sem allra veðra er von. Þar aðauki á þeim tíma árs skiljanlega oft ófært á bíl upp á Reynisfjall, vikum og stund- um mánuðum saman. En að ganga í ófærð og ofsaveðri neðan úr Vík og upp i Loran- stöð, tekur nokkuð á annan klukkutima. Og þeir eru orðnir margir klukluitímarnir, sem starfsmenn Loranstöðvarinnar eru búnir að hnoðast þá leið i vondri færð og illviðrum án þess að hafa fengið eyrir fyrir, að ég bezt veit. En að fara að og frá stöðinni i svarta myrkri, ofsaroki og hrið, er siður en svo árennilegt, þegar þess er gætL að í noklsurra metra fjarlægð út frá stöðvarhúsinu er um þverhnift hengiflug að ræða á þrjá vegu. Enda var fljótlega horfið frá þvi ráði að vaktaskipti færu fram að kvöldinu, og verð- ur að sjálfsögðu ekki tekið upp aftur, að minnsta kosti yfir veturinn, þvi að þótt um hábjartan dag sé að ræða, hefur það ekki ó- sjaldan reynzt fullerfitt að komastt að og frá Loranstöðinni. Komið hefur fyrir oftar en einu sinni, að menn hafa skriðið á köflum, og' hefur vart ætlað að hrökkva til. En þeir, sem hafa oft og einatt verið með
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Símablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Símablaðið
https://timarit.is/publication/1720

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.