Símablaðið

Årgang
Hovedpublikation:

Símablaðið - 01.01.1960, Side 13

Símablaðið - 01.01.1960, Side 13
Þá hafa frávikningar ekki verið ræddar í ráðinu, þótt til þeirra hafi komið og er hér tvímælalaust um reglugerðar- brot að ræða. Skiptir engu í þessu sambandi hvort póst- og símamálastjóri eða ráðherra víkur starfsmanni úr stöðu. Frávikningu ber að ræða í starfsmannaráði undantekn- ingarlaust. I næsta blaði verð- ur vikið að öðrum meginþætti í hlutverki starfsmannaráðs, er fjallar um hag og rekstur landssímans, og í því sam- bandi minnst á öryggismálin í stofnuninni og geymslu verð- mæta, en þau mál eru nú mik- ið rædd, svo sem kunnugt er ★ Seiaitnis n n p&is' tneð Samþykktir síðasta landsfundar færðu stjórn félagsins mörg viðfangsefni, og sem ekki verða öll leyst í einni svipan. Hafa ýms þeirra verið rædd í starfsmannaráði og munu á næstunni verða rædd við póst- og símamálastjóra. Er endurskoðun starfsmannareglnanna þar efst á baugi, — og er unnið að samstarfi F.Í.S. og símastjórnarinnar. Hefur félagsráð kosið nefnd til að vinna að málinu, —- og auk þess falið framkvæmdastjórn að skipa tvo menn til væntanlegs samstarfs við fulltrúa frá símastjórninni. Unnnið hefur verið að afnámi verkfallslaganna frægu, samkv. samþykkt Landsfundar og aðalfundar. Á Alþingi hefur nú verið borið fram frumvarp þess efnis, þó ekki af formanni B.S.R.B., eins og til stóð, og með flutningsmönnum úr öllum flokkum, sem vænlegast hefði verið til sigurs, — heldur tóku sig til 3 þingmenn úr einum stjórnmálaflokki án beiðni réttra aðila þar um, — og fluttu frumvarpið — því miður — áður en séð varð hvort formanni B.S.R.B. tækist að fá flutningsmenn úr öllum flokkum. Hafnar hafa verið viðræður um möguleika á stofnun framhaldsskóla í tæknimenntun, í sambandi við samþ. Landsfundar. Er það álit þeirra, er þar bera bezt skyn á, — að símastofnunin ein hafi ekki tök á að hrinda því máli í framkvæmd. Mun nú unnið að því að koma þar á samtökum fleiri stofnana og stétta. Fjöldi smærri mála, sem snerta aðallega einstakar deildir fél. eða starfshópa, eru á döfinni, en mörg þeirra eru þess eðlis, að tíma tekur að vinna að þeim og má þar einkum kenna vinnubrögðum þeim, sem enn eru á meðferð þessara mála, meðan enginn einn aðili tekur þau öll í sínar hendur, föstum tökum, og losar stofnunina við þá tímaeyðslu, sem þau nú kosta hana, Framh. ábls. 9. Fyrir nokkru héldu tíu Frakkar inn í fortíðina, — lifðu lífinu, eins og forfeður okkar gerðu, áður en sögur hófust. Þeir höfðu ásett sér að dvelja á eyðistað upp til fjalla í þrjár vikur og lifa á þvi, sem þeir gátu aflað með ber- um höndunum. Eldinn kveiktu þeir með hrafntinnu, og mat- inn steiktu þeir á steinhellu. En eitt þægindi gátu þeir þó ekki neitað sér um, en það var talsamband við „nútím- ann“. Þessi hópur manna hafði það að markmiði að rannsaka viðbrögð mannlegs líkama við frumstæðustu skilyrði, og símasambandið var ekki til einskis: „Fornaldarmennirn- ir“ urðu sem sé að nota það til að biðja um að sækja sig áður en vikurnar þrjár voru liðnar. —• Þeir héldu ekki lengur út í forneskjunni. Gagnsemi simans. Nemandi, sem átti að skrifa stíl um þau þægindi, er fylgdu því að hafa síma, komst svo að orði: Síminn er ákaflega nytsamur, t. d. ef húsið þitt brennur, þá getur þú notað símann og hringt til vátrygg- ingarfélagsins. SÍMABLAÐIÐ

x

Símablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Símablaðið
https://timarit.is/publication/1720

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.