Símablaðið

Volume
Main publication:

Símablaðið - 01.01.1960, Page 14

Símablaðið - 01.01.1960, Page 14
Ólafiir Gunnarsson. „IMæstum því KLIJBBURIIM M“ Hefurðu heyrt um ofan- greindan klúbb, eða ertu kannske meðlimur? Hver er svo þessi klúbbur? Jú, hann er einhver dapurlegasti og fá- nýtasti af öllum klúbbum í þjóðfélaginu, og það þarf ekki að leita langt til að finna með- limi. Níu af hverjum tíu, sem við mætum á götu, eru klúbb- meðlimir. Félagatala þessa klúbbs samanstendur af þeim, sem aldrei virðast ná settu marki, þeim sem viðleitnin virðist ekki heppnast — en næstum því. Hvernig er með þig? Kemur það fyrir að þú andvarpir yf- ir vissum tegundum fram- kvæmda, sem þér finnst þú ÓL/ur Q unnciróóon, óaifrœ ócnffur: HÆFNIPRÓF of/ rut í tritnnðnrsíiiður Þegar ritstjóri Símablaðsins bað mig að skrifa grein um þetta efni, var mér strax ljóst, að hér var mér falið að fjalla um mál, sem varðar hverja þjóð mjög mikið. í rauninni er verið að spyrja um það, hvort til séu leiðir til þess að koma í veg fyrir, að miður hæfir menn hljóti trúnaðarstörf í þjóðfélaginu. Ég skal þá fyrst skýra í stuttu máli eðli hæfniprófa al- mennt, Eins og nafnið bendir til, eru hæfnipróf notuð til þess að kanna áskapaða hæfileika manna, ekki þekkingu þeirra. Þau eru aðallega notuð í tvenns konar tilgangi: 1) Til þess að leiðbeina unglingum, sem ekki eru ráðnir í hvað gera skuli að ævistarfi og óska eftir athugun á hæfileikum sínum í því sambandi. 2) Til þess að velja hæfustu umsækjendur úr hópi manna, sem hafa það sameiginlegt, að þeir óska að taka að sér ákveðið starf eða störf. Afstaða þeirra, sem prófaðir eru til prófenda er eðli- lega misjöfn og fer hún eftár því hvort um prófanir í leiðbeiningaskyni eða prófanir til þess að meta mismun- andi hæfni er að ræða. Þeir, sem óska leiðbeininga eru oftast jákvæðir gagn- vart prófendum, einlægir og fullir trúnaðartrausts. Yf- irleitt ganga þeir að lausnum prófanna með mikilli ró og ræða að prófunum loknum niðurstöður þeirra rólega og skynsamlega. Þeir, sem vita, að þeir eiga starfið, sem þeir sækja um, undir niðurstöðum prófanna, eru stundum fyrirfram nei- kvæðir gagnvart bæði prófum og prófendum, einkum hættir mönnum með gallaða skapgerð við að taka slíka afstöðu og má segja, að við athugun á framkomu þess, sem prófaður er fáist fyrsta niðurstaðan úr hæfniprófun- um. Öllum hæfniprófum er það sameiginlegt, að þau eru eins konar smækkuð mynd af raunveruleikanum, þar sem sá, sem prófaður er fær á nokkrum klukkutímum verk- efni, sem gera kröfur til þeirra hæfileika er hann þarf á að halda í starfinu, sem hann er að sækja um. Það fer SÍMABLAÐIÐ

x

Símablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Símablaðið
https://timarit.is/publication/1720

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.