Símablaðið

Árgangur
Main publication:

Símablaðið - 01.01.1960, Síða 22

Símablaðið - 01.01.1960, Síða 22
Hugsunarlausi maðurinn spurði frúna um aldur. „Ég skal reikna það út fyrir yður, maður minn“, sagði frúin. „Ég var 18 ára þegar ég gifti mig og maðurinn minn 30 ára. Hann er núna 60 ára, eða helmingi eldri en hann var þá, svo núna er ég 36 ára.“ ★ Það' er ansi kalt hérna. En hvernig er á Akureyri? Stærsta tala, sem nafn hefur verið gefið er „VigintilIion“, sem er 1 með 63 núllum fyrir aftan. Á einni hinni síðustu ráð- stefnu NATO, fengu hinir 32 fulltrúar hver sinn móttak- ara, sem var á stærð við síg- arettupakka og var því hægt að hafa í vasanum. Ef einhver fulltrúinn heyrði ákveðinn tón í móttakara sínum vissi hann að verið var að reyna að ná í hann frá aðalstöðvunum. — Hann fór því í næsta síma og hringdi til aðalstöðvanna, þar sem skilaboð biðu hans. Merkur menningarfrömuður telur 8 eftirfarandi eiginleika þá mikilvægustu til að viðhalda vin- áttu: 1. Þolinmæði. 2. Góðvild. 3. Göfuglyndi. 4. Lítillæti. 5. Hæverska. 6. Osérplægni. 7. Skapgæði. 8. Hreinskilni. Síma- viðgerð. Fáir hugsa oftar en tvisvar til þrisvar á ári. Ég hef hlotið heimsfrægð, fyrir að hugsa einu sinni til tvisvar í viku. Bernhard Shaw. Þegar maðtir talar í síma, þá er hann þögull meira en hekn- ing tímans, annaðhvort að hlusta á hinn aðilann, eða að hugsa sig um. American Telephone & Co. gátu þess fyrir nokkru hvernig þeir notfæra sér þessar þagnir í simtölum, þannig að þeir geta tvöfaldað símafjöldann á milli Ameríku og Englands. Á hvorum enda simans er komið fyrir 17 rökkum, sem i eru 10.000 transistorar og 106.000 aðrir síma- og radíóhlutir. Þessi rafmagns „njósnari" hlustar samtímis á samtölin á hinum 48 rásum, 8000 sinnum á sekundu á hverja rás. Þegar hann finn- ur að einhver rásin er þögul, þá er öðru símtali ósjálfráttt beint þangað. Þegar siminn er fullsetinn, þá „laumast" 96 samtöl í gegniun hinar 48 rásir, án þess að nokkur orðaruglingur eigi sér stað. S í M A B LAÐ IÐ

x

Símablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Símablaðið
https://timarit.is/publication/1720

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.