Símablaðið - 01.09.1962, Side 22
AFMANNAR OPINBER REK-
STUR STARFSFÓLKIÐ?
Eftir Ólaf Gunnarsson sálfræðing.
Allskonar opinber
rekstur er snar þátt-
ur í þjóðlífi okkar
íslendinga og því
ekki nema eðlilegt,
að spurning um
áhrif hans á starfs-
fólkið leiti á hugi
hugsandi manna.
Ef til vill kom-
umst við næst réttu
svari, ef við reyn-
um að setja okkur
í spor ungs manns, sem að loknu námi
hefur starf á einhverjum vinnustað.
Ungi maðurinn er, ef allt er með felldu,
bjartsýnn og fús til að gera sitt bezta í
starfi, væntanlega með einhvern frama í
huga, sem þegar stundir líða geti tryggt
honum og fjölskyldu hans lífvænlega að-
stöðu í lífinu.
Allar rannóknir, sem gerðar hafa ver-
ið á manninum og vinnustaðnum hafa leitt
í ljós, að mjög miklu máli skiptir, að mað-
urinn byrji vel, sem kallað er, þ. e., að
hann hefji ekki starfsferil sinn á því að
bíða ósigra né verða fyrir óhöppum, sem
ef til vill mætti rekja til vankunnáttu
hans. Hvernig þessi byrjun gengur, veltur
að vísu, að miklu leyti á manninum sjálf-
um, en vinnuveitandi hans eða verkstjóri
á þó oft mikinn þátt í hvernig tekst.
Góður verkstjóri bíður ekki eftir því,
að starfsmaðurinn geri skyssur, þvert á
móti gerir hann sér far um að leiðbeina
nýliðanum, benda honum á hvers hann
þurfi að gæta og hvað hann þurfi að forð-
ast. Góður verkstjóri ræðir við byrjand-
ann um starfið almennt, kosti þess og
galla og hugsanlegar leiðir til að vinna
starfið betur en áður, spara óþörf hand-
tök með bættu skipulagi. Sýni nýliðinn
áhuga og dugnað í starfi, er það blátt
áfram skylda vinnuveitandans, hver svo
sem hann er, að launa það sem vel er
gert bæði með viðurkenningu í orðum og
bættum launum.
Við erum þarna strax komin að kjarna
málsins, sem er sá, að vöxtur og viðgang-
ur fyrirtækja, hvort sem þau eru opinber
eða einkafyrirtæki, fer fyrst og fremst
eftir því, hvernig þeim er stjórnað. í þeim
löndum, sem mesta áherzlu hafa lagt á
góða stjórn fyrirtækja er það sjálfsagður
liður í menntun allra forstjóra að nema
öll grundvallaratriði félagsfræði og vinnu-
sálfræði. Tæknimenntun ein veitir engum
manni þann grundvöll, sem geri hann hvað
menntun snertir hæfan til að stjórna stóru
fyrirtæki, þar sem fjöldi fólks starfar, fólk,
sem er ólíkt að skapgerð, gáfum og
menntun.
Sum fyrirtæki hafa reynt að leysa þessa
hlið málsins með því að ráða annaðhvort
vinnusálfræðing eða félagsfræðing sem
einskonar ráðunaut um öll mannleg vanda-
mál fyrirtækisins. Þetta getur verið gott,
það sem það nær, en hefur þó þann aug-
ljósa vankant, að illt er að þjóna tveim-
ur herrum. Það er erfitt að leiðbeina yfir-
mönnum og starfsfólki samtímis án þess
að vera æðsti maður stofnunarinnar; er
þá hætt við að annaðhvort starfsfólkið eða
yfirmennirnir treysti ekki sem bezt slík-
um ráðgjafa, nema vantraust beggja komi
til. Virðist því einsýnt, að hvert það fyrir-
tæki, sem vill vanda val yfirmanna og
starfsfólks, verði a.m.k. að tryggja, að
æðstu mennirnir bæði kunni að velja hæfa
menn til starfa og stjórna þeim.
Það ætti að vera hverjum manni aug-
ljóst, að ef ungur maður, sem hefur vinnu
hjá fyrirtæki fær ekkert nema afskipta-
leysið og sama lélega mánaðarkaupið fyrir