Símablaðið - 01.09.1962, Qupperneq 28
(jatnaw ccf altiara í (jutfuAkaiuim
Yzt á Snæfellsnesi, um 3 km í suðvestur frá Hellis-
sandi, er jörðin Gufuskálar, fornt býli og gagnsamt
til lands og sjávar. Þau urðu örlög þessa býlis, sem
margra íslenzkra góðjarða, að það lagðist í eyði
fyrir um það bil tveimur áratugum.
Sjást þar nú fáar leifar fyrri búskapar nema vall-
gróinn bæjarbóll. Uppi í hrauninu má sjá grúa af
smábyggingum úr grjóti, sem halda sér allvel. Þetta
lcalla fróðir menn fiskbyrgi, segja og að i þeim hafi
verið fullþurrkuð skreiðin hér fyrr á öldum og
muni þessi mannvirki allt að þrjú hundruð ára
gömul.
Ef athugull skoðandi gengur með sjó fram í laudi
Gufuskála, kemur liann auga á leifar af vör, og
hefur botn hennar verið lagður með sléttfelldu blá-
grýti. I henni miðri má sjá djúpa rás eftir kili skip-
anna, sem þar hafa verið sett niður og upp á liðn-
um öldum.
En haustið 1959 liófst nýtt landnám á Gufuskálum.
Bandaríkin höfðu farið þess á leit, að þeim vrði
veitt heimild til að reisa hér lóranstöð, er verða
ætti hlekkur i hárnákvæmu staðarákvörðunarkerfi,
er næði yfir allt Norður-Atlantshaf.
Leyfið var veitt og samningar gerðir þess efnis,
að eftir að stöðin væri reist, skvldi Landssiminn
taka að sér allan rekstur hennar.
Síðan var hafizt handa. Byggingarframkvæmdir
hófust á Gufuskálum og símvirkjar voru sendir í
Ambassador Bandaríkjanna
afhendir póst- og símamála-
stjóra lyklana.
Starfsmaður við vinnu sína.
SÍMAB LAÐIÐ