Símablaðið

Årgang
Hovedpublikation:

Símablaðið - 01.09.1962, Side 39

Símablaðið - 01.09.1962, Side 39
UM RITSÍMATÆKNI Á þessu vori barst mér í hendur frá Danmörku fjölritað hefti: TRANSMIS- SION AF CIFFERDATA. TEORETISK GRUNDLAG. Noter til forelœsninger ved Danmarks tekniske H0jskole, 1957, af Thor- vald Lauritzen. Fékk ég góðfúslega leyfi höfundar til að þýða inngang verksins fyr- ir Símablaðið, og birtist hann hér undir fyrirsögn minni. Leó Ingólfsson). Símritun er elzta mynd fjarskipta, þar eð þegar í fornöld voru til þeirra notuð sýnileg og heyranleg merki (t. d. blys-, reyk- og bumfoumerki). Nútíma símritun á rætur að rekja til þess er Örsted uppgötvaði rafsegubnagnið árið 1820. Þegar er uppgötvun Örsteds var kunn orðin, komu fram fyrstu tillög- urnar að ritsímakerfum, sem byggðu á rafmagni. Það var þó ekki fyrr en Morse bafði fundið upp ritsímakerfi sitt, að skriður komst á byggingu rit- símasambanda. Eftir að talsíminn var fundinn upp, sem reyndar var árangur tilrauna Gra- hams Bells með tónritsíma, byggðist bin öra útbreiðsla bans á þeirri reynslu af jarðstrengjum og loftlínum, sem þeg- ar var fengin frá útbreiddu ritsímaneti. Með uppfinningu rafeindalampans og magnarans voru siðan fyrri fjarlægðar- takmörk talsímans yfirstigin, og þannig rofin einokun ritsímans á fjarskiptum á löngum leiðum. Hinn gífurlegi hraði á útbreiðslu tal- símans — og þá einkum þróun talsíma- sinna. Ella er það fullvíst, að einstök félög forða sér i tíma út úr hinu póli- tiska andrúmslofti og treysta á sinn eigin mátt og samstillta baráttu. tækni á löngum leiðum — olli því, að þróun „klassiskrar“ símritunar staðn- aði á árum fyrri heimsstyrjaldarinnar. Frá þvi að fjarritinn „sló i gegn“ fyrir um það bil 30 árum, hefur hann smám saman rutt til hliðar, að heita má öllum öðrum ritsímatækjum. Yfir- burðir fjarritans eru fólgnir i eftirtöld- um eiginleikum hans: 1. Einfaldur í notkun. Notkun bans krefst engrar sér- kunnáttu fram yfir þá, sem þarf við venjulega ritvél. 2. Tafarlaust búinn til notkunar. Hann er því heppilegur til notkunar i sambandi við notendamið stöðvar = TELEX (teleprinter ex- change). 3. Auk þess er það kostur, að tekizt befur að byggja hann í þægi- legri stærð og gerð, sem ekki sker sig úr öðrum skrifstofuvélum að útliti. Á sama hátt og ritsímanetið var á sínum tíma snar þáttur í hraðri út- breiðslu talsimans, er nú alþjóðlegt net talsímasambanda forsenda þeirrar end- urvakningar, sem orðið hefur i símrit- un með tilkomu fjarritans. Þetta er vegna þess, að langflestar ritsímarásir eru nú byggðar á talsímastrengjum — annaðhvort sem rakstraumsrásir á huldum eða buldumiðj um þeim, er ekki nýtast fyrir talsima, — eða, og þó mest, sem fjölritsímar með allt að 24 ritsima- rásum á einni venjulegri fjögurra-víra talsímarás. Ennfremur hefur sú tælcni, er lýtur að sjálfvirkum símastöðvum, og fyrir hendi var, verið frá fyrstu grundvöllur og fyrirmvnd telexþjón- ustunnar, jafnt þótt þessar tvær tækni- greinar þróist nú að sjálfsögðu sam- bliða. Hin öra þróun þessarar nýju greinar ritsímaþ j ónustunnar, telexþj ónustunn- ar, tekur af allan vafa um, að fjarrit- SÍMÁBLAÐIÐ

x

Símablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Símablaðið
https://timarit.is/publication/1720

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.