Dagblaðið Vísir - DV - 14.01.2006, Side 18

Dagblaðið Vísir - DV - 14.01.2006, Side 18
18 LAUGARDAGUR 14.JANÚAR2006 Sport DV Magnús á leið til Kefla- víkur Magnús Sverrir Þorsteinsson, knatt- spyrnumaður, er á leið aftur í sitt gamla lið, Keflavík. Hann gekk til liðs við Grindavík skömmu fyrir mót í fyrra eftir að hann lenti í úti- stöðum við þáverandi þjálf- ara Keflavíkur, Guðjón Þórðarson. Magnús tók þátt í sautján leikjum með Grindavík í Landsbanka- deildinni síðasta sumar og skoraði í þeim þrjú mörk. Áður hafði hann leikið 56 deildarleiki fyrir Keflavík og skorað í þeim fimm mörk. ArnarJón með Víkingum? Arnar Jón Sigur- geirsson, knattspyrnu- maður úr KR, heftir undanfarið mætt á æf- ingar með Lands- bankadeildarliði Vík- inga. Þar er við stjórn- völinn Magnús Gylfason sem þekkir vel til Arnars frá sfnum árum hjá KR. Arnar gat ekkert spilað síðastliðið sumar þar sem hann gekkst undir hjartaþræðingarað- gerð fyrir rúmu ári en er nú kominn á fulft skrið aftur. Hann á að baki 90 leiki í efstu deild með KR og í þeim hefur hann skorað níu mörk. Diabytil Arsenal Miðvallarleik- maðurinn ungi, Vasiriki Abou Di- aby, hefur gengið til liðs við Arsenal frá Auxerre í Frakk- landi fyrir tvær miUjónir punda. Gerard Bourgoin, varaforseti franska félags- ins, sagði að Diaby hafi mátt velja hvaða félag hann gengi til en Chelsea hafði einnig áhuga á kappanum sem hitti bæði Arsene Wen- ger og Jose Mourinho. „En Wenger var einfaldlega betri en Mourinho. Það er aUt og surnt," sagði Bour- goin um ákvörðun Diaby. Spánn-Rússland Spænska knattspyrnusambandið greindi frá þvf i vikunni að landsliðið spænska myndi mæta þvi rússneska þann 27. maí næstkomandi. Eggert Magnússon formaður KS( hefur áður greint frá því að hann hafi loforö for- ráðamanna spænska sambandsins að liðið muni spila vináttulandsleik gegn (slandi fyrir HM. Ef yrði af þvi er senni- legast að sá leikur yröi settur á mið- vikudaginn 31. mai eða laugardaginn 2. júnf. HM hefst 9. júnf. „Ég reyndi að hugsa um þennan leik eins og hvern annan æfingaleik." Táningurinn Ding Junhui varð í desember fyrsti sigurvegari Opna breska meistaramótsins í snóker sem er ekki frá Bretlandi eða írlandi. Ding er átján ára og vann á síðasta ári Opna kínverska meistaramótið. Hann stefnir hrað- byri á heimsmeistaratitilinn í þessari alda- gömlu, bresku hefðariþrótt. Ding Junhui Er nefndur „Stjarna austursins" í heimi snókersins. Ding kom snókerheiminum í opna skjöldu árið 2002 þegar hann var einungis 15 ára. Þá vann hann bæði meistaramót Asíu fyrir leikmenn 21 árs og yngri og svo sjálft meistaramótið. Þá vann hann einnig heimsmeistarakeppni 21 árs og yngri sem fór fram í Lettlandi. Það var þessi þrenna sem kom honum á kortið og fljótlega var hann kominn á varir allra spekinga heimsins sem spáðu honum skjótum frama í íþróttinni. Hann fékk þó aldrei tækifæri til að standa undir væntingum árið 2003 þar sem meistaramóti Asíu var aflýst vegna útbreiðslu bráðalungnabólgu- vírusins. Hann komst þó í undanúrslit í heimsmeistaramótsins 21 árs og yngri var veitt sérstök undanþága af alþjóða snókersambandinu til að ger- ast atvinnumaður í íþróttinni. Hann fluttist til Englands þar sem hann býr nú ogæfir. Verður senn heimsmeistari í febrúar árið 2004 var honum veittur þátttökuréttur á Masters- mótinu í Lundúnum sem er talið virtasta snókermót heimsins að sjálfu heimsmeistaramótinu frá- töldu. Hann fékk að taka þátt sem svokallaður Wild Card-þátttakandi en forráðamenn þeirra móta bjóða slíkum leikmönnum að vera með sem ekki hafa unnið sér þátttökurétt með hefðbundnum leiðum. Hann vann Englendinginn Joe Perry í fyrstu umferð og kom spekingum talsvert á óvart. Hann tapaði svo naumlega fyrir Stephen Lee í annarri umferð 6-5 en mönnum leyndist ekki þeir miklu hæfileikar sem Ding býr yfir og spáðu því að hann yrði heimsmeistari í íþróttinni fyrr en margir myndu ætla. Árið 2005 hefur þó verið hans besta ár en í mars síðastliðnum, að- eins tveimur dögum eftir átján ára afmælið sitt, vann hann sigur á opna kínverska meistaramótinu í snóker. Hann varð fyrsti Asíubúinn til að sigra á mótinu síðan að James Watt- ana, einn af æfingafélögum Ding í dag, sigraði árið 1995. Eins og æfingaleikur Ding var einnig Wild Card-þátt- takandi á opna kínverska og vann marga fræga snókerleikara á leið sinni í úrslitaleikinn. Hann rústaði til að mynda Ken Doherty í undan- úrslitum, 6-0, en hann er nú í 11. sæti á styrkleikalista snókersam- bandsins. í úrslitunum mætti hann Stephen Hendry sem er í öðru sæti á styrkleikalista snókerspilara. Hendry komst 4-1 yfir en Ding náði sér á strik og vann átta af næstu níu römmum leiksins. Hann varð sam- stundis stórstjarna í sínu heima- landi en alls horfðu 100 milljónir manna á úrslitaleildnn í Kína. „Ég fann ekki fýrir neinni pressu í dag vegna þess að ég vissi að ég myndi læra mikið af Stephen þar sem ég hef aldrei spilað gegn honum áður. Ég reyndi að hugsa um þenn- an leik eins og hvern annan æfinga- leik," sagði Ding eftir sigurinn. Á opna breska meistaramótinu vann hann hverja stórstjörnuna á fætur annarri og mætti svo goðsögn- inni Steve Davis í úrslitaleik sem hann vann 10-6. „Þetta er næst mikilvægasta mót- ið á mótaröðinni þannig að það var mjög ánægjulegt að vinna mótið," sagði Ding eftir sigurinn. „Þetta er stórt skref fyrir mig. Ég hef aukið sjálfstraustið mitt til muna og bætt tölúverðri reynslu í bankann." fvikunni hefur Ding verið að keppa í forkeppni heimsmeistara- mótsins sem fer fram í mars næstkomandi. Hann hefur unnið alla sína leiki og stefnir hraðbyrði á heimsmeistaramótið þar sem margir spekingar telja hann lfklegan til afreka. eirikurst@dv.is Dakarrallinu lýkur á morgun en ungur drengur lést í keppni gærdagsins Annað dauðsfall í Dakarrallinu á aðeins fjórum dögum Annað dauðaslys varð í Dakarrallinu í gær aðeins fjórum dögum eftir að mótórhjólarnaður- inn Andy Caldecott lést á 9. sérleið keppninnar á mánudaginn. Að þessu sinni lést 10 ára gamall drengur sem var mættur með for- eldrunum sínum til þess að fylgj- ast með keppninni. Slysið átti sér stað í Gúíneu þegar drengurinn hljóp yfir götuna í þorpi sínu í Kourahoye og varð fyrir keppnis- bíl sem kom á fleygiferð. í tilkynn- ingu frá mótshöldurum kom fram að drengurinn hafi ekki látist strax heldur á meðan hann var fluttur með þyrlu til borgarinnar Labe. Hann hét Boubacar Diallo en bíll- inn sem keyrði á hann var lítill jeppi. Bílarnir voru búnir að fara um 25 kílómetra af sérleið dagsins en keppendur keyra 9 þúsund kflómetra í Dakarrallinu í gegnum Afríku. Á mánudag lést ástralski mótorhjólaökumaðurinn Andy Caldecott þegar hann féll af hjóli sínu en hann var einn af þekkt- ustu keppendum Dakar-rallsins. Þetta er í 28. sinn sem rallið fer fram og á þessum tíma hafa 52 dáið í slysum tengdum keppninni. 23 af þessum 52 einstaklingum hafa verið áhorfendur á keppn- inn sem lést í slysi í Dakarrallinu. Senegal á morgun en það hófst í innienCaldrcottvar29.keppend- Dakarrallinu lýkur í höfuðborg Lissabon 31. desember. Gengur mikið á Þaö gengur oft mikiö á i Dakar-railinu og slysin geta gerst.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.