Dagblaðið Vísir - DV - 14.01.2006, Side 20
20 LAUGARDAGUR 14. JANÚAR 2006
Helgarblað DV
Helgarblaðið hitti þrjár ungar hæfileikaríkar stúlkur í vikunni sem leið en þær fara með hlutverk
í barnasýningunni Annie sem sýnd er í Austurbæ. Þær Thelma Lind sem leikur Annie, og Þórdís
og Steinunn sem leika munaðarleysingja sögðu okkur hvernig á því stendur að þær leika fyrir
fullum sal af fólki og hvert þær stefna í framtíðinni.
Stelpurnar i Annie
Þórdls Björk Þorfinrts-
dóttir, Steinunn Jóns-
dóttir, Ylfa Marin Har-
aldsdóttir og Annie sjálf,
Thelma Lind Waage.
„í Annie leik ég bæði munaðar-
leysingjann Maddý sem er elsta
stelpan á munaðarleysingjahælinu
það er mjög gaman og þá er ég með
nokkrar línur, og svo syng ég líka
ein,“ svarar Steinunn þegar við
spyrjum ungu leikkonurnar hvaða
hlutverki þær gegni í barnasýning-
unni Annie sem hefur heldur betur
slegið í gegn hér á landi, og heldur
áfram ánægð: „Það var líka æðislegt
að kynnast öllum hinum krökkun-
um. Svo leik ég líka þjónustustúlku
á heimili Daníels Ólivers sem var
líka mjög gaman en á annan hátt
því þá er ég að leika með fullorðnu
leikurunum og lærði mikið af þeim.
Það hefur verið draumur minn frá
því ég var lítil að verða leikkona og
upp á framtíðina þá stefni ég bara á
það að klára MH,“ segir Steinunn
sem er á fyrsta ári og bætir við: „svo
langar mig til að fara utan í leik-
listarskóla, kannski til Ítalíu eða þá
Bretlands. Eftir námið reyni ég ör-
ugglega bara fyrir mér í leiklistar-
heiminum. Fyrst langaði mig alltaf
mest að verða kvikmyndaleikkona
en eftir allt þetta Annie-ævintýri
veit ég að það er líka rosalega gam-
an að vinna í leikhúsi."
Skemmtilegt að leika, dansa
og syngja
Við beinum sjónum okkar að
Þórdísi sem leikur einn af munað-
arleysingjunum: Ég held að það
skemmtilegasta við það sé að fá að
leika, dansa og syngja með krökk-
unum og vera í svona skemmtileg-
um hóp. Líka rosalega gaman að fá
svona reynslu af því að vinna í leik-
húsi því það er margt sem maður
getur lært af því. Mig hefur alltaf
langað til þess að vera leikkona al-
veg síðan ég man eftir mér og ég hef
verið á nokkrum leiklistarnám-
skeiðum þegar ég var yngri. Söng-
leikir hafa líka alltaf verið í miklu
uppáhaldi hjá mér og mig hefur
lengi langað til þess að leika í söng-
leik. Vinkona mín Indíana sem leik-
ur líka Annie, sagði mér frá nám-
skeiði sem var haldið í kringum
þennan söngleik og við skráðum
okkur. Svo eftir námskeiðið voru
haldnar áheyrnaprufur og ég var
beðin um að taka þátt og auðvitað
var ég til í það, segir hún, geislandi
af heilbrigði og jákvæðni.
Pabbi hjálpar Annie
Thelma leikur Annie en hún er
yngst í hópnum. „Ég verð íjórtán
ára í febrúar og fermist í apríl," seg-
ir hún brosandi og viðurkennir að
hún hafi fengið góða reynslu af
leiklistinni í Hofstaðarskóla í
Garðabæ. „Svo var ég í kórnum en
þar var settur upp söngleikur eftir
kórkennarann okkar, Hildi Jóhann-
esdóttir, sem nefnist Halldóra fór út
af sporinu. Ég fékk að leika aðal-
hlutverkið, hana Halldóru."
Er álag að vera ung leik-
kona?
„Nei alls ekki. Þetta er eintóm
gleði. Pabbi hjálpar mér mikið og
allir í fjölskyldunni standa bak við
mig. Ég tengi mig við Annie núna
en ég átti pínu erfitt með það fyrst
því ég er voðalega stillt en Annie er
meiri prakkari," segir Thelma hlæj-
andi. Vandræðaleg atvik? Þær
hugsa sig um og Þórdís tekur af
skarið: „Já það var eitt.mjög fyndið
sem gerðist. Á frumsýningunni
Skemmtilegast hvað
félagsskapurinn er
æðislegur.
þegar við vorum að hneigja okkur
þá var Elli, sem leikur forseta
Bandaríkjanna, en hann er í hjóla-
stól á sýningunni, einn eftir fyrir
framan tjaldið þegar það var dregið
fyrir. Það gleymdist að hugsa út í að
einhver þyrfti auðvitað að aka hon-
um út af sviðinu líka. Aumingja
hann var yfirgefinn í hjólastólnum.
Það var mikið hlegið af þessu."
Thelma segir: Ætli það sé ekki
skemmtilegast hvað félagsskapur-
inn er æðislegur. Það er gaman að
leika. Ég stefni á að gera það í
framtíðinni.
elly@dv.is
Dagur B. Eggertsson er mikill
áhugamaður um kökur og köku-
bakstur. Skemmst er að minnast
þegar hann stakk upp á því að af-
mælisnefndin fyrir hundrað ára
afmæli heimastjórnar legðist í
heild sinni í bakstur og „...að það
væri miklu skemmtilegra að senda
heilsubætandi gulrótarköku með
hundrað kertum í hvern [skól-
anna] heldur en að halda uppstríl-
uð hóf fyrir fáa útvalda. “
Dagur opnar kosningaskrif-
stofu sína í Austurstræti á laugar-
daginn klukkan þrjú en eins og
kunnugt er stefnir hann á fyrsta
sætið í prófkjöri Samfylkingarinn-
ar fýrir borgarstjórnarkosningarn-
ar í vor. „Ég ætla að bjóða upp á
skúffukökur af bestu sort á kosn-
ingaskrifstofunni. Maður getur
ekki boðið fólki upp á hvað sem er.
Þetta verður að vera ferskt." sagði
Dagur þegar DV hafði samband
við hann fyrir helgi. „Ég er einmitt
að hita ofninn núna."
Dagur segir að boð hafi verið
látin út ganga um að það sé sam-
keppni í borginni um bestu
skúffukökuna og er ansi sigurviss.
„Mér er ekki alls varnað í þessum
efnum skal ég þér segja. Ég fékk
gott uppeldi í skúffukökubakstri.
Ég fékk uppskriftina hjá íslend-
Stefán Jón
Hafstein
Hyggstekki
baka fyrir
kjósendur.
ingafélagi í Osló þar sem ég var á
leikskóla sem barn. Hinir geta
reynt að keppa við mig." segir
Dagur kokhraustur.
Þegar DV hafði samband við
Stefán Jón Hafstein, sem einnig
stefnir á fyrsta sætið, og spurði
hvort hann hyggðist baka, kvaðst
hann ætla að bjóða upp á þjóðleg-
ar kleinur á sínum fyrsta stóra
fundi sem hann mun halda í
næstu viku en hugðist ekki koma
nálægt bakstrinum. „Það kemur
ekki til greina, ég hef nóg annað að
gera. Það eru aðrir miklu betri í
því, þótt ég sé góður bakari."
rap@dv.is
ÍDagur B. Eggerts-
son Býður upp á
heimabakaða
skúffuköku I dag.