Dagblaðið Vísir - DV - 14.01.2006, Side 28

Dagblaðið Vísir - DV - 14.01.2006, Side 28
28 LAUGARDACUR 14. JANÚAR 2006 Helgarblað DV DfV Helgarblað LAUGARDAGUR 14.JANÚAR2006 29 piÉlpi ■ Fallegt heimili Jara hefur breytt og bætt i einbýlishúsi þeirra G eira í Kópavoginum. Jara og Alexandra | Katrín Mæðgunum finnst gott að kúra saman á dag- inn þegar Alexandra Katrín er búin i skólanum. Geiri á Goldfinger Ofthef- ur gustað um Geira en Jara lætursér fátt um finnast og stendur með sínum manni. Jaroslava Davíðsson er ekki ein af „stelpunum hans“ Gesra á Goldfinger. Hún er hins vegar eiginkona hans, kemur frá Eistlandi og hefur búið með honum í tæp sjö ár. Saman eiga þau sex ára dóttur, Alexöndru Katrínu. Jaroslava hefur aldrei verið dansmær á súlustöð- um Geira þó áð margir haldi það. Hún hefur hins vegar unnið með honum við afgreiðslu. Jara og Geiri kynntust í Eistlandi. mMí > ^ //,Ty í. II j'f ■ L W f Jl J ? „••• —y af* ' ■ Jara opnar heimili sitt upp á gátt fyrir blaðamanni og býður brosandi til sætis í eldhúsinu. Rjúkandi sterkt og heitt kaffið yljar í vetrarkuld- anum. Dóttirin Alexandra Katrín sýnir blaðamanni stolt svörtu kisuna sína sem heitir Expresso og kan- ínuna sem fær nýtt nafn á hvequm degi. „í dag heitir hún Lolly,“ segir Alexandra, sem er nýkomin úr tal- kennslu því hún á erfitt með að segja r. „Ég segi það svona eins og í Frakk- landi,“ segir hún og myndar hljóðið. „Þess vegna langar mig að læra frönsku." Alexandra Katrín er þó þegar tvítyngd og svarar í nýja gemsann sirm á rússnesku. Hélt að Geiri væri Rússi Jara er frá Eistlandi en talar bæði eistnesku og rússnesku. Hún er fædd í borginni Keila í Eistlandi en ólst upp í Tallin með foreldrum sínum og systur. Systirin er lfka gift íslendingi og býr í Tælandi. Það finnst Jöru hið besta mál enda gott að hafa vísa gist- ingu í Tælandi. En hvað er það sem heillar þær systur í fari íslenskra karl- manna? Jara segist brosandi ekki geta svarað fyrir systur sína, en sjálf féll Fjölskyldan á góðri stund Jara leggur mikið upp úr rólegu fjölskyldullfi og hefur gjörbreytt llfsstll Geira. hún fyrir Geira næstum við fyrstu sýn. „Ég var að vinna á matsölustað í Eistlandi þegar ég sá hann fyrst. Ég tók eftir honum um leið og hann kom inn og var alveg viss um að hann væri rússneskur. Það er eitt- hvað rússneskt við Geira. Við fórurn svo að tala saman, sem var ekki auð- velt í byrjun því ég talaði litla sem enga ensku, en það gerðist strax eitt- hvað á milli okkar.“ „Ég hefverið með manni sem var jafn- gamallmér en mér fannst hann alltaf hálfbarnalegur. Þá vil ég frekar eldri mann sem ég get talað við og er á sömu bylgjulengd og ég. Þannig er Geiri." Jara ákvað fljótlega eftir að hún kynntist Geira að stíga skrefið til fulls og yfirgaf heimaland sitt til að vera hjá honum á íslandi. Þau giftu sig með pompi og prakt í Kópavogs- kirkju í september árið 1998. „Fyrst þegar ég kom til íslands var ég að vinna á Hafnarkránni sem Geiri rak þá. Það var ekki auðvelt," segir Jara og hlær. „Mér var kastað út í djúpu laugina og varð bara að bjarga mér. Geiri var reyndar oftast innan seilingar í bakherberginu á kafi í pappírum. En mest þurfti ég að Jara og Cappuccino Jara er mikill dýravinur og á heimitinu eru tveir persneskir kettir, Expresso og Cappuccino, og kanlna sem skiptir um nafn daglega. bjarga mér sjálf og hafði bara gott af því,“ segir hún á mjög góðri íslensku. Eldri menn eru þroskaðri og skemmtilegri Jara lauk prófi í viðskiptafræðum í sínu heimalandi, en eftir námið fór hún að vinna á veitingastað sem yfirmaðuryfir 150 starfsstúlkum. Það var einmitt veitingastaðurinn sem Geiri rambaði inn á þegar þau sáust fyrst. Jara er 19 árum yngri en Geiri, en henni finnst aldursmunurinn ekki skipta neinu máli. „Ég vil frekar eldri mann, eldri menn eru þroskaðri. Ég hef verið með manni sem var jafn- gamall mér en mér fannst hann alltaf hálf barnalegur. Þá vil ég frekar eldri mann sem ég get talað við og er á sömu bylgjulengd og ég. Þannig er Geiri." Jara tekur ekkert nærri sér að oft gusti um Geira í sviðsljósinu og að umfjöllun um hann og súlustaðina hans sé ekki alltaf á ljúfu nótunum. „Hann gerir bara það sem hann gerir og ég skipti mér ekkert af því. Ég hef þó unnið við afgreiðslu bæði á Maxims og Goldfinger og núna er ég hálfgerður umsjónarmaður með stelpunum sem dansa hjá honum. Þær eru um það bil fimmtíu og búa niðri í bæ. Þær hringja í mig ef eitt- hvað er að, stundum þarf að gera við eitthvað eða lykill er týndur og þvíumlíkt. Það er oft svoh'tið kvabb en þeim finnst gott að geta rætt málin á sínu móðurmáli. Ég er samt fyrst og fremst heimavinnandi hús- móðir og finn mig mjög vel í því." Skipaði Geira að hætta að drekka Jara rak um skeið bamafata- verslunina Lenne á Laugaveginum, þar sem hún bauð upp á finnskar vörur, en hún lokaði versluninni á síðasta ári. „Það var bara ekki nóg að gera," segir hún. „Laugavegurinn er ekki góður staður fyrir verslunar- rekstur, að minnsta kosti ekki af Jara hans Geira Kom með Geira frá Eistlandi fyrir sjö árum og líður mjög vel á Islandi. þessu tagi, og lítið að gera þar nema veðrið sé gott. Það getur vel verið að ég reyni fyrir mér í einhveijum rekstri í framtíðinni, en það er ekkert ákveðið í augnablikinu." Jara er sjálfstæð og ákveðin ung kona og viðurkennir aðspurð að hún hafi heimtað að Geiri hætti að drekka og hagaði sér eins og maður. „Hann drakk alltof mikið og ég gat bara alls ekki þolað það. Ég barði í borðið og setti honum úrslitakosti og nú er hann nánast alveg hættur. Hann er mjög breyttur og miklu heimakærari núna þótt hann vinni mikið og sé oft að fram á nætur. Við eigum rólegt og ljúft heimilislíf en Geiri er miklu félagslyndari en ég og hefur meiri þörf fyrir að umgangast fólk. Ég virði það og finnst að þótt fólk sé gift þurfi það ekki að eiga hvort annað með húð og hári. Ég lifi sjálfstæðu lífi og sinni mínum hugð- arefnum og hann sínum." Brúðkaup á (slandi Jara og Geiri giftu sig iKópavogskirkju með pompi og prakt. „Hannátti fyrir sam- tals sjö börn með fjór- um konum, en það er bara eitthvað sem getur fylgt með í kaupunum þegar maður giftist eldri manni." Þolir ekki mannþröng í versl- unarmiðstöðvum Jara hefur lagað sig mjög vel að ís- landi og íslenskum siðum og segist langt í frá þjást af heimþrá. „Ég fer heim tvisvar á ári og það er mjög fi'nt, en ég bý hér og kann því vel. Ég held þó í ýmsa siði ffá mínu heimalandi og við höldum til dæmis bæði ís- lensk og rússnesk jól og áramót. Rússnesku áramótin er þremur tímum á undan þeim íslensku og jól- in höldum við 6. janúar. Núna fórum við á rússneskt jólaball þar sem Faðir Frosti skemmti bömunum og rúss- neska „grýlan" kom og hræddi h'ftór- una úr þeim," segir hún og hlær. Hún tekur þó ekki þátt í látunum sem einkenna fslendinga fyrir jól og er búin með öll jólainnkaup í nóvember. „Ég þoli ekki að vera í mannþrönginni í verslunarmið- stöðvum fyrir jól, það er bara ekki hægt. Við Alexandra Katrín tökum því rólega í desember, bökum og undirbúum jólin í rólegheitum." Peningakassinn hrímaður í frostinu Jöm finnst veðurfarið á íslandi ffemur þreytandi en hún er vön miklu meiri kulda á vetuma og almennilegum, heitum summm. „Þijátíu stiga frost er ekki óal- gengt í Eistlandi," segir hún. „Þegar ég var að vinna á veitingastaðnum kom fyrir að ég var með lúffur við af- greiðsluna og peningakassinn var hrímaður af frostinu. Það var nú reyndar við innganginn þar sem vom stórar glerrennihurður, annars er yfirleitt ekki svo kalt í húsum í Eistlandi. Hér finnst mér hins vegar hálfgert veðurleysi árið um kring." Myrkrið fer ekkert illa í Jöm, enda finnst henni kósí að láta fara vel um sig við kertaljós í skammdeginu. Hún segist vera kósf týpa og heimilið ber þess greinileg merki. Jara hefúr líka verið dugleg við að breyta og bæta í einbýlishúsi fjölskyldunnar í Kópa- voginum og vflar ekki fyrir sér að taka rösklega til hendinni. „Ég sparsla og mála, en hef enn ekki flísalagt," segir hún hlæjandi. „Ég gæti það samt ömgglega. Geiri er bú- inn að kaupa lóð uppi við Vatnsenda og hver veit nema við fömm að byggja þó ég sé ekkert sérstaklega spennt fyrir því eins og er. Það er auðvitað mjög fallegt þar og ég á vin- konu sem býr þama upp frá. En Alexandra Katrín er ánægð í skólan- um hér í Kópavogi og hefur eignast fullt af vinum. Hún er eins og pabbi hennar, mjög félagslynd." Sjö börn með fjórum konum Geiri á Goldfinger er þekktur maður í íslensku þjóðfélagi og á sér að sjálfsögðu fortíð. Jara kippir sér þó ekkert upp við það. „Hann átti fyrir samtals sjö börn með fjórum konum, en það er bara eitthvað sem getur fylgt með í kaupunum þegar maður giftist eldri manni. Ég er í fínu sambandi við bömin hans og alveg sátt við hann eins og hann er og allt sem honum fylgir." Hún segist þó aðspurð ekki ætla að eignast fleiri börn. „Þetta er mjög fi'nt svona, mér finnst gott að eiga bara eitt bam sem ég get sinnt vel og Geiri er bara nokkuð góður í pabba- hlutverkinu," segir hún hlæjandi. „Hann er natinn við að hjálpa Alexöndm Katrínu með skólalær- dóminn og eiga með henni góðar stundir þegar hann er heima. Þetta gengur mjög vel og við emm ánægð með þetta eins og það er." edda&dv.is Jara og Geiri Hamingjusöm á ferðalagimeð fjölskylduna.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.