Dagblaðið Vísir - DV - 14.01.2006, Síða 39

Dagblaðið Vísir - DV - 14.01.2006, Síða 39
DV Helgarblað LAUGARDAGUR 14. JANÚAR 2006 39 I Hin með börnin Herdísþorir I lítiö að hugsa um framtfðina I eftir lát eiginmannsins en hún er | I öryrki og sex barna móðir. '"íf. v' 11 faðmi fjölskyldunnar Þegarþessi 1 mynd var tekin höfðu veikindin sett I verulegt mark á Árna Jón. Herdls eigin- I kona hans, börnin Einar Karl, Sigríður | Ragna, Sólveig Lára, Guðmundur, Heigi I Sven og PéturAtli standa þó þétt við &■»-' f I bakið á honum. Hann hafði samt mjög gaman af þessu fyrir utan áhyggjur hans af því að undirhakan á honum yrði of áberandi á myndunum," segir Her- dís og hlær góðlátlega. „Hann var deyjandi en hann var ekki búinn að missa húmorinn." Eldri dóttirin í fótspor pabba Herdís segist sakna barna sinna sárt en þau eigi eftir að týnast heim í vetur. Það hafi þó verið ósk Áma að eldri dóttir þeirra fengi að ljúka skólagöngu fyrir austan þar sem hún dvelur nú og fengi að fara í skólaferðalag með bekkjarsystkin- um sínum. Þegar hún snúi heim fari hún svo í framhaldsskóla. „Það var heitasta óska Áma að börnin okkar myndu mennta sig,“ segir Herdís og segir hreykin af að stúlk- an hennar sé mjög klár. Enn frem- ur finnst henni ánægjulegt að hún ætli að læra bílasmíði en það var iðn sem Áma dreymdi um að læra en gat ekki vegna þess hve les- blindur hann var. „Hún hefur sagt lengi að bfla- smíði sé það sem hana langi til að læra. Ég hélt þó að það myndi eld- ast af henni en það er greinilegt að svo er ekki. Hún ætlar að feta í fót- spor föður síns nema hún ætlar að hafa próf og stofna verkstæði," seg- ir Herdís augljóslega stolt af stúlkunni sinni. Erfitt að þiggja hjálpina „Ég vil ekki eyða orku minni í reiði ég nóg annað við hana að gera núna,“ segir Herdís en viðurkennir að hún verði að vera óhrædd við að þiggja hjálp annarra ef framtíðin eigi að ganga upp hjá herini og börnunum hennar. „Get ég nokkuð annað ef þetta á að ganga upp hjá okkur? Þetta er erfitt og erfiðast er þetta fyrir Guðmund son minn sem nú er níu ára. Við emm búnar að tala saman í dágóðan tima en frostkenndri rign- ingunni úti virðist ekki ætla slota. Áður en hún fer dregur hún ffam mynd af Árna Jóni frá því áður en veikindin settu mark sitt á hann. Hann er myndarlegur og ekki að undra að Herdís horfi ástúðlega á myndina fyrir framan sig. „Ég vissi að hann var deyjandi en maður á aldrei von á þessu. Þegar hann vaknaði daginn sem hann dó virtist hann síður en svo vera að fara. Ég verð samt að sætta mig við þetta og þakka fyrir þann tíma sem ég fékk að njóta með honum." karen@dv.is Þeim sem vilja styrkja Herdísi og böm hennar á þessum erfiðu tím um er bent á að það er hægt með því að leggja inn á reikning 537-15-545, kt. 100767-4229

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.