Dagblaðið Vísir - DV - 28.01.2006, Blaðsíða 20

Dagblaðið Vísir - DV - 28.01.2006, Blaðsíða 20
I 20 LAUGARDAGUR 28. JANUAR 2006 Helgarblaö DV Júlía Bergmannsdóttir lést um miðnætti á miðvikudag, 42 ára að aldri, eftir langa baráttu við krabbamein. Júlía lagði á það ríka áherslu að leyna engu og lýsti líðan sinni daglega á blogg- síðu sinni. Karen Kjartansdóttir ræddi við Júlíu í síma og gegnum tölvupóst. Sama dag og hún lést svaraði hún spurningum um veikindin en hún vildi að frásögn sín birtist ef hún gæti nýst einhverjum sem væri í sömu sporum og fjölskylda hennar. Sterk fram a hinstu stund Við Jökulsárfón j Bcrglind, Júlia og Jóhann láta sér liða 1 vel 1 islenskri náttúru. j Á netinu er hægt að finna nær allt milli himins og jarðar. Áhuga- verðastar hafa mér þó alltaf fundist síður þar sem fólk segir hispurs- laust frá lífi sínu. Síður þar sem letrið breytist í myndir af tilveru einstaklinganna. Þannig er síðan sem Júlía Bergmannsdóttir hélt úti. Júlía var tveggja barna móðir í blóma lífsins þegar hún greindist með brjóstakrabbamein. Erfitt er að gera sér í hugarlund hve áfall hennar var mikið við að komast að því. Hún jafnaði sig þó fljótt en ákvað að líta á meinið sem verkefni sem hún ætlaði að sigrast á. Hún lagði sig fram í baráttunni en komst seinna að því að hún myndi aldrei hafa sigur. Júlía hélt þó áfram að berjast og bar höfuðið hátt. Þegar ég hringdi fyrst í hana og spurði hvort hún gæti veitt mér viðtal lá vel á henni. Ég sagði henni hve mjög ég hefði hrifist af skrifum hennar og langaði til að benda öðrum á þau. Hún tók vel í þessa hugmynd en benti mér á að líklega væri betra að ég sendi bréf með spurningum sem hún og Jóhann Freyr, eiginmaður hennar, gætu svarað saman þar sem veikindin snertu ekki aðeins hana heldur einnig fjölskylduna. Ég beið þó með að senda bréfið þar sem ég sá að líðan hennar hafði versnað. Síst af öUu vildi ég trufla þau á jafn erfiðri stundu. A miðvikudag hringdi samt eigin- maður hennar í mig og sagði að henni liði vel og hún væri tilbúin að fá skeytið. Þann dag lá vel á Júlíu. Hljóðið í Jóhanni var einnig gott þó vitan- lega hafi vitneskjan um að eigin- kona hans færi senn að kveðja þennan heim verið nagandi. Hún hafði jafnvel komist af sjúkrahús- inu og heim til ijölskyldu sinnar. Sama dag tók hún þó ákvörðun um að gangast undir líknandi meðferð en það þýðir að stríðið gegn sjúk- dómnum sjálfum er lagt til hliðar og aðeins er hugsað um að reyna að lina mestu þjáningarnar. Bréfið barst mér þó ekki á fimmtudeginum. Illur grunur læddist að mér og þegar ég leit inn á heimasíðu hennar sá ég að þrautum hennar hafði lokið rétt fyrir miðnætti sama dag og ég sendi skeytið. Ég lokaði síðunni, sendi eiginmanni hennar bréf þar sem ég vottaði samúð mína og reyndi að einbeita mér að öðrum verkefnum. í gær barst mér svar frá Jó- hanni. í því stóð: // Hvaðgetumvið gert?"spyr ég lækn~ inn minn. „Er þetta búið?"Ég viðurkenni það alveg að ég var búin að búa mig undirþað að það væri ekki hægt að gera neitt meira fyrir mig og að þetta yrðu síðustu vikurnar mínar. En iæknirinn minn var ekki alveg á því að gefast upp og ekki ég heldur." Saman í gegn um veikindin Júlia og Jóhann stóðu þétt saman þó veikindin hafi oft á tíðum reynt á þau „Júlía átti síðasta andardráttinn kl. 22 mínútur ímiðnætti þann 25. janúar síðastliðinn en hún bað mig að bera þér kveðju sína fyrr um daginn og vonaði að reynsla henn- argæti nýst einhverjum sem væri í sömu sporum og hennar fjöl- skylda. “ Af þessum sökum vil ég birta bréf hennar auk hluta af frásögn hennar af baráttunni við þjáning- arnar og dauðann. Meinið finnst „1998 greindist ég með brjósta- krabbamein sem var töluvert sjokk en maður jafnaði sig á því áfalli Bjódega og leit á þetta áfall sem verkefni sem maður þyrfii að klára en framundan var skurðaðgerð, iyfjameðferð og geislameðferð, svo áttimálið að vera búið. Semsagt 8-9 mánaða verkefhi sem maður ætlaði að standa sigí ogklára með stæl en það fór nú ekki alveg á þann veg. f fyrsta Jagi átti bara að taka fleyg- skurð úr bijóstinu á mér sem var gert en það var ekki nóg þannig að égþurfti að fara íaðra aðgerð og þá var allt hægra brjósúð tekið þvíþað var allt ónýtt, allt morandi íkrabba- meini, einnig voru 15 eitlar undir holhendinni teknir en 5 af þeim voru sýktir þannig að dæmið var frekarsvart. Ég fór íalls konar rann- sóknir tilað ganga úr skugga um að þessi óþverri væri ekki á Beiri stöð- um en það var hvergi sjáanlegt. Ég lauk minni meðferð og fór einnig í 40 geisla. Þessu lauk öllu í maí 1999. Þá tók við endurhæBng sem égsá sjálfum oggekkbara vel þangað til í október. Þá byrjaði ég að Bnna fyrir sársauka í mjöðminni hægra megin. Það varað sjálfsögðu skýring á því en kom ekki í ljós fyrr en ég fór í beinaskann í janúar 2000. Þá var krabbameinið búið að dreifa sér í beinin á mér og var komið gat í spjaldhrygginn á mér en hann er á milli mjaðmaspað- anna. Nú fyrst var þetta orðið mikið og alvarlegt mál því þegar brjóstakrabbamein hefur dreift sér frá upprunalegum stað er aðeins hægt að reyna að halda þvíniðri og er því ekki hægt að lækna það, ég endurtek, EKKIHÆGTAÐ LÆKNA ÞAÐ." Vildi fá frið fyrir verkjum í skrifum Júlíu kemur þó oft fram hve erfitt það getur verið að halda höfði þegar sársaukinn gríp- ur líkamann heljargreipum. Þegar ekkert nema dauðinn virðist geta veitt líkn í þrautum. Togstreitan milli þessara hugsana og langana til að standa sig frammi fyrir ástvin- um sínum kemur sterklega fram í mörgum skrifum hennar:
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.