Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq

Dagblaðið Vísir - DV - 28.01.2006, Qupperneq 40

Dagblaðið Vísir - DV - 28.01.2006, Qupperneq 40
40 LAUGARDAGUR 28. JANÚAR 2006 Helgarblað DV * r Myrti tvíbura- dætursínar Bankastarfsmaður að nafni David Crespi í Kaliforníu hefur verið ákærður fyrir að hafa myrt fimm ára gamlar tvíburadætur sínar. Litlu stúlkumar fundust á heimili sínu með stungusár. Réttarhöld hefjast í næsta mán- uði. Craspi var einn heima með þeim Samönthu og Tessöm þegar ódæðið var framið. Hann hringdi sjálfur í neyðarlínuna og var fluttur af vettvangi án mót- spyrnu. Ekki er vitað til að nein ástæða hafa verið fyrir morðun- um. Móðir telpnanna var í klipp- ingu þegar atvikið átti sér stað og vissi hún ekki til þess að neitt amaði að þegar hún fór. Faðir Crespis heldur því fram að sonur sinn hafi glímt við svefnleysi og tekið lyf við því en veit ekki til þess að fleira hafi amað að hon- um. Hann á þrjú önnur börn en þau vom í skólanum þegar syst- ur þeirra voru myrtar. Sænsk mannæta bervið geðveiki Sænskur maður hefur játað að hafa myrt tvær konur, dmkk- ið blóð þeirra og lagt sér líkamshluta þeirra til munns. Mað- urinn er 29 ára gamali og greinir AP fréttastöðin frá því að sænska þjóð- in sé harmi slegin vegna þessara atburða. „Ég hef afdrei séð nokk- uð þessu líkt. Hann er greinilega afar sjúkur maður," sagði Anders Persson sem annast rannsókn málsins. Sjálfur greindi maður- inn lögreglu frá því að hann hefði drukkið blóð þeirra til að öðlast krafta þeirra. Magnus Isaksson lögfræðingur mannsins segir hann sekan en að hann eigi við miklar geðtmflanir að stríða. Hann mun gangast undir ítar- legar geðrannsóknir sfðar í þess- um mánuði og verður á meðan vistaður á geðsjúkrahúsi í ná- grenni við Stokkhólm. Tværfjölskyldur myrtar Lögreglan í Fíladelfíu fylki í Bandaríkjunum glímir nú við afar erfið og skelfileg morðmál. Tvær vinafjölskyldur hafa fund- ist myrtar á hinn hrottalegasta hátt en aðeins fimm dagar liðu milli morðanna. í byrjun árs fannst Harvey fjölskyldan látin á heimili sínu. Allir fjölskyldu meðlimir, það er Bryan 49 ára, Kathryn 39 ára, Stella 9 ára og hin fjögurra ára gamla Ruby höfðu verið bundin, barin og skorin á háls. Sjötta þessa mán- aðar fannst nágrannaljölskylda þeirra, Baskerville, myrt á svip- aðan hátt. Talið er að Ashley Bakerville sem var myrt ásamt foreldrum sínum hafí á einhvern hátt tengst fyrri morðunum. Derek og Alex King voru 12 og 13 ára þegar þeir játuöu að hafa myrt fóður sinn með því að berja hann í höfuðið með hafnarboltakylfu. Stuttu síðar drógu þeir sögu sína til baka og héldu því fram að vinur föður þeirra, sem hafði átt í kynferðislegu sambandi við yngri bróðurinn, væri sekur um verknaðinn. Engin sönnunargögn voru til. Litlu drengirnir sem drápu pabba sinn I Daemdur barnaníð- ingur Drengirnir héldu því fram að vin- | ur föður þeirra væri hinn raunveruiegi morðingi. Hann hefði lagt þeim orð í munn. „Ég gekk úr skugga um að hann væri sofandi. Náði í hafnaboltakylf- una og sló hann í höfuðið," sagði hinn 14 ára gamli Derek King þegar hann var beðinn um að lýsa morð- inu á föður sínum við réttarhöldin. „Það rumdi í honum eftir fyrsta höggið, ég vildi ekki að hann vakn- aði og sæi okkur þannig ég lamdi hann nokkrum sinnum til viðbótar. Svo til vonar og vara. Við kveiktum svo í húsinu til að eyðileggja öll sönnunargögn." Derek og Alex bróðir hans voru aðeins 13 og 12 ára þegar þeir myrtu föður sinn Terry King sem þá var fertugur. Terry var strangur við drengina jafnvel þó þeir hefðu dvalist á fósturheimili í sex ár. Sögunni breytt Fjórum mánuðum eftir að þeir höfðu játað verknaðinn ákváðu þeir þó að breyta sögu sinni. Þeir héldu því fram að þeir væru ekki hinir raunverulegu morðingjar heldur maður að nafni Ricky Chavis. Sá maður hafði verið dæmdur fyrir að misnota börn auk þess sem hann hafði verið í kynferðislegu sam- bandi við yngir bróðirinn. Chavis neitaði ákærunum og lögreglan vissi ekki í hvorn fótinn hún átti að stíga. Ekkert refsað Fyrstu réttarhöldin hófust 3. september árið 2002. í þeim hélt verjandi drengjanna því ifam að Ricky Chavis hefði ákveðið að myrða föður þeirra til að forðast ákæm eftir að uppkomst um samband hans við föður sinn. Lögfræðingur drengjanna benti þó á að Chavis hefði setið inni fyrir að misnota börn. Hann hefði heilaþvegið bræðurnar og . snúið þeim gegn föður sínum með því að leyfa þeim að komast upp með hvað sem var. Af ótta við að missa þau völd sem hann hafði yfir þeim hefði hann af- ráðið að losa sig við eina foreldri þeirra. Engin sönnunargögn voru þó til að sakfella Ricky né bræð- urna. Það var samt ekki hægt að sleppa þeim öllum og í lokin voru það bræðurnir sem tóku skellinn. Lífstíðardómur án mögu- leika á reynslulausn Þeir voru dæmdir fyrir morð af yfirlögðu ráði og fengu lífstíðardóm án möguleika á reynslulausn. Málið olli miklum umræðum meðal lög- fræðinga. Margir bentu á að þegar upptökurnar væru skoðaðar væri augljóst að játningar bræðranna voru fyrir fram ákveðnar, líklegast af einhverjum öðrum sem hefði hag af játningu þeirra. Ef þeir væru raunverulega sekir hefði hugmyndin ekki komið frá þeim heldur frá Ricky sem vildi ólmur fá að halda sambandi sínu við Alex litla. Afi þeirra var þó ekki jafn viss um sakleysi þeirra. Hann sagðist elska þá en sannfærður um að þeir hefðu komið að málinu. Þegar hann hefði Með pabba Þessi mynd var tekin skömmu fyrir morðið. spurt Alex hvað hefði gerst hina örlaga- ríku nótt hefði hann litið til Dereks í leit að samþykki. Derek hefði sett fingur á munn til merkis um að hann ætti að þegja. Ómögulegt hefði verið að fá tilfínningar fram hjá þeim og augu þeirra hefðu verið dauð. Föðurbróðir þeirra þótti þó undarlegt að barnaníðingur hefði sloppið með skrekk- inn en börn sem hefðu þurft að þola uppeldi á fósturheimil- um, brotna fjöl- skyldu og mis- w % notkun væru fangelsuð. yngri son hans. Því var haldið fram að Chavis hefði boðið strákunum að búa hjá sér eftir að faðir þeirra væri allur. Hann hefði svo sannfært drengina um að heppilegast væri að þeir tækju á sig sökina, fullvissað þá um að þeim yrði nánast ekkert refs- að fyrir verknaðinn og lagt þeim orð í munn fyrir yfirheyrslur. Klámmyndir og maríjúana Sakamál Yngri bróðirinn Alex King var lykilvitni í málflutningnum. Hann sagðist hafa átt í kynferðis- og til- finningalegu sambandi við Chavis en hann dvaldi mikið á heimili þeirra enda góðvinur fjölskylduföð- urins. Chavis var oft einn með drengjunum á kvöldin og leyfði þeim þá að horfa á klámmyndir og reykja maríjúana. Hann hreyfst mjög af Alex og hafði samfarir við hann án vitundar föður hans. í lítilli minnisbók sem fannst á vettvangi glæpsins var letrað. „Ricky hefur hjálpað mér að skilja lífið. Áður en ég kynntist honum var ég gagnkyn- hneigður en Ricky hefur kennt mér að nú er ég hommi." Engin sönnunargögn Lögmaður Chavis sagði að aug- Ijóst væri að Alex hefði ekki viljað búa hjá föður sínum heldur Ricky. Þegar faðirinn hefði komist að sam- bandi þeirra hefði hann lagt blátt bann við að þeir hittust. Það væri ástæðan fyrir því að bræðurnir hefðu tekið ákvörðun um að myrða ■*
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.