Dagblaðið Vísir - DV - 28.01.2006, Blaðsíða 37

Dagblaðið Vísir - DV - 28.01.2006, Blaðsíða 37
DV Helgarblað LAUGARDAGUR 28. JANÚAR 2006 37 Örlygur Smári gaf sér tlma til að ræða við okkur um undir- búning söngvakeppni Sjónvarpsins en hann samdi tvö lög sem taka þátt 1 forkeppninni. Örlygur er yfir- vegaður og bjartsýnn þegar hann segir okkur hvernig undirbúningur fyrir keppnina fer fram en Arndís Ólöf söng- kona úr Idol, syng- urlagiðhans fþ. , Eldur nýr í kvöld „Lag getur orðið til á marga vegu. Vissulega getur lagstúfi lostið niður í huga manns, og það gerist af og til en svo er þetta líka bara spurningin um vinnubrögð og að sitja við og gefast ekki upp," svarar örlygur þeg- ar við forvitnumst hvernig lag eins og Eldur nýr sem Ardís Ólöf flytur í kvöld verður tU. „Þegar við höfum samið saman lag þá byrjum við yfir- leitt á því að kasta á milli okkar hug- myndum. Það getur verið hvað sem er, einhver lagstúfur eða einföld gít- arlína og svo er spunnið út frá því," segir hann og brosir afslappaður. Vinur samdi textann „Textann gerði vinur minn hann Sigurður Örn Jónsson. Lagið var tek- ið upphaflega upp með enskum texta úti í Stokkhólmi en þegar ákveðið var að senda lagið í keppn- ina þá tók Sigurður að sér að gera við það texta á íslensku. Hann er klár og ótrúlega snöggur að gera svona." Fallegur flytjandi „Ardís Ólöf er góð og örugg söng- kona, með góða sviðs- og sjónvarps- reynslu úr Idolinu og öðru. Mér fannst hún góður kostur þar sem hún hefur reynslu en er samt ekki ofnotuð. Gaman að koma fersku fólki á framfæri." Enginn má fara yfir um „Það er töluverð vinna sem liggur að baki svona söngvakeppnisþátt- töku. Fyrst þarf að finna flytjanda, taka lagið upp, finna bakraddir og hanna svo allt atriðið. Þar fyrir utan þarf auðvitað að klæða alla upp, greiða og farða. Heilmikið að gera og hugsa um og nauðsynlegt að virkja alla þátttakendur í laginu í einhverju af þessu svo að lagahöfundurinn fari nú ekki yfir um:“ Hvernig er stemningin og að- staðan? „Aðstaðan á Fiskislóð sýnist mér vera nokkuð góð, allt lítur samt stærra út í sjónvarpinu en það gerir í raunveruleikanum. Sviðið er samt sem áður stórt og gott og starfsfólkið mikið hæfileikafólk. Stemningin í hópnum er mjög góð og allir harð- ákveðnir að gera þetta eftirminni- legt bæði fyrir áhorfendur og sig sjálfa." Tvö lög í sömu keppni? „Ég er með tvö lög í keppninni. Ég sem töluvert af lögum og á orðið ágætis „katalog" eins og það heitir á góðri íslensku. Eins og áður hefur komið fram þá geta lög komið svona í kollinn á manni en yfirleitt er þetta bara vinna, reyndar mjög skemmti- leg vinna. Það er ekki hægt að sitja bara og bíða þar til andinn kemur yfir mann. Kannski hentar það öðrum en ekki mér. Ég á líka lag sem verður flutt þann 4. febrúar af Bjartmari Þórðarsyni. Lagið heitir „Á ég?“. TAROTLESNING Hann er alveg stórkostlegur söngv- ari og flytjandi. Ég vona svo sannar- lega að lagið komist áfram því þjóð- in á skilið að fá að heyra meira í þessum unga og bráðefnilega söngvara," segir hann þegar við kveðjum þennan hæfileikaríka mann sem stillir sér upp með Ardísi Ólöfu fyrir ljósmyndara helgarblaðs- ins. elly@dv.is • • f/aiH) (/e'S/iif Uj f Íbia/Hr Ef marka má tarotlesninguna nýtur lagahöfundurinn Örlygur Smári blessunar og þess vegna er mikilvægt að hann hugi vel að jafnvægi sínu og sé meðvitaður um að kærleikurinn stjórnar snúningi jarðarinnar og öllu sem er. VI - Elskend- urnir Hér birtast vegamót. Þú leysir sjálfan þig úr ánauö hins þekkta og gangtu inn / hið óþekkta ef sjálfið segit svo. Breytingar sýna að þú ert um það bilaðgangaigegn- um skemmtilega reynslu og ættir fyrr en síðarað ákveða hvora leiðina þú kýst að velja. Valið er eflaust erfitt fyrir þig þessa stundina.Eftir að þú hefur ákveðið þig er ekki aftur snúið því llfþitt mun taka miklum stakkaskiptum. Sverðriddari Persónuleiki Ungi maðurinn er kjark- aður, gáfaður og er fær um að takast á við erfið- ar aðstæður á jákvæðan máta. Hann tekst á við hindranir á opinn og hreinskilinn hátt. Hér er á ferðinni góður vinur og á það ekki siður við þegarþú stendur frammi fyrir erfíðleik- um einhverskonar. Hann verður til staðar þegar þarfnast. Hér er verið að lýsa Örlygi og kraft hans við að koma þessu á koppinn og íkeppnina. XIX - Sólin Hér ertu sjálfinu góðurog útþensl- an berst greinilega um hjarta þitt. Þú áttþérstóra drauma og ertjá- kvæð manneskja með metnað á hæsta stigi sem erafhinugóða. Orkustöðvar þínar eru öflugarog óskir þinar eru sannarlega raunhæfar. Sólin segir ekki að- eins til um velgengni þína heldur lætur drauma þína verða að veruleika fyrr en þig grunar. Hamingja, spenna og velferð einkenna þig og verkefni þín sem virðastgefa þérmikið. Arnaldur Indriðason er 45 ára I dag „Það er gott að sjá að maðurinn er fær um að skilja persónuleg vandamál eftir heima þegar hann fer út og viðurkennir þá staðreynd að hann er ekki fær um að efla eigin þroska nema þekkingu sé hleypt í gegnumskel hans, að hjartanu, þar sem I breytist í væntum- þykju og sam- kennd." Amaldur Indriðason hún Vatnsberinngo.M-«-W Ef lítið er um að vera þessa stundina hjá þér og fátt spennandi framundan að þínu mati ættir þú að taka þér tíma í að slaka á, virkja þína innri líðan og njóta kyrrðarinnar í stað þess að leita uppi verkefni. Fiskamirftg. febr.~20. mars) Börn stafa ást sem 't-l-m-i' og -- þú mættir huga vel að því ef þú ert for- eldri. Annars nýtur þú um þessar mund- ir einfaldleika tilverunnar, ert jarðbund- in/n mjög og gefandi manneskja. HrÚWm(21.mars-19.april) Það er ekki auðvelt fyrir þig að fyrirgefa en það sem þú framkvæmir um þessar mundir hefur áhrif á heildar- myndina og ekki síður líðan þína. Nautið Nailtið (20. aprfi-20. mai) Þú hefur eitthvað sérstakt til að bera. En þú leyfir engum að fá að- gang nema þú finnir fyrir vellíðan gagnvart fólkinu sem þú umgengst um þessar mundir. ^ Tvíburarnir (21. mai-21.júni) Talan sjö segir að þú sért skrefi á undan öðrum og látir það ekki á þig fá þótt innra með þér ólgi tilfinningar sem eiga það til að flækjast fyrir þér. Krabbinn^.jM-2/.;ú« Heiðarleiki og hlýja einkennir krabbann þegar kemur að fólkinu sem hann elskar. Oft á tíðum er hann ekki í sambandi við eigin tilfinningar þegar kemur að sjálfinu en það er um það bil að breytast til batnaðar. í\Ómb(21júlí-2lógúst) Talan tveir sýnir að þú ert fær um að nota fegurð fortíðar til að endur- skapa og upplifa nútíðina á réttan máta með þeim sem þú kýst að eyða tíma þínum í og fyrir. Meyjan (23. ágúst-22. sept.) Þú átt í einhverjum vandræð- um með líðan þína sem þú bælirjafn- vel og viðurkennir ekki. Stríð geisar innra með þér en þú birtist róleg/ur á ytra borðinu. Hugaðu betur að líðan þinni og heilsu. Voqm (23. sept.-23.okt.) Þú setur þér háleit markmið þegar sambönd eru annars vegar. Hér kemur fram góðviljaður harðstjóri sem er án efa þú sjálf/ur. Sporðdrekinn (24.M.-nmv) Þrátt fyrir styrk þinn og ein- veru sem þú kannt vissulega að meta átt þú það til að vera mjög einmana. Bogmaðurinn (22.n6v.-21.dei) Þú reynir að gefa eins mikið og þú ert fær um yfir helgina og sækist að sama skapi eftir ást og ástríðum. Þú elskar af öllu hjarta. Steingeitin (22.des.-19.jan.) Margmenni tengist þér þar sem þú finnur fyrir djúpstæðri þörf að sinna hag fólksins hérna, styðja það og efla. SPÁMAÐUR.IS ,
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.