Dagblaðið Vísir - DV - 28.01.2006, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 28.01.2006, Blaðsíða 12
72 LAUGARDAGUR 28. JANÚAR 2006 Fréttir DV Ölvaður fangi Fimmtudagskvöldin virðast ekki fara jafn vel í alla því maður var þá hand- tekinn af Lögreglunni í Keflavík og látinn gista í fangaklefa. Var hann hand- tekinn íyrir utan skemmti- stað í Reykjanesbæ vegna ölvunar og ofstopa. í fyrra- dag var einnig tilkynnt um innbrot í bát í Sandgerðis- höfn. Svo virðist sem ætlun þjófsins hafi verið að stela lyfjum því það hafði verið rótað til í lyfjakistu bátsins en talið er að engu hafi ver- ið stolið. Eftirsótt leikskólastörf Það er önnur afstaða til starfa á leikskólum austan Heliisheiðar en á Reykj avíkursvæð - inu. Á meðan fjöldi segir upp í Reykjavík og Kópavogi sóttu tíu um fimm stöður við leikskólann Óskaland í Hveragerði, að því er fram kemur á sunn- lenska.is. Þrír voru ráðnir í heilt starf og tveir í 50 pró- sent starf. Tveir leikskólar eru í Hveragerði og eru stöðugildi alls 24. Veiddi Ókindina Súgflrðingurinn Guð- mundur Svavarsson fékk svo sannarlega vænan afla þegar hann veiddi hákarl á línu í fyrradag, að því er fram kemur á bb.is. Að sögn Guðmundar var þetta í fyrsta sinn sem hann veiðir hákarl en lítið mál hafi verið að koma honum um borð. „Ég seldi hann svo strax þegar ég kom í land en það var slegist um hann,“ segir Guðmundur. Hákarlinn verður ekki klár fyrir þorra- blót Súgfirðinga en hann er kominn í verkun. „Það er fjör framundan hjá okkur hérna að Kárahnjúkum þvf við munum halda upp á kínversku áramótin í dag.Ár rauða hundsins er að ganga í garð og þvl verður fagnað með Landsíminn elda- sýningu í kvöld og veislu á morgun. Annars gengur lífið fínt hér að Kárahnjúkum. Veðrið er þokkalegt og allt í rólegum gír. Það er vetur núna og þá hægist yfir mannskapn- um I vinnu," segir Oddur Frið- riksson, yfirtrúnaðarmaður að Kárahnjúkum. Uppbygging í Reykjanesbæ hófst í fyrrasumar en þá var ákveðið að bjóða út lóðir í Innri-Njarðvík. Nú, rúmu hálfu ári seinna, eru 1.200 lóðir farnar og fleiri lóðir á leiðinni í útboð. Viðar IVIár Aðalsteinsson, framkvæmdastjóri umhverfis- og skipu- lagssviðs Reykjanesbæjar, telur nálægðina við flugvöllinn og tvöföldun Reykjanes- brautar ástæðu þess að fólk hvaðanæva af landinu flykkist til bæjarins. JJJJíJJJJ ijjj . viðar Már Aðalsteinsson Ásamtbæjarstjóranum, Árna Sig fússyni. Eru bjartsýnir og byggja nú nýjan bæ í Reykjanesbæ. Sumir ráðast í að byggja hverfí og aðrir byggð en Reykjanesbær er eflaust sá íyrsti sem ræðst í að byggja heilan bæ. Lóðirnar í Innri-Njarðvík, undir einbýlishús, parhús, raðhús og fjölbýli fjúka út eins og heitar lummur. Verktakar, einstaklingar og fyrir- tæki hugsa sér gott til glóðarinnar enda gatnagerðargjöld lægri en á höfuðborgarsvæðinu. Uppbyggingin sem fyrir dyrum stendur í Reykjanesbæ er svo mikil að segja má að nánast sé verið að byggja nýjan bæ með hátt í þúsund íbúðir. Til viðmiðunar er hægt að nefna að í Vogum á Vatnsleysu- strönd eru rúmlega 360 heimili. Það er því hægt að segja að það sé verið að byggja þrjá Voga. 20 prósent fjölgun árlega „Það er hárrétt," segir Viðar Már Aðalsteinsson, framkvæmda- stjóri umhverfis- og skipulags- sviðs Reykjanesbæjar, þegar hann er spurður hvort það þurfi ekki 20 prósenta fólksfjölgun í Reykja- nesbæ til að mæta þeirri upp- byggingu sem nú fer fram í Innri- Njarðvík. Uppbygging í Innri-Njarðvík hófst í fyrrasumar. Um er að ræða 1.200 lóðir sem hafa bókstaflega fokið út. í fyrradag voru boðnar út 130 lóðir sem allar fóru út á mjög skömmum tíma. í næstu viku verða boðnar út enn fleiri lóðir. „Efallt gengur upp þá gætum við verið að tala um eitthvað yfir 10% í fólksfjölgun á þessu ári, alveg hik- laust." Hvaðanæva að Viðar segir fólkið sem kaupi lóðirnar koma hvaðanæva af land- inu. Hann telur að nálægð við flug- völlinn og tvöföldun Reykjanesbraut- ar geri það að verkum að fólk flytji til Reykjanesbæjar ásamt því að gatna- gerðargjöld séu töluvert lægri en á höfuðborgarsvæðinu. „Við munum bjóða upp á 77 lóðir í svokölluðu Dalshverfi 2 sem er nán- ast uppi á Stapa. Þar verða bæði ein- býlishús og slatti af par- og raðhús- um ásamt fjölbýli. Það er feikilega mikið framboð en eftirspurnin er miklu meiri en við þorðum að vona," segir Viðar Már. Verslunarmiðstöð En það er enginn bær án fýrir- tækja. I Innri-Njarðvík er engin versl- unarmiðstöð, sjoppa eða banki en Viðar Már segir að þar verði breyting á. „í Tjamarhverfinu mun verða starfrækt hverfisþjónusta á tveimur hæðum en það gæti til dæmis hýst útibú banka og sjoppu. Síðan er áætl- að að þarna rísi 25 þúsund fermetra verslunarmiðstöð," segir Viðar Már. Hvað skemmtanalíf þessara nýju íbúa varðar hefur ekkert verið ákveðið með skemmtistað eða bar en Viðar Már segir þó að hann hafi heyrt af áhuga fólks á því. atli@dv.is 10% fjölgun 2006 „Ef allt gengur upp gætum við verið að tala um eitthvað yfir 10% I fólksfjölgun á þessu ári, alveg hik- laust," segir Viðar Már. Lóðirnar eru ekki dýrar, ef mið- að er við að einstaklingur ætli að byggja sér 200 fermetra hús gæti lóðin kostað um 2,2 milljónir króna. Þrátt fyrir að hundruð lóða séu farin út segir Viðar Már að bær- inn komi út á núllinu: „Við erum eiginlega ekkert að þéna á þessu. Það er kostnaður við gatnagerð, opin svæði, gangstíga og margt fleira." Sveitarstjóri sagður ætla sér jörð án þess að auglýsa hana til sölu Óska ekki eftir sérafgreiðslu mértil framdráttar Ársæll Guðmunds- son „Ómálefnalegri umfjöllun og að- dróttunum vísa ég til föðurhúsanna," segir sveitarstjórinn. Ársæll Guðmundsson, sveitar- stjóri í Skagafirði, segir Sigurð Árna- son, varafulltrúa Framsóknarflokks- ins í sveitarstjórn, fara með rakalaus ósannandi þegar hann segi að Ár- sæll og kona hans hafi óskað eftir því að fá jörð keypta af sveitarfélaginu án augiýsingar. Sigurður ræddi málið í grein sem birtist í blaðinu Feyki á miðvikudag- inn. Ársæll segir hið rétta í málinu vera að hann hafi lagt inn ósk um að fá keypta jörðina Hraun í Unadal. Það hafi hann gert eins og hver ann- ar íbúi sveitarfélags gæti gert. „Hvorki nú né áður hefur sveitar- stjóri farið fram á sérafgreiðslu mála sér til framdráttar. Hvergi er hér far- ið með pukur eða yfirvarp. Ætlast ég til að viðkomandi nefndir sveitarfé- lagsins fjalli um erindið eins og hvert annað innsent erindi og hvergi er farið fram á annað en að af- greiðslan verði á jafnræðisgrunni, fyrir opnum tjöldum og rökstudd. Ómálefnalegri umfjöllun og að- dróttunum vísa ég til föðurhúsanna og bið fulltrúa Framsóknarflokksins í sveitarstjórn að ræða erindi og af- greiðslur á málefnalegan hátt en ekki með persónulegum ávirðing- um,“ sagði í harðorðri bókun sem Ársæll lagði fram á fundi sveitar- stjórnar á fimmtudag. Sigurður Árnason sat ekki sveit- arstjórnarfundinn á fimmtudag en bæjarfulltrúinn Gunnar Bragi Sveinsson tók upp hanskann fyrir Sigurð og lagði fram bókun: „Undirrituð viljum leggja áherslu á að ef selja á landareignir eða aðrar eignir sveitarfélagsins verði þær auglýstar til sölu á almennum mark- aði eftir að búið er að fara ítarlega yfir livað eigi að selja og hvað ekki. Jafnframt hörmum við að sveitar- stjóri skuli ráðast á Sigurð Árnason vara sveitarstjórnarfulltrúa þar sem hann er ekki á staðnum til að svara fýrir sig." Jörðin Hraun var fýrir samein- ingu sveitarfélaga í Skagafirði í Hofs- hreppi. Unadalsá rennur um land Hrauns. Þar er silungsveiði.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.