Dagblaðið Vísir - DV - 28.01.2006, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 28.01.2006, Blaðsíða 16
16 LAUGADAGUR 28. JANÚAR 2006 Sport DV Omari var látinn fara Körfuboltalið KR heíur sagt Bandaríkjamanni sínum Omari Westley upp störf- um en hann var dæmdur í fjögurra leikja bann í vik- unni. Á heimasíðu KR er gerð grein fyrir ákvörðun körfuknatt- leiksdeildarinnar. „Þar sem bannið gildir yfir helming þeirra leikja sem eftir eru í deiidarkeppninni, sem er gríðarlega jöfn og spenn- andi, var ákveðið að bregð- ast við með því að skipta um bandarískan leikmann," segir um málið en Omari skoraði 34 stig í kveðjuleik sínum (85-75 sigri á Skaila- grími) og var með 23,1 stig að meðaltali í átta leikjum sínum í lceland Express deildinni. Bannið hefur engin áhrif KR-ingar hafa ráðið tvo nýja leik- menn í stað Omari Westley en það eru Bandaríkjamaður- inn Melvin Scott og Serbinn Ljubo- drag Bogavac. Meivin Scott vakti athygli með Bumbunni gegn Grindavík í bikamum á dögunum en hann er bakvörður fr á Baltimore og lék með North Carolina skólanum. Melvin Scott er löglegur strax á sunnudaginn gegn Keflavík og hefur því bann Omari engin áhrif á lið KR-inga. Sendu inn til öryggis KR-ingar gengu einnig frá samningi við serbneska mið- herjann Ljubodrag Boga vac. Bogavac var boðinn KR í desember og á heimasíðu KR kemur fram að KR-ingar lögðu inn félagaskipta- beiðni fyrir hann áður en félagaskiptaglugginn lokað- ist 5. janúar. Bogavac verð- ur löglegur 5. febrúar. Hann er 29 ára gamall Serbi. Hann er 204 cm á hæð og 104 kg, hefur leikið í Júgóslavíu, Serbíu, Rúm- eníu, Lúxemborg og þýsku 2. deildinni. Owen hefur áhyggjur Michael Owen, ein helsta stjarna enska landsliðsins og framherji hjá Newcastle, hefur áhyggjuraf máli Svei Göran Eriksson og segir að sá fjöl- miðlasirkus sem hefur fylgt því gæti haft áhrif á gengi liðsins á HM í sumar. „Ef blöðin skrifa um þetta mál á hverj- um degi og ræða fram og til baka um hugsanlegan eftirmann hans gæti það farið í taugarnar á nokkrum leik- mönnum. Við viljum einbeita okkur að keppninni," sagði Owen. lillL ÞBÍÍÍ tifi rI7i xqfjf) Í£JÍy_n£;j£o \',\fifl:;ÍU) miL eii ftpkll iiimá írú ÍLQUHi BI'IÍ ikflíi íiÚ Uf-frf níl cim k I f'f-n irri i riLTi rin. r) r1 \ / r) r4- i ují xíjíá) lUUjílÖiíJÍÉk 1. Ólafur Stefánsson 2. Patrekur Jóhannesson 3. Valdimar Grímsson 4. Guðjón Valur Sigurðsson 5. Kristján Arason 6. Geir Sveinsson 7. Dagur Sigurðsson 8. Sigfús Sigurðsson 9. Gústaf Bjarnason 10. Sigurður Gunnarsson 170 118 113 88 79 74 71 VAR EKK1 GEGN DÖNUM í GÆR Ólafur Stefánsson er eini landsliðsmaður íslands í handbolta sem hefur skorað 200 mörk á stórmótum handboltans og gegn Serbum á fimmtudaginn varð hann ennfremur fyrstur til þess að skora 300 mörk á stórmótum. Ólafur hefur nú skorað 303 mörk í 60 landsleikjum sínum á HM, EM og ólympíuleikum. Flest mörk hefur hann skorað í þeim fímm heimsmeistarakeppnum sem hann hefur spilað eða alls 152 en Ólafur hefur einnig náð að skora yfir 100 mörk á fjórum Evrópumeistaramótum sínum. Evrópukeppnin i Sviss er tímamótamót fyrir Ólaf en þetta er tí- unda stórmót hans með íslenska landsliðinu. Það var gaman að sjá til Ólafs Stef- ánssonar gegn Serbum þar sem hann var kominn með fimm mörk strax í fyrri hálfleik og nýtti alls 8 af 9 skotum sínum utan af veÚi. Það var aðeins eft- irsjá í þeim tveimur vítaskotum sem hann misnotaði, skaut fyrst yfir en lét síðan serbneska markvörðinn verja frá sér. Ólafi hefur alltaf gengið vel gegn Júgóslövum á stórmótum en þetta var fimmti landsleikur hans gegn Serbum og Svartfellingum sem áður léku und- ir nafni Júgóslavíu og hefur Ólafur skorað 36 mörk í þessum fimm leikj- um eða 7,2 mörk að meðaltali í leik. Ólafur hefur ekki skorað fleiri mörk gegn einstakri þjóð en er með 28 mörk í 5 leikjum gegn Slóvenum og 27 mörk í 5 leikjum gegn Rússum. Fyrsta stórmótið á íslandi Ólafur lék sína fyrstu landsleiki á stórmóti á HM á íslandi 1995 og fyrsti leikur hans var í 27-16 sigri á Banda- ríkjamönnum. Ólafur skoraði síðan sín fyrstu mörk í næsta leik á eftir sem var 25-21 sigur á Túnis en Ólafur skor- aði alls 4 mörk í leiknum. Hann endaði sem fimmti markahæsti leikmaður ís- lenska liðsiris ásamt Sigurði Val Sveinssyni en báðir skoruðu þeir 11 mörk í sjö leikjum íslenska liðsins á mótinu. Ólafur var ekki með gegn Dönnum Ólafur Stefánsson spilaði ekki með gegn Danmörku f gær vegna meiðsla sem hann hlaut í leiknum gegn Serbíu-Svartfjallalandi. Ólafur fékk mikið högg á vinstri síðuna frá Serbum, átti erfitt með andardrátt eft- ir leikinn en harkaði engu að síður af sér og kláraði hann með miklum glæsibrag. Ólafúr var búinn að fara ifla með serbneslcu vömina hvað eftir annað og þeir létu hann finna fyrir því um leið og hann spilaði uppi Einar Hólmgeirsson í hægra horninu. Var búinn að spila 60 leiki í röð Fyrir leikinn gegn Dönum í gær þá var Ölafur Stefánsson búinn að spila 60 stórmótsleild íslands í röð eða alla leiki íslands á HM, EM og ólympíu- leikum síðan á HM í Svíþjóð 1993. Síð- asti leikur án Ólafs var gegn Tékkum um 7. sætið á HM í Svíþjóð. Sá leikur fór fram 19. mars 1993 og tapaðist með einu marki, 21-22. örvhentu leik- mennimir Bjarki Sigurðsson (8) og Sigurður Sveinsson (6) voru marka- hæstu leikmenn íslands í þessum leik. Nú er bara að vonast til að Ólafur stígi upp úr þessum meiðslum og bæti mun fleiri mörkum við þau 303 sem hann hefur þegar skorað fyrir íslenska landsliðið á stórmótum. ooj@dv.is Guðjón Þórðarson eftirsóttur? Guðjón orðaður við stjórastöðu Leicester Samkvæmt heimildum fréttastofú BBC í Notting- ham mun Guðjón Þórðar- son koma sterklega til greina sem næsti þjálfari Leicester City, sem sonur hans, Jóhannes Karl, leik- ur einmitt með. Guðjón mun vera meðal nafna á stuttum lista knattspymustjóra sem forráðamenn Leicester vinna nú eftir. Hann er sem stendur knatt- spymustjóri 3. deildarliðsins Notts County sem em í 10. sæti deildar- innar en honum hefur tekist að rífa liðið að stórum hluta úr þeirri lægð sem það hefur verið í síðustu ár. Samkvæmt frétt BBC kom Guð- jón einnig sterklega til greina er Cr- eig Levein var ráðinn en hann var rekinn úr starf- inu á dögunum. Leicester er sem stendur í 22. sæti 1. deildarinnar og hefur ekki unnið leik síðan 26. nóv- ember síðastliðinn. Jóhannes Karl er þegar kominn með samningstil- boð frá hollenska úrvals- deildarliðinu AZ Alkmaar sem harm mun taka nema eitthvað annað „betra“ bjóðist. En skyldu þær áætianir breytast ef karl faðir hans kæmi til félagsins. „Ég býst ekki við því,“ sagði hann glaðbeitt- ur í samtali við DV Sport. „Það þyrfti þó að skoða það eins og allt annað. eirikurst@dv.is Guðjón Þórðarson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.