Dagblaðið Vísir - DV - 28.01.2006, Blaðsíða 23

Dagblaðið Vísir - DV - 28.01.2006, Blaðsíða 23
DV Helgarblað LAUGARDAGUR 28. JANÚAR 2006 23 Alvörurómantík og sæt saga? Eva: „Það er mikið til af fallegum sögum, bókum, bíómyndum og leikritum um ást- ina. Ég hef verið að ræða þetta töluvert við vinkonur mínar og erum við ekki allar sam- mála um það hvemig eigi að skilgreina ást og rómantík. Er til ást við fyrstu sýn til dæmis? Ég hef ekki enn lent í því en aftur á móti er það kynþokkinn sem spilar mikið inn í það hvernig þú bregst við aðila af gagnstæðu kyni. Sumir mgla saman kyn- þokka og ást, nú eða losta og ást. Ég held að ástin sé miklu dýpri og vaxi hægt og ró- lega en allt byrjar þetta á kynþokka og hvort ferómónin passi saman. Góður ítalskur vinur minn vildi líkja ástinni við arineld, hann sagði: „Eva, til að geta við- haldið ástinni í sambandi allt lífið þarftu að líta á ástina sem arineld, þú þarft að hlúa vel að eldinum, hann þarf súrefni og gott rými til að lifa. Síðan þarf að bæta við eldi- viði reglulega." Maður þarf stöðugt að vera að setja nýjan eldivið á eldinn til að halda honum gangandi og svo þarf hann mikið súrefni svo hann kafni ekki. Ég held að fólk fari oft í eignarhaldsfélagið og þá er voðinn vís og eldurinn kafnar." Ragnheiður: „Það hvernig hann faðir minn þurfti að ganga á eftir henni móður minni, hún var algjör drottning og hann gjörsamlega fallinn fyrir henni; hann hljóp yfir heilu túnin í alls konar veðri og vindum bara til að geta smellt einum kossi á kinn- ina á henni fyrir svefninn og svo skellti amma dymnum á nefið á honum og hann hljóp aftur heim yfir heiiu túnin. Þetta finnst mér vera alvöruást. Heppin að það hafi ekki frosið undan honum í kuldanum Hvað er gott ástarsamband? Sigríður: „Vinskapur, virðing og traust em meginstólparnir í góðu ástarsambandi. Rómantíkin má að sjálfsögðu ekki vera langt undan og húmorinn. Annars held ég að það sé ekki til nein ein uppskrift að góðu ástarsambandi. Þetta er spurning um hvemig tveir einstaklingar nýti sér þau spil sem þau hafa á hendi. Það er hægt að gera hlutina skemmtilega og spennandi og það er hægt að gleyma sér í viðjum vanans. Gott ástarsamband krefst stöðugrar rækt- unar og viðhalds. Það gleymist alltof oft." Eva: „Það sem mér finnst skipta máli er að maðurinn sé opinn og skemmtilegur," segir hún og það er greinilegt að hún setur góðan húmor ofarlega enda er hún dóttir Eddu Björgvinsdóttur leikkonu og á ekki langt að sækja léttleikann. „Mér finnst sjálfstraust sjarmerandi. Ég á mjög erfitt með menn sem draga sig í efa alltaf hreint og eru alltaf að afsaka sig. Ef karlmaður er alltaf að afsaka sig, þá ferð maður að ganga honum í móðurstað og þá hefur hann í rauninni rænt mann kvenleikanum alveg um leið. Ég vil að karlmaður stjórni og ráði ferðinni aðeins, að minnsta kosti í byrjun sambands. Mér finnst peningar og völd ekki skipta neinu máli en eitt þarf maður- inn að hafa; hann þarf að vera metnaðar- gjarn og stórhuga, það finnst mér aðlað- andi. Hlæja mikið og vera jákvæður númer eitt tvö og þrjú - ég segi pass á fýlupúkana, takk! Að sjálfsögðu er hjartalag mannsins mikilvægt. Þó svo að við séum ekki alveg að tala um að gráta saman yfir Lassý - veit ekki alveg hvort ég gæti það. Mér finnst lykt af karlmanni skipta miklu máli, einnig tek ég strax tek eftir augum, brosi og höndum." Ragnheiður: „Gott ástarsamband ein- kennist af fjórum aðalatriðum," segir hún ákveðin en með hlýju og heldur áfram: „Sem eru: Virðing, vinátta, væntumþykja, og aðdáun. Þegar þetta er allt til staðar er blússandi ást. Hann Kári Eyþórsson ráð- gjafi opnaði augu mín íyrir þessari reglu." Hvar eru sætu strákarnir? Ragnheiður: „Það er fúllt af sætum strákum úti um allt; á djamminu, í rækt- inni, úti á götu. En þeir góðu og sætu virð- ast vera oftar í felum, eins og þeir staldri stutt á svokölluðum „markaði". Ég er samt alveg á því að allir eigi sinn sálufélaga og það er bara hvenær viðkomandi hittir hann. Útlit skiptir án efa máli, þessi verald- arhyggja hefur líka gert það að verkum að góð staða og menntun er líka stór partur, fólk dregst að hvert öðru vegna ýmissa hluta og þar kemur líkamslyktin að, hún skiptir máli. Karlmaður sem er samkvæmur sjálfum sér, hreinskilinn, opinn, hlýr, frá- bær vinur, barngóður og sem getur dregið það besta ffam í manni er draumur." Eva: „Það sem gefur lífinu gildi er að vakna glaður á morgnana, faðma börnin sín þéttingsfast og taka síðan brosandi á móti nýjum degi. Ég held líka að maður eigi að þakka fyrir allt það sem maður hefur; yndisleg, heilbrigð börn, mat og húsnæði. Ég hef jákvæðnina að leiðarljósi og er full tilhlökkunar fyrir hvern dag því framtíðin er óskrifað blað og það er jú það skemmti- lega við að lifa. Við vitum öll að sólin kem- ur upp á ákveðnum tíma og sest á ákveðn- um tíma, við vitum fjölda mínútna í klukkustund, fjölda daga á ári og svo framvegis en framtíð okkar er samt óskrifað blað. Njótum mómentsins og eyðum ekki dýrmætum tíma í neikvæðni og pössum okkur á þvf að taka ekki þátt í henni með öðrum." Fyrstu kynni - eftir hverju leitið þið í fari karlmanna? Ragnheiður: „Passa sig að ganga ekki of mikið á eftir konunni, við viljum ekki sjá að við höfum hann strax í vasanum. Ég held að einn latte á kaffihúsi myndi vera flott byrjun, allavega fyrir mig, og svo í kjölfarið kæmi alvörudeit. Ég styð eindregið stefnu Völu Matt að fara á deit í útlöndum þar sem maður þarf ekki að hafa áhyggjur allan tímann á deitinu hvenær sagan verður komin út um allt en þetta á auðvitað við um alla, hvort sem fólk er þekkt í þjóðfélag- inu eða ekki. Því ekki að gera eitthvað spennandi saman og huga að hvort öðru erlendis í nýju umhverfi." Eva: „Blóm eru nokkuð sem allar konur hafa gaman af, ég held að menn fatti ekki hvað þarf lítið til að gleðja konu. Mér finnst mikilvægt að menn tali við mig í eigin persónu, sendi ekki SMS eða tölvupóst. Séu heiðarlegir og komi til dyranna eins og þeir eru klæddir. Mér leiðast þessir leikir alltaf hreint og í raun keppni, þetta má en þetta má ekki. Ég vil bara alvörusamskipti og nenni ekki að velta mér upp úr hlutunum. Ég veit um fjölda kvenna sem liggur yfir bókum um hegðun karlmanna en, nei takk, það er ekki fyrir mig. Ég trúi ekki á ein- hverja formúlu eða uppskrift af því hvernig þú hittir ástina í lífi þínu. Enda trúi ég á sanna ást. Ég var eitt sinn spurð í framhaldi hvort ég tryði á jólasveininn." Sigríður: „Ég reyni að vera opin þegar kemur að samskiptum mínum við karl- menn. Ég veit að sjálfsögðu hvað það er sem ég vil og hvað heillar mig, en ég vil forðast að setja karlmenn í flokka og ég vil ekki útiloka neitt, ég er alltof forvitin til þess." DV myndir Heiða - elly@dv.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.