Dagblaðið Vísir - DV - 28.01.2006, Blaðsíða 28

Dagblaðið Vísir - DV - 28.01.2006, Blaðsíða 28
28 LAUGARDAGUR 28. JANÚAR 2006 Helgarblaö DV Ásta Friðjónsdóttir er móðir Stefáns Erlendssonar sem er 19 ára og með Downs-heilkenni. Ásta er stolt Flott mæðgin Ásta er ofboðslega stolt afstráknum sin- um sem hefur unnið af syninum enda er hann flottur ungur maður sem er að ljúka i vor fjögurra ára starfsnámi frá Fjöl- brautaskólanum í Breiðholti. Þar að auki er hann virkur í félagslífinu og hefur ótal áhugamál. Viljum viö | bara greinda instaklinna? marga góða sigra. Ásta, sem er í stjórn Félags áhugafólks um Downs-heilkenni og starfar hjá Landssamtökunum Þroskahjálp, er eins og aðrir foreldr- ar einstaklinga með Downs-heil- kenni hugsandi yfir þróun mála hvað varðar snemmómskoðun og hnakkaþykktarmælingu verðandi mæðra. „Þetta var ekki í boði þegar ég var ófrísk að Stefáni og svona eftir á að hyggja er ég afar þakklát fyrir það," segir Ásta. „Mér finnst hræðilegt til þess að hugsa að ég hefði fengið þessa vitneskju og kannski ekki valið rétt. Ég þekkti engan fatlaðan og engan með Downs-heilkenni þannig að ég er ekki viss um að ég hefði tekið rétta ákvörðun." Hún segir það hafa flogið í gegn- um hugann á meðgöngunni að fara í legvatnsástungu, en aðeins verð- andi mæðrum 35 ára og eldri var þá boðið upp á slíkt. „Ég held ég hafi verið að hugsa það til að fá einhverja tryggingu fyr- ir að allt væri í lagi. Þannig býst ég við að foreldrar hugsi oft. En eins og staðan er í dag stendur öllum mæðr- um til boða að fara í snemmóm- skoðun. Áhyggjur okkar hjá félaginu sem og Landssamtökunum Þroska- hjálp núna snúast um hvers konar upplýsingar fólk er að fá. Maður spyr sjálfan sig hvort heilbrigðisyfirvöld séu rétti aðilinn til að gefa óhlut- drægar upplýsingar og hvort það sé ekki siðferðislegt álitamál að eyða fóstri þegar meðgangan er jafnvel rúmlega hálfnuð, en niðurstöður úr legvatnsástungu liggja oft ekki fyrir fyrr en um það leyti.“ Hvers vegna fóstureyðing? í snemmómskoðun er aðallega verið að skima eftir litningagalla sem veldur Downs-heilkenni en Ásta spyr sig hvers vegna verið sé að skima eftir nákvæmlega þessum einstaklingum. „Ég hef ekki ennþá fengið neitt svar við því," segir hún. „Og hvers vegna er boðið upp á fóstureyðingu þegar þetta kemur í ljós? Er með því verið að segja að slíkir einstaklingar geti ekki átt hamingjuríkt líf í vænd- um? Manni finnst þetta líka vera spurning um hvernig samfélag við viljum hafa. Viljum við hafa einsleitt samfélag? Erum við að skima eftir þessum einstaklingum af því við vit- um að þeir eru með lægri greind? Er það hlutverk heilbrigðisstarfsfólks að koma í veg fyrir lága greind?" spyr Ásta hugsandi. Þroskahjálp er með ákveðna stefnu í þessum málum og samtökin og Félag áhugafólks um Downs- heilkenni vilja vera í samstarfi við heilbrigðisyfirvöld. „Við höfum farið reglulega á fundi með landlækni og heilbrigðisráð- herra og alltaf fengið ágætar móttök- ur, en það hefur engu að síður ekki orðið sú samvinna sem við hefðum viljað sjá, til dæmis hvað varðar gerð fræðsluefnis fyrir verðandi foreldra. Við viljum fá að vera með í slíkri vinnu. Hingað tii hefur þetta ekki haft neinn sýnilegan árangur." I * s Skautakóngur Stefón komst á vetðlaunapall þegat Iwnn kepptj á skautum iJapan ífyrra. Fræðsla mikilvægust Ásta telur það mikil- vægt fyrir þá sem standa í þeim erfiðu sporum að taka ákvörðun um áfram- haldandi meðgöngu eða að binda enda á hana ef fóstur greinist með Downs-heil- kenni, að fá upplýsingar um hvernig öðrum foreldrum sem eiga einstaklinga með þessa fötlun hefur vegnað. „Við höfum farið þess á leit við heilbrigðisráðuneyt- ið að þetta verði kannað. Á síðastliðnum vetri kom fram að allar mæður hér á landi sem fengu árið 2004 að vita að fóstrið væri með DH völdu að binda enda á meðgönguna, meðan til dæmis í Noregi voru umtalsvert færri konur sem völdu fóstureyð- ingu. Maður veltir því fyrir sér hvort þennan mismun á milli landa sé ef til vill hægt að skýra vegna mismun- andi upplýsinga til verðandi for- eldra. Tímarnir hafa líka breyst. Meðal- aldur einstaklinga með DH hefur hækkað verulega frá því að vera um 9 ár við byrjun 20. aldarinnar í tæp- lega 60 ár í dag. í gegnum tíðina hafa fæðst að meðaltali um íjögur börn á ári á Islandi með Downs-heilkenni, en talið er að um það bil helmingur þeirra greinist með hjartagalla. Ef svo reynist fara þau í aðgerð eins og öll önnur börn, en það eru þó ekki nema rúmir tveir áratugir síðan það þótti svara kostnaði að gera hjarta- aðgerðir á þessum einstaklingum." Sífelldir smásigrar á leiðinni Ásta átti tvo drengi, átta ára og tólf ára, þegar Stefán fæddist. „Mér fannst heimurinn hrynja svolítið. Þetta var alveg óvænt og ég fór í gegnum sorg og sökn- uð eftir barninu sem ég hélt ég fengi. Þegar maður fer svo að kynnast ein- staklingnum hættir maður að horfa á fötlunina. Við vorum að kynnast einstaklingi sem var okkur öllum endalaus uppspretta gleði. Börn með Downs-heilkenni eru seinni til en þegar framfarirnar verða eru þær svo óendanlega skemmtilegar og alltaf einhverjir smásigrar á leiðinni. Þroskinn er nefnilega merkilegt fyr- irbæri. Maður tekur ekki eins eftir honum með ófötluð börn. Það sem hjálpaði okkur mest á sínum tíma var að hitta aðra foreldra og upp- götva að þetta eru bara venjuleg börn. Hjá öðrum foreldrum í sömu sporum fær maður svörin sem mað- ur leitar að.“ Ekkert í boði eftir framhalds- skólann Stefán fæddist ekki með hjarta- galla og hefur alltaf verið filhraustur og duglegur strákur. „Hann hefur ver- ið seinni til með margt, en það breytir því ekki að hann er bara rosalega flott- ur, að ógleymdu því hvað hann er skemmtilegur," segir Ásta. „Fyrir mig hefur þetta verið ffábær og skemmú- legur skóli. Stefán er að útskrifast úr starfsnámi í Fjölbraut í Breiðholú í vor, þar sem hann er búinn að vera í fjögur ár. Þar með lýkur hans fram- haldsskólagöngu. Nú myndi ég gjam- an vilja sjá skólakerfið þróast svolítið áfram til að skapa honum fleiri mögu- leika og tækifæri. Hann er að blómstra sem flottur námsmaður og með skól- anum vinnur hann á Borgarbókasafn- inu í Gerðubergi. Hann er lfka mikið í íþróttum, í golfi á sumrin og keilu á vetuma." Tók skautaíþróttina með trompi Stefán hefur gert garðinn frægan í skautaíþróttinni því í febrúar í fyrra tók hann þátt í Special Olympics í Japan og hlaut bronsverðlaun í sín- um flokki. „Hann byrjaði að æfa á skautum fyrir rúmu ári og lærði þetta bara á þremur mánuðum. Fyrst var valinn hópur til að byrja æfingar og svo valdir úr þeim hópi þeir sem þóttu líklegastir til að geta tekið þátt. Hann hefur trúlega verið valinn vegna þess hvað hann hefur mikið keppnisskap. Hann var mjög harður og æúaði sér stóra hluú og með þroúausum æfing- um uppskar hann eftir því og fékk brons í sínum flokki. Þetta hefur hjálpað honum mikið, það skipúr svo miklu máli að hafa ögrandi áskoranir að takast á við. Þessi ögmn gerði það að verkum að hann tók miklum ffamfömm, líka í þroska." Ungur maður sem lifir inni- haldsríku lífi Stefán er að öllu leyti eins og annað ungt fólk, á fullt af góðum vinum, fer í bíó, hefúr áhuga á tölv- „Erum við að skima eftir þessum einstak- lingum afþví við vit- um að þeir eru með lægri greind? Er það hlutverk heilbrigðis- starfsfólks að koma í veg fyrir lága greind?" um, tónlist, kvikmyndum og fjölda- mörgu öðm. „Stefán á tvo eldri bræður sem hafa mikinn metnað fyrir hans hönd en samkomulag þeirra hefur alltaf verið mjög gott. „Við erum mjög ánægð með ár- angur Stefáns. I dag sjáum við fleiri og fleiri einstaklinga með DH stunda nám í almennum skóla, vinna á almennum vinnumarkaði og búa í sínum íbúðum. Sterkar fyr- irmyndir hafa skipt miklu máli í þroska Stefáns og hefur gefið hon- um mikið að vera í Fjölbraut. Það hefur mótað hann að vera virkur í skólaumhverfinu." „Hann er líka mjög sjálfstæður og skapandi," segir Ásta. „Það er ekkert sem segir mér að hann sé ekki ham- ingjusamur ungur maður sem lifir innihaldsríku lífi. Nú er hann farinn að tala um að flytja að heiman þegar hann verður 25 ára, en hann langar að læra meira. Það vantar bara að bjóða upp á fleiri möguleika til náms svo einstaklingar með þroskafrávik geti haldið áfram námi eftir fram- haldsskólann." edda@dv.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.