Dagblaðið Vísir - DV - 28.01.2006, Page 34

Dagblaðið Vísir - DV - 28.01.2006, Page 34
34 LAUCARDAGUR 28. JANÚAR 2006 Helgarblaö 0V 4- Shimmer body lotion „Ég er mikið fyrir glingur þannig að þetta hentar mér mjög vel, fékk meira að segja tvö svona í jólagjöf/' segir Regína þegar hún dregur upp krem frá Body Shop. I „Maður fær fal- legan glans af þessu án þess að það sé glimmer í því og svo er bara svo góð frískandi lykt kreminu." Augnskuggi frá Mac „Bestu augnskuggarnir koma frá Mac. Þessi er brúnn og sanseraður og á vel við öll tækifæri." Kanebo- púður „Ég hef not- að þetta lengi og líkar ofslega vel. Þetta er ekki beint púður og ekki meik en þekur mjög vel." Varalitur „Ég er nýbúin að fá mér þenn- an. Hann kemur frá Gosh og mér finnst liturinn æð- islegur enda mjög hrifin af öllu brúnu. Merkið er líka ódýrt en gott sem kemur sér vel því ég týni svona jafnóðum." Maskari frá Loreal „Hann er tvöfaldur og á að gera augn- hárin voða löng. Ég nota hann samt bara öðrum megin því mér finnst hvíti hlutinn ekkert vera að virka þótt ég sé mjög hrifin af möskurum frá þessu merki." „Ég kvarta ekkl yfir aðgerðaleysi. Fjarri því, en ég gleðst sömuleiðis yfir því að hafa mikið að gera. Það er ekki sjálfsagt heldur er það eitthvað sem maður þarf að vinna að," sagði söngkonan Regfna Ósk Óskarsdóttir þegar Helgarblað DV hafði samband við hana. Hún er búin að vera á fullu f öllu því sem viðkem- ur forkeppni Eurovision-keppninnar, auk þess sem hún er yfirkennari f Söng- skóla Maríu og Siggu. „Ég hef verið að skipuleggja námskeið þar, svo er sjóið hjá Björgvini Halldórssynl aftur að fara að byrja á Broadway auk þess sem maður er alltaf f fjöida annarra verkefna," segir Regfna. Flestir vita að Regfna hefur þrisvar áður tekið þátt í Eurovision-keppninni þótt hún hafi aldrei verið í forgrunni. Hún segir þó ýmsa Eurovision-aðdáendur farna að kannast við sig frá fyrri keppnum. Ef svo færi að hún ynni forkeppnina yrði hún þvi á hálfgerð- um heimavelli. „Þetta eru skemmtilegustu ferðir sem ég hef farið f. Nú fer keppnin líka fram í Aþenu f Grikklandi en það finnst mér mjög spennandi." Athafnakonan Vala Steinsdóttir er ungur fatahönnuður á uppleið. Hún er nýflutt til Brighton á Englandi en bjó áður í London. Vala útskrifaðist með láði með BA-gráðu í vöru- hönnun og þróun fyrir tískuiðnaðinn frá London College of Fashion síðasta sumar. Bepip m 0 é Englandi Vala Steins er Hafnfirðingur að upplagi. Hún kláraði fatahönnun í FB eftir stúdentspróið og hélt að því loknu af landi brott í frekara nám. Hún býr nú á Englandi ásamt unnusta sínum. Þau vinna bæði hjá fyrirtækinu d3o. „Við höfum verið búsett í Bretlandi i tæp 5 ár. Við búum í Brighton. Við erum ný- flutt hingað frá London þar sem við höfum verið frá 2001.“ Vala er hönnuður hjá d3o. „Fyr- irtækið framleiðir efni sem það fann sjálft upp. Efiúð er högghelt (impact protection). Það hefur þann eiginleika að vera mjúkt og sveigjanlegt, en þegar það fær högg á sig, læsast sameindimar i eftiinu saman og draga í sig högg- ið. Efnið verður svo aftur mjúkt og virkar eins oft og þú þarft. Það eyðileggst ekki eftir mikið högg, eins og til dæmis vamir í hörðum skeljum gera." Eini fatahönnuðurinn Vala er eini fatahönnuðurinn hjá fyrirtækinu og er því nóg að gera hjá henni. „Hlutverk mitt hjá fyrirtækinu hefur verið rannsókn- arvinna, hönnun og þróunarvinna, til að finna upp leið til að nota efn- ið f flíkum, og þessa dagana er ég að sjá um framleiðslu á flíkum fyrir þrótmarlið d3o og allt sem því til- heyrir. En d3o er ekki fatafyrirtæki, heldur efnaframleiðandi. Þessar flíkur mínar verða því aðeins not- aðar sem markaðstól." Þótt fyrirtækið og töfraefni þess sé frekar nýtt af nálinni em fjöl- margir aðilar þegar famir að nöta efnið í fetnaðinn sinn, fyrirtæki sem framleiða famað fyrir snjó- bretta-, skíða- og hjólabrettafólk. „Bandarísku og kanadísku skíða- landsliðin em með d3o i fötunum sínum, og vilja ekki sjá neitt annað eftir að hafa prófað þetta. Þeir verða í þessu á vetrarólympíuleik- unum. Þau verða í göllum frá Spyder, sem er risastór íþróttafata- framleiðandi sem notar efrúð okk- ar.“ Lftiö um frístundir Auk vinnu sinnar fyrir d3o er Vala „freelance" fatahönnuður og hefur nóg að gera í þeim bransan- um líka. „Ég er til dæmis að vinna fyrir gamla skólann minn, London College of Fashion, þar sem ég tek að mér sérverkefrú. Þar er ég búin að hanna línu af golffötum fyrir svona „startup" fyrirtæki, og við erum að fara í framleiðslu á henni núna.“ Vala segist hafa mikinn áhuga á að stofna sitt eigið fyrirtæki. „Ég er að vinna f einni af mörgum hug- myndum mínum í þeim fáu frí- stundum sem ég hef.“ Vala segist ekki vera á leiðinni heim á næstunni og stefnir frekar á að stofiia sitt eigið merki í útlönd- um. „Maöur veit svo sem ekki. Maður á aldrei að segja aldrei, en ég reikna með að vera hér allavega næstu árin." Fáðu fallegri hendur Þú getur hugsað vandlega um hendur þínar og neglur án þess að borga fyrir snyrtinguna. Farðu eftir þessum ráðum. Þau eru ekki tímafrek og virka róandi á þig. 4. Þurrkaðu hendurnar á þér vel og vandlega. Settu góða næringu á neglurnar og naglalakk- aðu þig með fallegum lit. 1. Pússaðu neglur þínar með naglaþjöl. Farðu alltaf í sömu áttina. Ekki sarga af nöglun- um. 2. Þvoðu hendurnar á þér og bleyttu þær svo með heitu vatni eða það sem er enn betra, upp úr lífrænt ræktuðu eplaediki. Sýrurnar í edikinu eyða dauðum húðflögum. 3. Settu ólífuolíu á nagla- bönd þín og alveg upp að hvíta mánanum á nöglun- um. Ýttu naglaböndunum varlega aftur með til þess gerðu verkfæri. 5. Þegar neglurnar eru orðnar þurrar skaltu setja á þig handáburð. Reyndu að bera handáburð- inn á þig á hverjum degi til að viðhalda mýktinni. Heimatilbúin naglasnyrting Þú sparar pening og róar taugarn- arlleiðinni.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.