Dagblaðið Vísir - DV - 28.01.2006, Blaðsíða 36

Dagblaðið Vísir - DV - 28.01.2006, Blaðsíða 36
36 LAUGARDAGUR 28. JANÚAR 2006 Helgarblað DV Guðbjörg Glóð Logadóttir eigandi Fylgifiska sem er sérverslun með sjávarfang ræddi hugmyndina að rekstrinum sem hún fram- kvæmdi eftir að hafa gengið með hana undir belti í tíu ár og síð- ast en ekki síst áherslur íslendinga í kaupum á fiski í dag. Uthald og hænlegt magn aí kæruleysi „Ég hef um áratugaskeið leitað að þessari spumingu þegar viðtal er tek- ið við karlmenn/'svarar Glóð þegar við spyrjum hana hvernig gengur að sameina starfið og heimilið og heldur áfrarn: „Hún kemur sjaldnast. Bjarni Ármanns á fullt af krökkum, Logi Bergmann og Sigmundur Emir lfka. í þjóðfélagi þar sem jafnrétti ríkir inni á flestum heimiium finnst mér jafh áhugavert að fá svar við þessari spumingu hjá körlum og konum. Ég vil því nota tækifærið og koma þess- ari skoðun minni á framfæri. En svo ég svari nú spumingunni þá er ég ennþá ólofuð og barnlaus svo það gengur ótrúlega vel að sameina vinnu og heimili hjá mér." Rétt fólk fékkst til starfa „Fylgifiskar vom stofnaðir um sumarið 2002. Ég hafði borið þessa hugmynd undir belti í tíu ár og flétt- að við hana hvert sem ég fór um heiminn. Þetta ár virtist tíminn rétt- ur auk þess var ég orðin smeik um að einhver annar færi að fá sömu hugmynd," svarar Glóð einlæg, að- spurð hvar ævintýrið góða hófst. „Þegar ég sló loksins til má segja að allt hafi púslast rétt saman. Svona kosmísk velvild. Þetta var gífurleg vinna en allt small og þá er fátt skemmtilegra. Rétta fólkið fékkst til starfa og framkvæmdin tók ótrúlega snöggan tíma miðað við umfang." Fer verslun íslendinga á físki efíir árstíðum eða jafnvel vikudögum? „Hún gerir það og er bæði árs- tíðabundin og vikubundin. Við emm því með mjög ólíkar áherslur eftir því hvaða árstíð er og vikudag- ur. Fyrir helgarnar leggjum við mesta áherslu á veislumat bæði for- rétti og aðairétti en emm meira hversdags hina dagana. Á sumrin eru allir léttari í innkaupum og grilla mikið eins og við vitum en yfir dimmu mánuðina vill fólk heldur eitthvað í ofninn og það sem minna þarf að hafa fyrir." Laxness með í ráðum „Ég hef alltaf verið hrifin af Hall- dóri Laxness og þegar það lá á borð- inu að fiskbúðin yrði loks að vem- leika þurfti að finna á hana nafn. Við systurnar sátum í sófanum heima og vomm að velta ýmsum nöfnum fýrir okkur. Hún vildi endilega að búðin héti Laxness. Og ég spyr hana á móti; hverjir heldurðu að yrðu fylgifiskar þess? Og - greip þar Fylgifiska á lofti. Svo það má segja að Nóbelskáldið hafi verið með í ráðum." Eigin rekstur, hvað skiptir máli? „Aðalatriðið er að gera það sem maður hefur gaman af. Vinnan er það mikil og í flestum tilfellum fer ekki að sjást árangur fyrr en eftir nokkur ár svo maður verður að vera tilbúinn að vinna langa daga og herða „sultarólina" í töluverðan tíma. Eftir það er þetta sambland af markmiðasetningu, orðheldni, út- haldi og hæfilegu magni af kæru- leysi. Mín trú er á sígandi lukku og það sem virðist vera of auðvelt til að vera satt - er það oftast," segir hún bjartsýn með svo fallegt bros svo að eftir er tekið. Markmiðin skýr „Fylgifiskar stefna fram á veginn og er markmiðið að dafna vel árið 2006. Við leggjum metnað okkar í að nota ferskt og gott hráefni, bæði fisk og krydd. Hádegistilboðin okkar eru sífellt að verða vinsælli og við vifjum vanda verk okkar eins og við getum. Svo er bara að sjá hvert við látum vindana bera okkur á þessu ári," segir hún og svarar aðspurð um áhugmálin: „Ég er nú eiginlega hálf- gert ‘nörd’ hef mest gaman að tón- list, bókmenntum, kvikmyndum, þjóðfélagsumræðu og grúski. En auk þess matargerð, ferðalögum og svo á ég árskort í ræktinni." elly@dv.is ÍSpáð í Guðbjörgu Glóð fædd: 17.janúar 1972 (kl: 14.42) Steingeit (22.des- 19.jan) Glóð hefur sterka tilfinningu fyrir markmiðum sínum og leiðum. Lífslöngun hennar er líka áberandi sterk. Metnaðargirni Glóðar og ákveðni er áberandi í stjörnum henn- ar að sama skapi. Hún kemur sífellt á óvart, er gífurlega trúföst, með gott skopskyn og úthald sem sjaldan sést en kemur sér vel I rekstri. Ábyrgðar- tilfinning, traust, skipu- lagshæfni og viljastyrkur er áberandi i fari Glóðar sem er næm fyrir þörfum fólks (á við viðskiptavini og sam- starfsmenn) og tekur hvers kyns neyð eða vanda með dugnaði og skilningi. Hún er hjartagóð og á auð- velt með að mynda vináttusambönd og sýna þeim sem hún elsk- ar hlýju og ást. Forvitnilegt er að sjá að Glóð kýs frekar að lesa góða bók við fætur elskunnar sinnar umfram veraldlegt amstur eða næturlíf. Sameinaðar skína stjömur þeirra fyrir atbxn-ði líðandi stundar sem er góður kostur því þar með flækist hvorki fortíð þeirra né framtíð fyrir þeim. Sameiginlegur vinahópur ömu og Dags mun stækka með tím- anum þar sem þessi stjömumerki sanka í sameiningu ómeðvitað að sér góðu fólki sem líður vel í návist þeirra beggja. Með forvimum augum og óbilandi vilja til að skara fram úr taka þau ömgg skref í átt að draumum sínum sem þau geta vissulega látið ræt- ast með sameiginlegu átaki og samheldni. flrna Dögg Einarsdóttir 18.04.1975 Hrútur (21.mars - 19.april) Dagur B. Eggertsson 19.06.1972 Tviburi (21 .mai - 21 .júni) - gæfusöm & óbyrg - örvandi, töfrandi & gefandi - gott skopskyn - nýtur þess að reyna á hugann - tápmikil, töfrandi & drífandi - orðheppinn & heillandi - góður hlustandi - spurull, uppfinningasamur - nýtur hvers skrefs á leiðinni - glöggskyggn og treystir innsæi sínu - viðkvæm, ljúf& góð - trygglyndur - rómantisk, ástúðleg og gefandi Helqin framundan? Friðrik Ómar flutti eftirminni- lega ‘Það sem verður’ eftir Hall- grím Óskarsson ásamt fríðu föm- neyti síðastliðinn laugardag. Það var áberandi að þau höfðu sam- einuð unnið heimavinnu sína fyrir flutninginn í söngvakeppni Sjón- varpsins. „Þetta var mjög gaman. Við emm bara með allt í fimmta gír og ætlum að taka þetta," svarar Frið- rik Ómar brosandi og það er gam- an að sjá hvað útgeislun hans er áberandi falleg og öflug. „Þessa helgi heíjast sýningar á ný á Broadway. Ég er í hlutverki Jóns og Björgvins Halldórssonar á yngri ámm í sýningunni „Nína og Geiri". Það er voða gaman og ég hlakka til að hitta liðið eftir rúmlega mánað- ar frí," útskýrir Friðrik Ómar að- spurður um helgina framundan og hann bætir við glaður í bragði: „Ég er náttúrulega með hugann við Eurovision keppnina og mun að sjálfsögðu fylgjast vel með keppn- inni á laugardagskvöldið. Ég reikna fastlega með því að fagn- aðarfundirnir á Broadway endi í morgunsárið svo það er ekkert betra á sunnudaginn en að fara í bíó með einhverjum vel völdum. Gott ef ég set ekki í þvottavél," seg- ir hann og skellihlær. „Ég er hús- móðirin á mínu heimili enda bý ég einn. Annars fer mikill tími í æf- ingar fyrir hin og þessi verkefni á tónlistarsviðinu en ég er svo lán- samur að það er nóg að gera hjá mér á þeim vettvangi," segir hann einiægur þegar kvatt er.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.