Dagblaðið Vísir - DV - 28.01.2006, Blaðsíða 22

Dagblaðið Vísir - DV - 28.01.2006, Blaðsíða 22
22 LAUGARDAGUR 28. JANÚAR 2006 Helgarblað DV Ragnheiður „Mamma var og er algjör drottning. Faðir minn féll gjörsamiega fyrir henm. Heppin að það hafi ekki frosið undan strákum úti Þá væri ég ekki til!‘ Við erum stödd á kaffihúsinu Adesso. Þær Sigríður Lund Hermannsdóttir útvarpskona, Ragnheiður Guðfinna Guðna- dóttir sjónvarpskona og Eva Dögg Sigur- geirsdóttir tískuráðgjafi höfðu komið sér vel fyrir þegar Ellý Ármanns hitti þær og spurði spjörunum úr um kynþokka, íslenska karlmenn, ástina og stefnumóta- menninguna hér á landi. ■: ' • " J| m ....... A Hvað felst í orðinu „kynþokki"? Ragnheiöur: „Hvemig karlmaður ber sig er það fyrsta sem maður tekur eftir, beinn í baki sem gott dæmi, göngulag, líkamstján- ing, talandi og orðaval segir ofboðslega mikið. Fallegt og stórt bros er sjúklega sjarmerandi. Sjálfsöryggi í fari karlmanns er nauðsynlegt, þá er ég ekki að tala um brjál- að egó, bara að viðkomandi sé mjög með- vitaður um sjálfan sig og hafi allt á hreinu i sínu umhverfi, eins g vel valda vini, heil- brigðan lífsstíl, markmið og stefnu í lífinu. Þetta allt sést í gegnum augun og þegar meður les augu sér maður hvernig viðkom- andi líður og hvort hann er sáttur við sitt líf, það skiptir rosalega miklu máli að vera sáttur við líf sitt og það sem maður hefur til að geta lifað lífinu til fulls,“segir hún bros- andi og bætir við einlæg: „Pínulítil feimni er sjarmerandi." Eva: „Við grínumst oft með það vinkon- umar að karlmenn „rífi í“. Ætíi það sé ekki dulmál yfir það að viðkomandi hefur haft áhrif á mann á einhvern hátt sem ég skil- greini sem kynþokka," segir hún kát og heldur áfram:„Kynþokki getur verið hrifrí- ing eða áhrif sem einstaklingur hefur á annan einstakling af gagnstæðu kyni - get- ur verið framkoma, útlit, bros, lykt, hlátur, húmor, augnaráð, snerting. Það er oft á tíð- um mikill misskilningur með daður og kyn- þokka. Ég held að við ættum að taka ítali til fyrirmyndar og læra að daðra án þess að það þýði endilega að við ætíum beint upp í rúm með viðkomandi. Það er hollt fyrir alla að daðra upp að vissu marki og öllum finnst gott að fá hrós.“ Sigríður: „Að mínu mati er ekki hægt að skilgreina kynþokka. Kynþokki er einhvers konar sjarmi sem birtist í mörgum mynd- um. Kynþokki getur falist í góðu útíiti, stæltum líkama eða sjarmerandi persónu- leika, jafnvel sveittum líkama í ræktinni. Kynþokki birtist á mörgum sviðum í öllum regnbogans litum." „Fráhrindandi karlmenn?" Eva: ,,‘Törn off í fari karlmanna er drukkinn karlmaður sem labbar upp að manni og getur varla komið orðum að því sem hann vill segja og jafnvel bara bendir á mann - nei, takk. Drukkinn karlmaður er ekki eitthvað sem rffur í. Það er líka alveg hrikalegt törn-off þegar karlmaður byrjar á því að ræða um fyrrverandi mislukkuð sambönd og er fastur í fortíðinni. Ég hef lent á þannig samræðum sem enduðu næstum með því að ég sofnaði yfir kaffi- bollanum og svo benti ég bara viðkomandi á sálfræðing," segir hún hlæjandi og heldur áfram: „f dag er vinsælasta pikköpp-aðferð- in sú að menn senda SMS. Ég veit ekki hvort ég tala bara fyrir mig en mér finnst það eins og að vera 14 ára og þora ekki að segja stakt orð. Mér finnst þessi tækni MSN, SMS og tölvupóstur vera misnotuð þegar kemur að því að reyna að kynnast viðkomandi. Ef karlmaður byrjar á því að senda manni SMS fara viðvörunarbjöllur í gang. Auðvitað getur verið gaman að vera í SMS-daðri en það er bara innantómt hjal og dægrastytting." Ragnheiður: „Svo eru þeir sem falla undir „Límmiði Límmiðason". Það er al- gjörlega fráhrindandi þegar maður lendir á uppáþrengjandi mönnum,“segir hún og stelpurnar skella upp úr. „Dramakóngar eru ekki málið, sífellt að búa til vandamál og tuða yfir hlutunum, sífellt kvartandi," segir hún kímin á svip en bætir við: „Maður er betur settur einn en að vera með svo- leiðis gaur á bakinu. Einnig gaurar sem segja vinum sínum strax hluti sem eru að gerast í ástalífinu, þannig að hann geti sýnst algjör höslari bara fyrir vini sína. Við stúlkurnar viljum fara hljótt af stað, myndi ég segja." Sigríður: „Veikgeðja karlmenn eru frá- hrindandi fyrir mig," útskýrir hún en bætir við einlæg: „Það fer rosalega í mig þegar menn eru hræddir og þora ekki. Eg hrífst af karlmönnum sem eru ákveðnir og vita hvað þeir vilja. Dónalegir menn og menn sem nenna ekki að huga að útíitinu eru rosalega fráhrindandi." Eva: „Það verður margt spennandi í boði í Smáralind á konukvöldinu. Verslanir hússins ætla að vera með sérþjónustu þetta kvöld og vera með ýmsar uppákomur og veitingar auk þess sem ýmis tilboð verða í gangi á göngugötunni, allt til að dekra við konur kvöldsins. Margar verslanir ætía að bjóða uppá ráðgjöf, í fatavali, förðun, snyrtingu og umhirðu húðar og hárs, þannig að það ættu allar konur að finna eitthvað við sitt hæfi á göngugötunni. Sigríðun „Árlegt Konukvöld Létt 96,7 veður haldið í Smáralindinni miðvikudags- kvöldið 8. febrúar. Þetta er í fimmta sinn sem Konukvöldið er haldið og er alveg óhætt að segja að þetta sé flottasta konu- kvöldið til þessa. Það ríkir mikil spenna og eftirvænting hjá okkur sem höfum verið að undirbúa kvöldið. Við eigum von á lands- frægum tónlistarmönnum, frábærum skemmtiatriðum og happadrættið verður á sínum stað. Vinningarnir hafa aldrei verið veglegri og svo megum við ekki gleyma að við ætíum að krýna kynþokkafyllsta karl- mann íslands á kvöldinu. Það vekur jafnan gífurlega lukku hjá kvenþjóðinni. Við byrj- um að gefa miða í byrjun febrúar svo það er nauðsunlegt að fylgjast vel með á Létt 96,7 til að freista þess að fá sæti í Smára- lindinni. Þetta verður hreinlega stærsta og flottasta Konukvöld íslands." Ragnheiður: „Gaman að segja frá því að ég verð í Vero Moda á Konukvöldinu. Þar mun ég aðstoða gesti og gangandi við lita- val, val á sniðum og samsetningum." Sönn hamingja? Eva: „Við verðum að byrja á okkur sjálf- um og muna, eins og í flugvélunum: „Setjið grímuna fýrst á ykkur áður en þið aðstoðið bamið." Vökva sjálfan sig til að geta vökvað hina. Bömin em auðvitað mikilvægasti hluturinn í lífinu en ef þú ert sjálf vannærð og illa haldin þá fá þau ekki það sem þau þurfa frá þér. Fegurðin kemur að innan og útgeislun og glaðleg framkoma er það sem við eigum að rækta. Dýrir hlutir og stein- steypa er ekki það sem gefur lífinu gildi," segir Eva og hugsar sig um: „Maður hefur bara séð allt of mörg dæmi um það að pen- ingar gefa manni ekki hamingjuna þó svo að þeir óneitanlega auðveldi manni lífið." Ragnheiður: „Okkar vellíðan er númer eitt tvö og þrjú. Ef okkur líður vel blómstr- um við og þá tökum við rétt á lífinu og elsk- um börnin okkar til fulls, veitum þeim frá- bært uppeldi, eignumst yndislega vini og tækifærin fljúga upp í fangið á okkur. Ef þér líður ekki vel ertu ekki að uppskera eins og þú gætir og það bitnar á börnunum, vinn- unni, vinum og fjölskyldu. Það er enginn sem hugsar um þig nema þú sjáff. Það er enginn sem gerir þig hamingjusama, nema þú sjálf." Sigríður: „Við konur þurfum fyrst og fremst að þekkja okkur sjálfar og vita hvað við viljum. Við verðum að finna þann stað í lífinu þar sem við erum sáttar við sjálfar okkur og okkur líður vel. Allt annað ætti að koma í framhaldi af því. Það er svo margt sem gefur lífinu gildi. Ég á svo góða að, er í frábærri vinnu. Eg á stóra drauma og hef háleit markmið. En það sem skiptir mig mestu máli og gefur lífinu mesta gildið er fjölskylda mín og það að eiga góð samskipti við hana og að sjálfsögðu er sonur minn þar fremstur í flokki. Hann er sólargeislinn minn." Ást, ást, ást „Þaðer fulltafsætum um allt!“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.