Dagblaðið Vísir - DV - 28.01.2006, Blaðsíða 45

Dagblaðið Vísir - DV - 28.01.2006, Blaðsíða 45
DV Helgarblað LAUGARDAGUR 28. JANÚAR 2006 45 Listakokkurinn Davíö Hefur hefur náð völdum íeldhúsinu og er aðalkokkur heimilisins þó fullvíst sé að hann læriýmislegt afMaríu enda búinn að missa 30 klló frá því að hann kynntist henni. „Maður er alltafmeð einhverjar fyrirfram ákveðnar skoðanir á því sem maður telur best fyrir sig. Hann er ekkert afþví sem ég ætlaði mér en samt er hann það." áritun. Hann hafi veitt þeim hana en svo hálf stuggað þeim í burtu með höndinni og orðunum. „Ég er að tala við þessa konu hérna.“ Ekkert af því sem ég ætlaði mér María segist hafa hrifist af því hvað hann virkaði ákveðinn miðað við aldur og fundist gaman að þeirri athygli sem hann sýndi henni. Henni hafi þó ekki komið til hugar að þau myndu hittast aftur. „Maður er alltaf með einhverjar fyrirfram ákveðnar skoðanir á því sem maður telur best fyrir sig. Hann er ekkert af því sem ég ætlaði mér en samt er hann það. “ „Þekkir þú Davíð Smára?" í tvo mánuði fóru þau í felur með samband sitt og hittust aðeins heima fyrir til að forðast augnaráð annarra. „Mér fannst þetta alveg rosalegt fyrst vegna þess hvað hann var þekktur. Þá var ég ekki síst að hugsa um stelpurnar mínar. Þegar við vorum búin að hittast í nokkrar vikur hringdi hann samt og ég bað Ingu Rún yngri dóttur mína að svara. Hún sá nafnið á símanum og svaraði. Um leið og hún heyrði röddina leit hún á mig og spurði ákveðin hvernig ég þekkti Davíð Smára,“ segir María og þau skella bæði upp. Halldór Ásgrímsson er skemmtilegur María verið í skömmu hléi frá heimi fjölmiðlana þó hún hefji aft- ur störf næsta mánudag. Það er þó ekki hægt að segja að hún taki því rólega. Hún hefur hafið nám í förð- unarfræði en þegar er hún mennt- aður sjúkraliði. Síðustu vikur hafa svo mikið farið í að sinna kosninga- baráttu Björns Inga Hrafnssonar sem oft er nefndur krónprins Framsóknarflokksins. Hann hefur hún þekkt frá því hann var barn en hún er æskuvinkona Margrétar Hrafnsdóttur, sem oft hefur verið nefnd heilsudrottningin vegna sambands síns við Jón Öttar Ragn- arsson athafnamann, systur Björns Inga. „Við vorum þremur árum eldri en hann. Héldum þar af leið- andi að við værum miklu eldri en hann og hikuðum ekki við að hóta honum ef hann segði frá einhverju sem við fundum upp á unglingsár- unum." Þessar gömlu væringar eru þó löngu gleymdar og segir María að henni finnist afar skemmtilegt að „Það er Herbalife segirMaría ófeimin. „Davíð var algerlega á mótí þessu til að byrja með. Fannst þetta bull en þegar konan hans á vinkonu eins og Margréti sem ámanneins ogJón Óttar sem er doktor í næringarfræði þýðir lítið að reyna að rök- ræða um þessi mál án þess að þurfa að lúta í lægrahaldí:" geta aðstoðað hann í kosning- arslagnum sem líkur í dag. „Hann hefur svo margt fram að færa. Er bará frábær í alla staði og gott að vinna fyrir hann. Maður kynnist líka svo mörgu skemmtilegu fólki í gengum þetta." Er Halldór Ásgrímsson skemm ti- legur í návígi? „Já, mjög. Hann kom mér mjög á óvart. Reyndar hefði ég aldrei trú- að því hvað hann er skemmtilegur. Hann hittir alveg í mark," segir María sannfærandi um þennan fremur umdeilda stjórnmálaleið- toga. Búinn að missa rúm 30 kíló Það er ólíkt skemmtilegra að horfa á Davíð Smára nú heldur en þegar hann var í Idolkeppninni. Ekki að hann hafi verið til leiðinda þar en hann er orðið sannkallað augnayndi enda búinn að missa rúmlega 30 kíló. Minnug þess hve mikið betur Björn Ingi Hrafnsson h'tur út en áður spyr ég Maríu varfæmilega hver ástæðan sé fyrir því að allir karlmenn í kringum hana grennast svona mik- ið. „Það er Herbalife," segir María ófeimin. „Davíð var cdgerlega á móti þessu til að byrja með. Fannst þetta bull en þegar konan hans á vinkonu eins og Margréti sem á mann eins og Jón Óttar sem er doktor í næringar- ffæði þýðir lítið að reyna að rökræða þessi mál án þess að þurfa að lúta í lægra haldi." Þó vinkonurnar María og Mar- grét séu ákaflega nánar er greinilegt að þær hafa farið ólíkar leiðir í ástar- málum sínum. Marfa hefur kosið yngri mann en Margrét töluvert eldri. María segir þó að það komi ekkert að sök þegar þær stöllur hitt- ast ásamt mönnum sínum. „Það er alveg ótrúlegt hvað Davíð og Jón Óttar ná vel saman. Þeir geta talað alveg út í eitt. Jón hefur nú verið að vinna að heimildarmynd um Stein Steinarr og þeir ræða mikið um hvaða tónlist væri við hæfi í henni. Það er mjög fi'nt fyrir okkur Möggu." Karlmenn þurfa ekki að óttast Það er samt ekki að sjá að aldurs- munurinn hái þessu sæta pari nokk- uð. Þegar eldri dóttir Maríu kemur inn í stofu til að spyrja um eitthvað sem hana vaphagar um svarar Dav- íð Smári henni eins og besti faðir. María segir hann hafa lagt sig mikið fram um að reynast þeim vel og áhugi hans á föðurhlutverkinu leyn- ir sér ekki þegar hann talar við stúlk- urnar. „Það er ekki eins og ég sé að reyna eitt eða neitt heldur hef ég bara mikinn áhuga á þessu. Ég held að karlmenn sem kynnast konum* ■* sem eiga böm af fyrra sambandi séu oft hræddir við eitthvað sem þeir þurfa ekkert að óttast. Það er að minnsta kosti mín reynsla," segir Davíð ákveðinn. Eins og skipta úr smábíl yfir á Benz Það er augljóst að hann er afar ástfanginn af Maríu og tilbúinn að gera flest allt sem hún vill. Hann segist þó hafa hafa nær öll völd inn- an eldhússins. „Maríu finnst leiðin- legt að elda en mér gaman þannig að það em sanngjörn skipti," segir hann og María hlær dátt en tekur ffam að hún hafi eldað indverskan rétt fyrir tveimur vikum. Hún taki^- því smá þátt í eldhúsverkunum. Var ekkert undarlegt að stíga út úr hálfgerðum unglingaheimi inn í heim þeirra fullorðnu? „Nei, alls ekki. María er bara svo yndisleg. Án þess að ég vilji á nokkurn hátt gera lítið úr þeim stelpum sem ég hef áður verið með þá má eiginlega líkja samböndum mínum við að keyra smábfl en skipta svo yfir á góðan Benz," segir Davíð hreinskilnislega. Hann segir allan sinn þankagang hafa breyst eftir kynni sín við hana. María segir góðan vin sinn eitt sinn > hafa sagt við sig að þeir sem eldri væm ættu að leiða sambandið og það er greinilegt að María hefur leitt þau í rétta átt. Þeim er einfaldlega ætlað að vera saman hvað sem kreddur samfélagsins segja um ald- ursmun. karen@dv.is Davíð og María Njóta þess að vera I faðmi fjölskyldunnar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.