Dagblaðið Vísir - DV - 15.02.2006, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 15.02.2006, Blaðsíða 2
2 MIÐVIKUDAGUR 15. FEBRÚAR 2006 Fyrst og fremst DV Útgáfufélag: 365 - prentmiðlar Ritstjóran Björgvin Guðmundsson Páll Baldvin Baldvinsson Fréttastjóri: Óskar Hrafn Þorvaldsson DV: Skaftahlíð 24,105 Rvík, sími: 550 5000 Fax: Auglýsingar: 515 7599 - Ritstjórn: 550 5020 Fréttaskot: 550 5090 Ritstjóm: ritstjorn@dv.is Auglýsingar: auglysingar@dv.is. Setning og umbrot: 365 - prentmiðlar. Prentvlnnsla: ísafoldarprentsmiðja. Dreifing: Pósthúsið ehf. dreifing@posthusid.is DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins í stafrænu formi og úr gagnabönkum án endurgjalds. öll viðtöl blaðsins eru hljóðrituð. Dr. Gunni heima og aö heiman. Stúthvetjandi Fátt er meira pirrandi en gier- brotafarganiö sem má finnaáöilum göngu- stlgum, gangstétt- um og leikvöllum ( bænum. Það virðist enginn vinna við að sópa þessu upp. Um daginn var ég á róló með syninum og sá stráka stúta flöskum. Þeir voru með svokall- aðar ,Bombur“, sem er nýr orku- drykkur (flöskum sem Ifta út eins og handsprengjur. Þetta eru aldeilis stúthvetjandi um- búðir og strákarnir voru að henda þeim eins og hand- sprengjum með tilheyrandi hljóöum. Ég skammaöi strákana og gerði mig llklegan til að fá kast. Þeir voru skömmustulegir en reyndu aö verja sig: ,Þaö er hvort sem er allt (glerbrotum!” sögðu þeir eins og það væri ein- hver afsökun. Sat&tlÉililWm. og gamall fúll kall. En ég verð bara að tuða aðeins meira um sóðaskapinn hérna. Sóðaskapinn og skemmdarfysn- ina. f gamla daga fengu sfmaklefar ekki að hanga (heilu lagi nema ( nokkra daga I mesta lagi. Jafnvel slmaklefum sem stóðu á móti löggustöðvum var rústað þegar sá gállinn var á landanum. Þetta veröur varla lagað meö landsátaki. Hver og einn veröur að l(ta (eigin barm og taka þá ákvörðun að stúta ekki flöskum og henda ekki rusli á göturnar. Og leggja ekki I stæði fatlaöra. serlu eftir snillinginn David Attenborough á mánu- dagskvöldiö. Þar beinir hann hauk- fránum augum að skordýrum. Ég kom mér vel fyrir (sófan- um sem ég hafði út af fyrir mig þv( konan meikaði ekki allar þessar pöddur. David gamli lá utan (moldarbörðum og trjám og sýndi okkur alls konar pöddur. Allt lifir þetta svipuðu l(fi og við; æxlast, étur og deyr. ömólfur Thorlacius er þýðandi og þulur og fór á kost- um. Ég komst I upphafið ástand þegar sýnt var frá tvlkynja snigl- um að eðla sig. Þetta var undar- lega eróttskt og gullfallegt at- riði. Þeir mynduðu eins konar blóm úr samanvöföum limum slnum og unaðsbylgjur fóru um þá á úrslitastundinni. Mig dreymdi svo ekkert nema snigla, Örnólf og Attenborough nóttina á eftir. Þaö var stórkost- legur draumur. r Jeppi Hummer frá Sjóvá. Skart-1 grip Eyrnalokk frá Tyson. Mál- verk Frá Tolla. Leiðari Frambjóðendur viðurkenna það ogfara elcki ígrafgötur með að lítill hluti afútlögðum kostnaði komi iír vösum stuðningsmanna þeirra, stœrstur hluti er frá fyrirtœkjum. Páll Baldvin Baldvinsson afmælisgj afir fyrir Bubba r [s. björn Uppstopp- aðan frá Granda. Sól- | gleraugu \ Úr safni Ray Charles eða Stevie Wonder. Her- klæði Brynju frá Brynju. Braðum fí Rassvasabókhald stjómmálaflokka Víst er hætta búin opinberri stjórnmála- baráttu ef frambjóðendur verða að hætta aleigu sinni í prófkjörum. Próf- kjör liðinna vikna hafa kostað alla þá sem lögðu á brattann milljónir. Frambjóðendur viðurkenna það og fara ekki í grafgötur með að lítill hluti af útlögðum kostnaði komi úr vösrnn stuðningsmanna þeirra, stærstur hluti er frá fyrirtækjum. Sveitarstjórnar- menn sem eru skuldbundnir styrktaraðilum eiga á hættu að þeir verði að gjalda greiðann. Borga fyrir stuðninginn með ein- um eða öðrum hætti þegar kosningar eru að baki og störffyrir um bjóðendur taka við. Umbjóðendur þeirra eru kjósendur, en hætt er við að þeir verði ekki síður að hugsa til hagsmuna annarra umbjóðenda: þeirra sem sendu þeim hund- ruð þúsunda, jafnvel milljónir, í baráttu- sjóði fyrir öruggum sætum á framboðslist- um flokkanna. Allir stjórnmálaflokkarnir eiga hér hlut að máli: Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson og Dagur B. Eggertsson hafa ekki gert mildð úr þess- um vanda, enn síður Bjöm Ingi Hrafnsson. En vandinn blasir við: verktakafyrirtæki sem greiðir einhverjum þessara manna milljón í styrk á sannarlega auðveldara með að beita þrýstingi þegar kemur að lóðaúthlutunum. Prófkjörskerfið með sínu lýðræðislega yfir- bragði hefúr þennan stóra ágalla. Stjórnmálaflokkar landsins hafa lengi þrefað um opið bókhald: Kjartan Gunnars- son, framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins, hefur bent á að í flokkinn em skráðar þús- undir. Margir án þess að vita af því, en fóm inn í flokkinn í aðsópsmiklum prófkjörum á sínum tíma. Sjálfstæðisflokktmnn einn flokka hefur komið sér upp styrktarkerfi meðal félagsmanna. Tilraunir Samfylkingar í sömu vem hafa strandað á skorti á eftir- fylgni. Fjárvana stjómmálahreyfingar senda beiningamenn til fyrir- tækja. Þegar svo er komið er það eðlileg krafa að bók- hald stjórn- málaflokka verði gert op- inbert. Ekki þýðir að skjóta sérábak við leynd fyrir gef- anda eða frelsi manna til að styrkja stjómmála- hreyfingar. Prófkjör og framboð til opinberra starfa em mikilvæg- ari en svo að þau verði rekin á rassvasabókhaldi. Kossar af skornum skammti NÚ VITUM við það. Samkvæmt norskri könnun er sambýlisfólk með börn þrisvar sinnum líklegra til að skiptast á kossum en þeir sem búa einir. Þetta er auðvitað enn eitt dæmið um það hvernig þeim ein- hleypu er mismunað í veröldinni. Ekki nóg með að það sé hlutfallslega dýrara fyrir þá að versla í matinn, þeir þurfi stundum að fara einir í bíó og geti ekki spilað Lúdó á kvöldin, heldur er líka mjög ólík- að þeir fái koss á kinn. ANNAÐ ATHYGLIS- VERT við þessar niðurstöður, sem sagt var ffá á (ngólfur Bender Forstöðumaður greiningardeildar. Fyrst og fremst Aðeins fjörutíu pró- sent karla sögðu andremmu óaðlað- andi en fimmtíu pró- sent kvenna. Þær þola greinilega fýluna verr. fréttavef Morgunblaðsins í gær, er að karlar þola andremmu betur en konur. Aðeins fjörutíu prósent karla sögðu andremmu óaðlaðandi en fimmtíu prósent kvenna. Þær þola fýluna verr. En það er kannski enn merkilegra að sextíu prósent karl- manna finnst andremman bara ekki svo óaðlaðandi. Vanþróað félag „Það er ekki sæmandi slíku stór- fyrirtæki, sem er leiðandi á sínu sviði, að útiloka þá fjölmörgu sem kjósa að versla í miðborg Reykjavík- urfráviðskiptum við Símann," segir í yfirlýsingu frá Þróunarfélagi mið- borgarinnar um þá ákvörðun Sím- ans að loka verslun sinni á Lauga- veginum. Síminn hefði örugglega ekki lokað verslun sinni á Laugavegfef viðskiptavinimir hefðu veríð til staðar. Eða ætlar Þróunarfélag mið- borgarinrmr sjálft að ákveða hvaða verslanir ent reknar við Laugaveg- inn ? Þá verður félagiö einnig að axla þá ábyrgð sem því fylgir og greiða tapið sem hugsanlega afþvíhlýst. Einar Örn Stef- ánsson Fram- kvæmdastjóri Þróunarfélags miðborgarinru K0SSUM í fjölskyldum fjölgar með börnum. Kannski öfugt við það sem margir héldu. Innan barnafjöl- skyldna segist 61 prósent fólks kyss- ast oft. Auðvitað kyssa foreldrar börnin sín í tíma og ótíma en líka maka sína. Aðeins um nítján pró- sent einhleypra sögðust kyssa ein- hvern oft. í eldri aldurshópnum, 50 ára og eldri, sögðust 29 prósent eig- inlega aldrei eða sjaldan smella kossi á náungann eða fá frá honum koss. ÞINGMENN RÆDDU frum varp dómsmálaráðherra um svokallaðar greiningar deildir, sem eiga að rann- saka landráð, hryðju- verkaógn, brot gegn stjómskipan ríkisins og æðstu stjórnvöldum þess. Greinilega þunga- vigtardeild. Á Alþingi í gær var þetta frumvarp til umræðu. Össur Skarp- héðinsson spurði hvort þetta væri einhvers konar leyniþjónusta ríkis- ins. Aðrir hafa kallað þetta öryggis- lögreglu. Þess ber þó að geta að þessi umræða er algjörlega óháð öðrum greiningardeildum, sem starfa innan margra fjármálastofn- ana. Þær hafa einungis það hlutverk að rannsaka þá ógn sem getur beinst » gegn íslensku A efnahagslífi. bjorgvin@dv.is Tískan í Birtu „Einhver fékk þá snilldarhug- mynd fyrir nokkru að girða bux- umar ofan í stígvélin. Þótti þessi hugmynd það góð að allir tóku það upp að troða buxunum af áfergju ofan í stígvél og sprönguðu um göt- ur bæjarins með höfuðið hátt,“ segir í tískufrétt í tímaritinu Birtu. Vera má að orðalagið sé ný- tískulegt en hugmyndin ekki. ís- lendingar hafa lengst af gyrt bux- urnar ofan í stígvélin og var sá siður til að mynda útbreiddur íFlóanum um 1920 enda sumarið þá óvenju vott. Svo var það á áttunda áratug síðustu aldar sem Thor Vilhjálms- son rithöfundur tók upp á því að gyrða Wrangler-gallabuxur sínar ofan í kúreka- stígvél og „sprangaði þannig um bæjarins með höfuð- ið hátt, “ eða þannig.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.