Dagblaðið Vísir - DV - 15.02.2006, Blaðsíða 40

Dagblaðið Vísir - DV - 15.02.2006, Blaðsíða 40
T* jr*Zj £ t J^O £ Við tökum við fréttaskotum allan sólarhringinn. Fyrir hvert fréttaskot sem birtist, eða er notað í DV, greiðast 3.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotið í hverri viku greiðast 7.000 krónur. Fullrar ^nafnleyndar er gætt. j-1 j-1 Q r1 QQ Q SKAFTAHLÍÐ24,105REYKJAVÍK [STOFNAÐ 1910] SÍMiS505000 690710 111117" • Tímaritið Mannlíf stundar rannsóknir sem birtar eru reglulega á vefblaðsins. Þær nýjustu sýna að aÚir stjórnarmenn Rithöfundasam- bandsins þiggja starfslaun frá ríkinu utan einn. Sá er Karl Agúst Úlfsson, best þekktur sem skapari og að- aldriffjöður Spaugstofunnar. Alls sóttu 140 rithöfundar um starfslaun til ríkisins en aðeins 54 hlutu náð fyrir augum út- hlutunarnefndar; þar af sex af sjö stjórnarmönnum Rithöf- undasambandsins. Sjálfur seg- ist Karl Ágúst ekki hafa sótt um enda í launuðu starfi og fyrir bragðið yrði snúið fyrir hann að þiggja starfslaun sem þessi... íg er líka búinn að verahérí30 ár! Þorgeir Astvalds 30 ár í útvarpi „Ég verð að fara á Landsbóka- safnið og leggjast í rannsóknir til að komast að þessu. En ég hygg að þetta sé rétt,“ segir ÞorgeirÁstvalds- son, sem heldur upp á 30 ára afmæli sitt í íslensku útvarpi um þessar mundir. Hann er ekki alveg viss, en þó: , „Eg veit fyrir víst að ég var búinn að vera dágóðan tíma í útvarpi þeg- Fyrir 30 árum Þorgeir iútvarpsþætti árið 1976. ar ég var fenginn til að gera sérþátt um Elvis Presley þegar hann dó og það var fyrir 29 árum,“ segir Þorgeir sem hóf ferilinn í íslenskri dægur- menningu í vinsælli unglingahljóm- sveit, gerðist síðan diskótekari í Tónabæ og þaðan lá leiðin í Ríkisút- varpið sem sendi þá aðeins út á einni rás og flest annað en popptón- list. Þar til Þorgeir kom til sögunnar. „Þetta var allt röð tilviljana sem tengdust því að ég eignaðist ungur fjölskyldu og þurfti að eiga fyrir salti í grautinn. Annars hafði ég ráðgert að flytja til útlanda og læra þar kortagerð og skipulagsfræði," segir Þorgefr sem lærði landffæði í Há- skóla íslands. Síðustu fimmtán árin, eða helm- ing af starfsævi sinni í útvarpi til þessa, hefur Þorgeir verið á Bylgj- unni og stýrir nú vinsælasta dægur- málaþætti landsins: Reykjavfk síð- degis. Yngri menn hafa ekki slegið honum við í því efni. „Ég held að galdurinn við að vera í útvarpi sé að vera maður sjáifur. Það er allt of mikið um að menn séu að rembast við að vera eitthvað allt annað. Annars hef ég aldrei skilið hvernig ég rataði upp á svið og í allt f dag Þorgeir á Bylgjunni 2006. sem því fylgdi því ég er svo feiminn að eðlisfari. En ég hafði það vega- nesti úr uppeldinu að hafa verið leiðréttur þegar ég sagði einhverja vitleysu og það hefur hjálpað til.“ Næstu 30 árin? „Þau verða örugglega tengd út- varpi. Ég er búinn að vera frægur og tekinn er við beinn og breiður vegur þar sem aðalatriðið er að vinda ofan af áratugastressi og láta af ýmsum ósiðum. Fyrir bragðið er bjart framundan," segir Þorgeir Ástvaldsson.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.