Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 15.02.2006, Qupperneq 22

Dagblaðið Vísir - DV - 15.02.2006, Qupperneq 22
22 MIÐVIKUDAGUR 15. FEBRÚAR 2006 Sport DV Leikurvið Spánverja í haust Knattspymusamband ís- lands hefur samið við Knattspyrnusamband Spánar um að A-landslið þjóðanna leiki vináttu- landsleik á Laugardalsvelli 16. ágúst næstkomandi en nokkur óvissa var um þennan landsleik eftir að þjóðirnar drógust saman í undankeppni Evrópumóts- ins í Sviss og Austurríki árið 2008. Island mætir Spán- verjum í undankeppninni 28. mars og 8. september 2007 og mætast þjóðirnar því þrisvar sinnum á 13 mánuðum. Zaragoza í úr- slit spænska bikarsins Real Zaragoza komst í gær áfram í úrslitaleik spænsku bikar- keppninnar þar sem liðið mætir annaðhvort Deportivo eða Espanyol. Real Madrid tapaði fyrrileiknum 6-1 á útivelli og menn í Madríd voru ekki bjartsýnir fyrir leikinn. Real komst hins vegar í 3-0 eftir aðeins tíu mfnútna leik og þurfti þá bara tvö mörk til viðbótar. Brasilíumennirnir Cicinho, Robino og Ron- aldo færðu liðinu von á ný en þrátt fyrir stórsókn náði liði ekki að bæta við mörk- um í fyrri hálfleik. Roberto Carlos skoraði fjórða mark- ið á 60. mínútu en það fimmta leit ekki dagsins ljós og Zaragoza fór áfram. Úrslit leikja í gær ÚRVALSDEILD ENGLAND Liverpool-Arsenal 1-0 Luis Garcia (86.) 1-0 Jens Lehmann varði víti frá Steven jGerrard á 32. mínútu. 1 . D E 1 L D ^ - ENGLAND z. Bumley-Wolves 0-1 Crewe-lpswich 1-2 Crystal Palace-QPR 2-1 Leeds-Watford Gylfi Einarsson var á varamannabekk Leeds. 2-1 Leicester-Derby 2-2 Jóhannes Karl Guðjónsson var í byrj- unarliði Leicester Luton-Cardiff 3-3 Millwall—Hull 1-1 Norwlch-Brighton 3-0 Sheff. Utd-Reading 1-1 fvar Ingimarsson var í byrjunarliði Reading og lékallan leikinn en Brynj- ar Björn Gunnarsson var ekki með vegna meiðsla. Stoke-Plymouth 04 Hannes Þ. Sigurðsson kom inn á sem varamaður strax á 18. mínútu leiksins. 3 D E 1 L D EN6LAND -fei 1 Notts County-Wycombe 1-2 I Guðjón Þórðarson og lærisveinar hans eru 112. sæti eftir úrslit gærkvöldsins. Brian O'Callaghan, fyrrum leikmaður Keflavíkur, skoraði mark liðsins í gær og jafnaði leikinn. Sögusagnir eru um að einn af fjórum eftirsóttustu leikmönnum Barcelona, Ronald- inho, Lionel Messi, Samuel Eto7o og Deco, verði seldur í sumar. Roman Abra- movich vill kaupa Kamerúnann Eto'o til Chelsea. tvpjp 3,3 millia Næsta stjarnan á Brúnni Samuel Eto'o gæti orðið félagi Eiðs Smára Guðjohnsen hjá Chelsea I sumar. DV-mynd: Nordicphotos/Getty Images að komast til Chelsea gætu laun Samuel Eto’o hækkað umtalsvert. | í dag fær hann um 6,6 milljónir á viku á sama tíma og félagi hans í framlínu Barcelona, Ronaldin- ho, er að fá um 17,4 milljónir í viku ^ hverri eða meira en tvö- falt hærri ,, laun. ooj@dv.is 4*. Samuel Eto’o er orðinn efstur á innkaupalista ensku meistaranna í Chelsea í sumar. Eigandinn Roman Abramovich vill fá eldfljðta Kamerúnann á Stamford Bridge til þess að auka hraðanní sókn- arleik Chelsea-liðsins og það er ekki skrítið að rússneski auðjöf- urinn vilji fá meiri sdknarþunga eftir að hafa horft upp á sína menn tapa 0-3 fyrir Middlesbrough um síðustu helgi. Enski meistaratitilinn er kominn langleiðina á Brúna annað árið í röð og nú eru menn farnir að huga að því að styrkja hið frábæra lið Chelsea enn fr ekar. Það er orðrómur í Katalóníu að einn af fjórum eftirsóttustu leik- mönnum liðsins, Ronaldinho, Lion- el Messi, Eto’o og Deco, verði seldur í sumar og eru það þeir tveir síðast- nefndu sem þykja líklegastir til þess að vera falir íýrir góða upphæð því ólíklegt er að Barcelona vilji missa undrabörnin sín tvö, Ronaldinho eða Lionel Messi. Deco er orðinn 29 ára og því ekki eins vænlegur kostur. Kamerúninn snjalli gæti hins vegar verið nokkra milljarða virði en talið er að Chelsea ætli að bjóða í hann 3,3 milljarða íslenskra króna. Eto'o er sem stendur markahæsti leik- maður spænsku deildarinnar með 18 mörk í 20 leikjum og varð einnig markakóngur Afríkukeppninnar á dögunum eftir að hafa skorað 5 mörk í 4 leikjum. Þessi 24 ára fram- herji hefur þegar tvisvar sinnum ver- ið kosinn knattspyrnumaður Afríkp þrátt fyrir ungan aldur og gæti því verið framtíðarframherji Chelsea- liðsins. Fjármögnun kaupa á Henry Með því að selja Eto’o gæti Barcelona-liðið fjármagnað fyrir- huguð kaup sín á Thierry Henry sem á enn eftir að skrifa undir súper- sammngmn sem Arsenal bauð honum á dögunum. Með þessu gætu peningarnir sem Chelsea notar í kaupin á Samuel Eto’o fengið tvöfalt vægi því jafnframt færu þessir peningar í að taka aðal- skyttuna úr liði erkifjendanna í Arsenal sem taka í notkun nýjan og glæsilegan leikvang á næsta tíma- bili. Stutt í leikinn Það er í enskum æsifréttastfl að koma með þessar fréttir aðeins viku áður en Chelsea og Barcelona leika fyrri leik sinn í 16 liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu en Eto’o var ekki alltof ánægður með meðferðina á sér í síðasta leik liðanna þegar Chelsea sló Barcelona út með 4-2 sigri á heimavelli í síðari leik átta liða úrslita Meistaradeildarinnar. Eto’o kvartaði þá undan kynþáttahatri starfsmanna Stamford Bridge og á móti var hann sakaður um að hrækja á starfsmenn Chelsea. Með helmingi lægri laun Peningar geta breytt ótrúlegustu hlutum á stuttum tíma og með því 42 mörk í 57 leikjum Samuel Eto'o hefur átt tvö frábær tfmabil með Barcelona, skoraði 24 mörk í37 leikjum í fyrra og hefur gert 18 mörkí 20 leikjum f vetur. i DV-mynd: Nordicphotos/Getty Images | Liverpool vann Arsenal 1-0 í ensku úrvalsdeildin í knattspyrnu í gær Varamaðurinn Luis Garcia tryggði sigurinn Spánverjinn Luis Garcia skoraði sigurmark Liverpool gegn Arsenal í ensku úrvalsdeildinni í gær aðeins tveimur mínútum eftir að hafa kom- ið inn á sem varamaður. Luis Garcia kom inn á sem varamaður á 84. mín- útu og var réttur maður á réttum stað eftir að sóknarmönnum liðsins hafði ffam að því gengið lítið að finna leiðir framhjá Þjóðverjanum Jens Lehmann í marki Arsenal. Með þessum sigri er Liverpool aðeins þremur stigum á eftir Manchester United í baráttunni um annað sætið en Chelsea er eins og flestir vita með yfirburðaforustu og aðra hendi á bikamum. Luis Garcia skoraði markið mikil- væga þegar hann fylgdi eftir þrumu- skoti Dietmar Hamann sem hafði einnig komið inn á sem varamaður. Jens Lehmann sem átti frábæran leik í marki Arsenal tókst ekki að halda boltanum og Spánverjinn var fyrstur að átta sig. Robbie Fowler var stórhættuleg- ur í sókn Liverpool en var óheppinn bæði í færum sem hann fékk sjálfur sem og að félagar hans náðu oft ekki að klára tækfæri sem Fowler skapaði fyrir þá. Liverpool var mun sterkari aðilinn en það var eins og Arsenal- liðið ætlaði að halda einu stigi þar til kom að sigurmarki Luis Garcia. Jens Lehmann varði margoft frá Liverppool-mönnum í leiknum og þar á meðal vítaspyrnu Steven Gerr- ard á 32. mínútu leiksins sem Liver- pool fékk þegar Emmanuel Eboue hrinti Femando Morientes að mati dómarans Graham Poll. Hetja Liverpool I gær Luis Garcia skoraði sigur- markið gegn Arsenal. Viti varið JensLehmann sést hér verja vfti frá Steven Gerrardá glæsilegan háttfgær.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.