Dagblaðið Vísir - DV - 15.02.2006, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 15.02.2006, Blaðsíða 12
12 MIÐVIKUDAGUR 15. FEBRÚAFt 2006 Fréttir DV Fjölgun tjalda Nýting tjaldsvæðis í landi Reykjanesbæjar hjá Alex, ferðaþjónustu við Að- algötu, jókst um 21% á milli ára 2004 og 2005. Fjöldi gistinátta var alls um 4.200 en tjaldsvæðið var opið frá 1. júnítil 15. september. Að sögn Guðmundar Þóris Einarssonar, rekstrarstjóra Alex, virðist sem ferða- menn hafi tekið þessari nýju staðsetningu fagnandi. Smáhýsi sem sett voru upp síðastliðið vor nýttust jafnframt mjög vel í sumar og haust. Gestir eru bæði íslendingar á leið úr landi og „stop-over“-far- þegar að því er fram kemur á vf.is. Kurr er meðal félagsmanna Sálfræðingafélags íslands vegna fjölda manna sem titla sig ráðgjafa og veita fólki sálarró með einum eða öðrum hætti. Bæði Landlæknis- embættið og Sálfræðingafélag íslands segja nauðsynlegt að kanna bakgrunn við- komandi ráðgjafa, hver svo sem hann sé. SálMingar áhyggfulullir vegna ófaglærðra ráðgjafa Sækja sorp í Landeyjar Ábúendum á sveitabæj- um í Austur-Landeyjum verður að þeirri ósk sinni að heimilissorp verði sótt heim til þeirra. Sveitar- stjóm Rangár- þings eystra sam- þykkti þetta eftir íbúarnar höfðu safnað undir- skriftum á lista og lagt þá fram fyrir sveitar- stjórnina sem síðan var samhljóma í þeirri ákvörð- un að sorpið yrði sótt heim á bæina með líkum hætti og gert er víða annars staðar í sveitarfélaginu. Keyrði út af Ökumaður á jeppa missti stjórn á honum á föstudaginn, þar sem hann kom út á malarveginn rétt utan Prestbakka í Bæjar- hreppi. Þar myndaðist mjög snögglega hálka um morguninn, þannig að erfitt var að varast hana, að því er fram kemur á strand- ir.is. Skjótt var brugðist við með söltun á veginn þegar ljóst var um breytt ástand, þannig að þegar frá leið minnkaði hálkan. Það má teljast nokkuð gott hjá öku- manninum að halda bfln- um á hjólunum. Bfllinn skemmdist nokkuð, en ökumaðurinn slapp með skrekkinn. Sveinn Karlsson tók meðfylgjandi mynd. „Það er mikið um að vera hér á Isafirði," segir Kolbrún Elma Schmidt, blómastúlka I Blómaturninum á Isafirði. „Það var haldið sundlaugar- þorrablót á Suðureyri um síð- ustu helgi. Þá sitjum við í lítilli útisundlaug og borðum Landsíminn drekk- um, syngjum og skemmtum okkur. Við mætum ísundföt- um en sumar konur mæta í kjólum og sumir menn með bindi eða hatta. Þetta er I átt- unda sinn sem við höldum svona þorrablót. Svo er allt á fullu i tónlistarlífínu á Isafírði ogégvarað koma úr píanó- tíma úr Listaskóla Rögnvaldar en þar er mikil gróska í listalíf- inu." Kári Eyþórsson ráðgjafi Káriertið- ur gestur íspjall- þættinum Islandi í bitið þar sem hann ræðir mannleg efni. Titillinn ráðgjafí er ekki lögverndað starfsheiti og því ná engin lög yfir þá sem þannig starfa. Þetta hefur farið fyrir brjóstið á sál- fræðingum, sem hafa eytt í það minnsta fímm árum ævi sinnar í að fá starfsréttindi á sviði sálfræðimeðferðar. Ráðgjafar kalla sig hins vegar ekki sálfræðinga, en margir hafa misskilið það og talið víst að þeir hafi verið að ganga til sálfræðings. Meðal þeirra ráðgjafa sem helst hefur borið á er Kári Eyþórsson. Hann kallar sig ráðgjafa og hefur þannig haldið námskeið, komið fram í sjón- varpi og boðið einstaklingum ráðgjöf. Hann segist aldrei hafa komið fram sem sálfræðingur. Ingi Jón Hauksson Framkvæmdastjóri Sál- fræðingafélags Islands hvetur fólk tll að kanna bakgrunn og hæfi viðkomandi ráðgjafa. Þrátt fýrir það eru mörkin ekki skýr og fjöldi viðskiptavina ráðgjafa á þessu sviði hefur sótt tíma hjá þeim í þeirri trú að um sálfræðing væri að ræða. Kári segist ekki vita til þess að skjólstæðingar hans telji hann vera eitthvað annað en ráðgjafa. Kári á að baki fjögur vikulöng kvöldnámskeið þar sem hann lærði meðal annars dá- leiðslu. Sálfræðingur eða ráðgjafi? Samkvæmt laganna bókstaf er ekkert sem kemur í veg fyrir að hver sem er kalli sig ráðgjafa. Hann þarf ekki að hafa neina fagmenntun að baki og getur boðið þjónustu sína hveijum sem er. Það er viðskiptavin- arins að finna út hvort hann sé pen- inganna og tímans virði. Sálfræðingur þarf hins vegar að stunda nám í fimm ár til að geta starfað sem og kallast sál- fræðingur. Það er lögvemdað starfs- heiti, en ráðgjafi þarf hins vegar ekk- ert að hafa á bak við sig í menntun. Áhyggjur sálfræðinga Ingi Jón Hauksson, framkvæmda- stjóri Sálfræðingafélags íslands, segir að íjöldi sálfræðinga hafi komið að máli við sig og lýst áhyggjum sínum af vinnubrögðum ráðgjafa. „Það er ekkert í lögum sem bannar mönnum að selja þjónustu sína sem ráðgjafar," segirlngijón. „Éghefsamt heyrt margar áhyggjuraddir innan raða félagsmanna um starfsaðferðir ráðgjafa eins og Kára. Við hvetjum fólk eindregið til að vega og meta þá þjónustu sem það kaupir, að ráðgjaf- amir kunni til verka." Sálífæðingar sem DV ræddi við taka undir það. Einn þeirra tjáði blaðamanni að einhveijir skjólstæð- ingar hans hafi „lent í þeim“ eins og hann orðaði það. Hann segir það sjálfsagt að ráðgjafar starfi sjálfstætt og bjóða almenningi upp á þjónustu sína. Það sé viðskiptavinarins að meta hvort þeim tíma og pening sem íjár- fest er, sé vel varið. Ástæða sé til að vekja athygli á mismuninum á þjón- ustu sálfræðinga og ráðgjafa. Landlæknisembættið varar við Matthías Halldórsson aðstoð arlandlæknir hvetur alla til að at- huga faglegan bakgrunn þeirra sem gefa sig út fýrir að vera ráðgjafa. „Þar sem starfsheitið ráðgjafi er ekki lögvemdað eins og fagheiti inn- an heilbrigðisgeirans er hverjum sem er heimilt að gefa sig út fýrir að vera ráðgjafi," segir Matthías. „Það er því kaupandans að athuga gaumgæfilega hver faglegur bakgrunnur viðkom- andi ráðgjafa sé og hvort hann sé starfinu vaxinn. Fólk hefúr haft sam- band við okkur vegna slflcra ráðgjafa og kvartað yfir þeirra vinnubrögðum. Þar sem þeir em ekki innan heilbrigð- isgeirans höfum við ekkert vald yfir þeim. Því beinum við fólki frekar á að fara til Neyt- endasamtak- anna eða jafnvel lög- reglunnar ef| fólk telur við- ' komandi vera ! að villa á sér 1 heimildir." haraldur@dv.is ] Deilur á milli íbúa og hverfisráðs Framkvæmdir í Gullengi án leyfis „Við bíðum enn úrskurðar úr- skurðarnefndar skipulags- og bygg- ingamála," segir Guðni Þorvaldsson jarðræktarfræðingur. Miklar deilur hafa verið í Gullengi í Grafarvogi vegna skipu- lagsmála. Framkvæmdir em hafnar við Gullengi 2 og 6, þrátt fyrir að hugsanlega verði ekki af þeim. Deil- an snýst fyrst og fremst um þrjú hús sem hugað er að byggja við Gullengi. fbúar hverfisins em ósáttir við stærð húsanna og segja þau ekki í sam- ræmi við húsin í kring. Guðni segir að þau eigi eftir að skyggja á útsýni og mikið ónæði verði af umferð um svæðið. „Það er óeðlilegt að framkvæmdir skuli vera hafnar," segir Guðni og telur það lágmark að beðið verði eftir úrskurði úrskurðarnefndar skipulags- og byggingamála. „Það er kurteisi að bíða eftir úr- skurði skipulagsnefndar," segir Stef- án Jón Hafstein, borgarfulltrúi og formaður hverfaráðs Grafarvogs og Kjalarness. Stefán styður nýtt skipu- lag og segir eðlilegt að reisa meiri byggð í hverfinu. Hann segist hafa reynt að koma til móts við óánægða íbúa hverfisins. Til dæmis með því að hægja á umferðinni niður í 30 kflómetra hraða. „Við viljum bara fara eftir sann- gjörnum leikreglum," segir Stefán Jón og ítrekar að sér þyki það óeðli- legt að framkvæmdir séu hafnar. valur@dv.is Grafarvogur Miklar óá- nægjuraddir eru i Gullengi vegna framkvæmda. DV-mynd Vilhelm

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.