Dagblaðið Vísir - DV - 15.02.2006, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 15.02.2006, Blaðsíða 16
16 MIÐVIKUDAGUR 15. FEBRÚAR 2006 Neytendur DV Skortir á að bílar séu ástandsskoðaðir Ástandsskoðun mikilvæg kaupendum Því miður fer fjöldi eigendaskipta á notuðum bílum fram án þess að ástandsskoðun þeirra hafi farið fram. Samkvæmt lögum eiga bíiasalar að benda væntanlegum kaupendum á að láta skoða bílinn af óháðu verk- stæði. Bílasalar leggja mikla áherslu á að bílar séu skoðaðir, enda er ódýr hugarfriður sem fæst með því. Þrátt fyrir ábendingar bílasala er ein- ungis um helmingur notaðra bíla tek- inn í ástandsskoðun af væntanlegum kaupendum. Það mun algengara meðal eldri bíla, þar sem líkurnar eru meiri á að einhverjir gallar eða bilanir komi í Ijós og viðgerðarkostnaður hærri. „Það er ótalmargt sem getur komið í Ijós við nákvæma skoðun á bíl," segir Bergur Helgason, skoðunarmaður hjá Aðalskoðun. „Við styðjumst við verk- lagsreglur frá stjórnvöldum við skoð- un bílsins, en skoðum að auki lakk og alls konar aðra hluti sem ekki eru inni á þeim lista." Verðmunur er töluverður á milli þeirra skoðunarstöðva sem fram- kvæma ástandsskoðun. Þannig kostar skoðunin 5.300 krónur hjá Aðalskoð- un, hvort heldur fyrir fólksbíla eða jeppa. Hjá Frumherja kostar skoðunin hins vegar 6.200 krónur fyrir fólksbíla og 6.900 fyrir jeppa. Ástandsskoðun er mik- ilvæg Segja bæði bilasal- ar og skoðunarmenn. Bílasalar benda á ástands skoðun Margir kaupendur skella skollaeyrum við. Sumarið er næstum komið og sólarlandaferðirnar óðum að seljast upp. Fer hver að verða síðastur enda hefur verðið aldrei verið hagstæðara. Ferðaskrifstofurnar keppast við að bjóða sem best og hafa aukið fjöl- breytni í áfangastöðum milli ára. Helgi Jóhannsson hjá Sumarferðum segir ferðavenjur íslendinga hafa breyst verulega undanfarin ár og fólk bóki sumarferðirnar fyrr en áður hefur þekkst. Það er ekki ofsögum sagt að ís- lendingar séu ferðaglaðir. Miðað við samtöl okkar við forsvarsmenn ferða- skrifstofanna er sumarið bjart hjá þeim og bókanir óðum að berast. Samdóma álit manna er að gæði ferð- arinnar skipti öliu máli og fólk sé meira að leita á fínni og betri gististaði en áður. Þannig sækir ijölskyldufólk f staði þar sem mikið er haft fyrir böm- unum og unga fólkið fer oft saman í pömm á staði þar sem aUt er innifalið og á fimm stjömu hótel. Odvrara en áður að fara til solarlanda wB .........■ i ph himi^i l Miðað við fjóra farþega, tvo full- orðna og tvö böm, er ödýrast að fara til Mallorca í sumar. Áfangastöðum ferðaskrifstof- anna hefur fjölgað mjög í takt við aukna ferðaþörf landans. Fuertaventura á Kanaríeyjum og Tenerife virðast vera heitustu staðirnir sem Islendingar sækja í sumar, enda er verðið lægra en það hefur verið í mörg ár. Helgi Eysteinsson hjá Úrval Útsýn Telur Tenerife vera heitasta staðinn i dag. Tenerife er málið „Það er Tenerife sem hefur slegið í gegn hjá okkur," segir Helgi Eysteins- son hjá Úrval Útsýn. „Þama er aUur aðbúnaður fyrsta flokks og mfldl upp- bygging hefur farið þama fram. Þetta er líka staður sem býður upp á ein- stakt loftslag og hitastig - hvort held- ur að sumri eða vetri tíl.“ Helgi segir klassísku staðina lflca vera að koma sterka inn fyrir sumarið og líkur á að ferðasumarið 2006 verði ekkert síðra en síðasta ár, sem verður í manna minnum haft fyrir góða sölu. Úrval Útsýn flýgur með beinu leiguflugi Icelandair tU áfangastaða sinna í sumar og nýtir tU þess Boeing 757 flugvélar. Blómaeyjan Tenerife er stærst af sjö eyjum Kanaríeyja og er staðsett á mUU Gran Canaria, La Gomera og La Palma. Tyrkland vinsæll staður „Tyrkland og Tenerife em að slá hressUega í gegn hjá okkur," segir Laufey Jóhannsdóttir, ffamkvæmda- stjóri Plúsferða. Áfangastaðirnir á Þyrf Gunnarsdóttir, sölustjóri Heims- feröa Fuertaventura er vinsæll áfangastað- ur og þykir koma á óvart. Tyrklandi em Marmaris og fymeler. Flogið er með Icelandair. Fuertaventura vinsælt Heimsferðir bjóða nú íslending- um upp á áfangastaðinn Fuerta- ventura, sem er næststærst Kanarí- eyjanna og liggur næst Afriku í eyja- klasanum. í raun er aðeins mjótt sund sem skilur eyjuna frá Marokkó. „Við töldum ftUlvíst að þessi stað- ur yrði vinsæU, en viðtökumar fóm ffam úr okkar björtustu vonum," seg- ir Þyrí Gunnarsdóttir, sölustjóri Heimsferða. „Við bættum þess vegna við aukavél þangað og seljum grimmt. Það sem er sérstakt við Fu- ertaventura er að þar em ný og rosa- lega góð hótel sem em hönnuð með fjölskyldufólk í huga. Það virðist líka vera mikUvægt hjá fóUd að hafa góð hótel og nóg að gera fyrir krakkana í fríinu." Heimsferðir fljúga með leiguflug- félaginu Futura í sumar og nýta ril þess Boeing 737-800. haraldur@dv.is Tenerife vinsælast hjá Sumar- ferðum „Hjá okkur kemur Tenerife mest á óvart," segir Helgi Jóhannsson hjá Sumarferðum. „Þetta er nýr áfanga- staður sem er mjög fjölskylduvænn, en samt er mfldð af ungu fólki sem er að bóka sig þangað líka." Helgi segir að íslendingar hafi breytt sínum ferðavenjum verulega undanfarið. „Fólk er ekkert endUega að fara í þriggja vflcna frí lengur. Um 85 pró- sent farþeganna em að fara í eina eða tvær vikur, sem er aUt annað en fyrir nokkmm árum síðan. Enda hefur verðið faUið verulega og almenningur finnur fyrir því. Það hefur aflt fylgst að úl að gera þetta hagkvæmt fyrir neyt- endur, krónan hefúr styrkst og sam- keppni hefur aukist verulega á gisti- markaði erlendis. Við emm þannig með betri verð en nokkm sinni fyrr." SamstarfsaðUi Sumarferða er Spanair, flugfélag sem er að stærstum hluta í eigu SAS. Þar er flogið með Air- bus 321 flugvélum. Helgi Jóhannsson hjá Sumarferðum Segir ferðavenjur Islendinga hafa breyst verulega á undanförnum árum. Verð á mann miðað við tvo fullorðna og tvö börn, með sköttum og gistingu í 7 nætur: ÚRVAL ÚTSÝN: Tenerife El Duque 34.807 Benidorm La Colina 44324 Mallorka Cala Millor Park 49.841 SUMARFERÐIR: Benidorm Hotel Oasis Plaza 45.388 Mallorka Alcudia Pins 39375 Tenerife Gran Hotel Costa Adeje 54.050 Mallorka Viva Alcudia Sun Village 37.225 HEIMSFERÐIR:* Mallorka Brasillia Playa 35.495 Benidorm Vina Del Mar 33.495 Costa del Sol Castle Beach 39.696 Rimini Riviera 43.895 Fuertaventura Oasis Royal *verð miðast við að bókað sé á netinu 36.795 PLÚSFERÐIR: Tenerife Villa de Adeje 33364 Benidorm Buenavista 34.490 Mallorca Pillari Playa 35.890 Marmaris Özay 37.600 i : i

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.