Dagblaðið Vísir - DV - 15.02.2006, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 15.02.2006, Blaðsíða 10
W MIÐVIKUDAGUR 15. FEBRÚAR2006 Fréttir DV Brynjar er ótrúlega duglegur maður. Hann er góður þjálfari og mikill vinur vina sinna. Brynjar getur verið offylginn sér. Hann tekur hlutunum stundum ofalvarlega og er með lélegan tónlistarsmekk. „Brynjar er alveg einstaklega góð- ur vinur. Svo er hann ákaflega fylginn sér. Hann er líka ótrúlega vel að sér í allri þjálfun og þekkir körfubolta alveg í gegn. Það erein afástæðunum fyrir því að honum gengur svona vel. Hvað gallana varðar þá myndi ég segja að Brynjar eigi það til að vera stundum offylginn sér. Svo þegarhann verður ákaflega áhugasamur um einhvern hlut þá fórnar hann nánast öllu fyrir hann.“ Hrafn Jóhannesson, leikmaður Þórs i körfuknattleik og vinur. „Hann er í fyrsta lagi duglegasti maður sem ég þekki. Hanner alltafað og svo virðist sem hann hafi aukakiukku- stundir í sólarhringnum. Hann ereinnig einn afbetri þjálfurum sem ég hefunn- ið með og kenndi mér hvað mest. Hann er traustur vinur. Hann er umdeildur en hann hugsar ekki um hvað öðrum finnst, nema hans nánustu vinum. Hann tekur aftur ámóti öllum hlutum alvar- lega, það er allt eða ekkert hjá honum." Óskar Bjarni Óskarsson, þjálfari Vals i handknattleik. „Brynjar Karl lagði hornsteininn að viðhorfi mínu til íþrótta. Hann er líka skemmtilegur maður og ég hefákaflega gaman afhonum. Svoer hann lika ótrúlega góður þjálfari. En hann með mjög vafa- saman tónlistarsmekk. Ég man að hann hlustaði alltafá lélega tónlistþegar hann var að hita sig upp. Svo er hann hálfmanískur, sem er bæði kostur og galli. Allavega vil ég þakka honum fyrirað hafa verið manísk- ur. Hann sparkaði I rassinn á mér þegar ég þurfti og það er mjög gott." Markús Máni Mikaelsson, atvinnumaður í handknattleik. Brynjar Karl Sigurðsson er fæddur 17. septem- ber 1973. Hann er verkefnisstjóri Sideline Sports, sem gerði samning við Alþjóða- körfuknattleikssambandið um sölu á hug- búnaði fyrir körfuknattleiksþjálfun. Brynjarer einnig yfirþjálfari körfuknattleiksakademí- unnar í Fjölbrautaskóla Suðurlands. Liðið leik- ur í fyrstu deild á fslandi og er í öðru sæti, þrátt fyrir aö vera með langyngsta lið deildarinnar. Brynjargerði sjálfurgóða hluti sem leikmað- ur, en hann lék lengst afmeð lA og Val. Framköllun á undanhaldi Tvö framköllunarfyrirtæki hafa farið á hausinn á aðeins hálfu ári á Akureyri sam- kvæmt Landpóstinum. Síð- ustu tvö árin hafa verið mjög erflð hjá framköllunariðnað- inum að sögn Þórhalls Jóns- sonar hjá Pedromyndum, sem hefur þurft að loka versl- un sinni. Filmuframköllun minnkaði um 30-40 prósent á síðasta ári og er því ekki of- sögum sagt að filmu- framköllun sé að tapa fyrir stafrænni tækni. Þrátt fyrir að flestir kunni vel við að eiga myndir sínar útprent- aðar en fáir framkalla þær stafrænu. Stjórnandi rannsóknarinnar á morðinu á Jóni Þór Ólafssyni og vinkonu hans, Brendu Salinas Jovel, sagði við DV í gær að þekktar glæpaklíkur væru grun- aðar um morðið. Að hans sögn vinnur lögregla nú eftir þeirri kenningu að hópur fimm til sex manna hafi rænt Jóni Þór og Brendu þar sem þau voru á heimleið í Zona Rosa-hverfinu í San Salvador. Að hans sögn voru þau í haldi klíkunnar í um tvo tíma áður en ákvörðun var tekin um að aflífa þau. wmm '#/ Guáteríialö’ Hön'dufas^ El Salvador Jón Þórog vinkona hans fundust um 30 kilómetrum fyrir utan höfuðborgina San Saivador. Jon Þór Olafsson Fórutan tilEl Salvador í haust og starfaðiþar sem verkfræðingur. \ J on leland — „Aðkoman var hræðileg. Þau lágu bæði í blóðpolli í vegarkant- inum,“ segir blaðamaðurinn Carlos Henriquez sem fjallað hefur um morðið á Jóni Þór Ólafssyni og vinkonu hans, Brendu Salinas Jovel. Þau fundust myrt skammt ifá borginni San Salvador á sunnudagsmorgun. Stjórnandi rannsóknar- innar segir glæpaklíku í borginni grunaða um morðið. Carlos Henriquez hefur fjallað um málið í dagblaðinu La Prens Grafica í E1 Salvador. Hann var með þeim fyrstu á vettvang morðsins. í samtali við DV í gær sagði hann að tvö stór glæpasam- tök, La Pandilla 18 og La Mara Sal- vatrucha, standi oftast að mann- ránum og morðum sem þessum. Morðin sem klíkurnar tvær standa fyrir ár hvert skipta hundruðum. Aðstandendur Jóns Þórs Ólafs- sonar eru harmi slegnir vegna málsins. Jón Þór lætur eftir sig sambýliskonu og tvö börn frá fyrra sambandi. Hann hafði um nokk- urt skeið starfað sem staðarverk- fræðingur við gerð jarðvarma- orkuvers á vegum fyrirtækisins Enex í E1 Salvador. Fóru saman út að borða Að sögn stjórnanda morðrann- sóknarinnar, Ruso, sást síðast til Jóns Þórs og Brendu vinkonu hans um klukkan tvö aðfaranótt sunnu- dagsins sem leið. Vitað er að þau fóru saman út að borða í Zona Rosa-hverfinu í San Salvador og þaðan á nokkra skemmtistaði í grenndinni. Bfll Jóns Þórs fannst seinna yfirgefin á Jerusalem-götu í miðborg San Salvador. Glæpir og morð eru tíðir í borg- inni og þegar Brenda skilaði sér ekki heim um nóttina hafði móðir hennar samband við lögreglu. Vegfarandi fann líkin Nokkntm klukkutímum síðar eða klukkan 06.30 um sunnudags- morguninn barst lögreglu önnur tillcynning, nú frá vegfaranda á þjóðveginum sem liggur frá San Salvador til Santa Ana. Hann var um 24 kílómetra fyrir utan San Salvador og hafði séð eitthvað grunsamlegt í vegarkantinum. Hann stöðvaði því bifreið sína og grennslaðist fyrir. Þar fann vegfar- andinn karl og konu látin í vegkant- inum. Lögregla var komin á staðinn skömmu síðar. Sextán skothylki á vettvangi Að sögn Ruso fann lögregla sextán skothylki af níu millimetra byssukúlum á vettvangi. Af áverk- um hinna látnu að dæma höfðu þau bæði verið skotin til bana þar sem þau lágu í vegarkantinum. Þau voru skotin af stuttu færi, í höfuðið og í brjóstkassann. Þar að auki benda áverkar til þess að þau hafi verið beitt ofbeldi áður en þau voru myrt. Að sögn lögreglu höfðu þau verið látin í um tvo tíma þegar þau fundust. Engin skilríki fundust Farið var með hin látnu í líkhús í Santa Ana. Þar bar móðir konunnar kennsl á dóttur sína. Grunur hennar frá því fyrr um nóttina reyndist réttur. Konan reyndist vera Brenda Salinas Jovel. Hún var 28 ára. Ekki tókst að bera kennsl á karlmanninn enda fúndust engin skilríki eða per- sónulegir munir á vettvangi. Hin látnu höfðu bæði verið rænd áður en þau voru myrt. Daginn eftir kom í ljós að hinn látni hét Jón Þór Ólafs- son, orkutæknifræðingur sem starf- aði hjá ísiensku fyrirtæki í landinu.- Heyrðu skothvelli Rannsókn lögreglu á morðinu hófst þegar í stað. Vinir Brendu og Jón Þórs voru yfirheyrðir, sem og vitni af veitingastöðunum sem þau höfðu verið á kvöldinu áður. Þá var einnig rætt við fólk sem býr skammt frá þar sem Brenda og Jón Þór fund- ust látin. Að sögn lögreglu sagðist fólkið þar hafa heyrt allmarga skothvelli um nóttina. Þau sögðust einnig hafa séð tvo bíla sem þustu á brott skömmu eftir að skothvellirnir hættu. Þessar upplýsingar benda að

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.