Dagblaðið Vísir - DV - 15.02.2006, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 15.02.2006, Blaðsíða 8
8 MIÐVIKUDAGUR 15. FEBRÚAR 2006 Fréttir OV HIV þýðir ekki alnæmi Island er í tísku hjá ferðamönnum en ferðamenn eru kannski ekki í tísku á íslandi. Gísli Valur Gíslason segir sér og vinum sínum frá Gísli Valur Gislason Ósátt- ur við rasisma i dyravörðum Pravda sem meinuðu honum og vinum hans inngöngu. mmm Indónesíu hafa verið neitað um aðgang inn á skemmtistaðinn Pravda um helgina vegna litarhafts vinanna. Magnús Benediktsson, veitingastjóri Pravda, segir engan rasisma á staðnum, aðeins „dresscode“. UJ Magnús Benediktsson, veitingastjóri skemmtistaðarins Pravda við Lækjartorg, telur að óviðeigandi klæðaburður hafi verið ástæða Jress að hópi af útlendingum var vísað frá staðnum síðastliðið laugardagskvöld. Hann ætlar samt sem áður að ræða við dyraverði staðarins til þess að koma í veg fyrir atvik eins og það sem Gísli Valur Gíslason lýsir. „Ég var þama með vinum mín- um sem komu alla leið frá Indónesíu til þess að heimsækja mig," segir Gísli Valur Gíslason, sem fór með indónesískum vinum sínum út að skemmta sér um helgina. Hann segir dyraverði skemmtistaðarins Pravda hafa neitað vinum sínum um inngöngu á staðinn vegna þess að þeir eru útlendingar. Hvítir inn „Mér var vísað frá því þeir sáu að ég var með fólkinu frá Indónesíu," segir Gísli Valur Gíslason sár efdr að hafa verið vísað frá skemmtistaðn- um Pravda, að hans sögn vegna ras- isma. „Dyraverðimir sögðu fyrst að það væri einkapartí í gangi en sögðu „Það voru til dæmis tveir Rússar sem sluppu inn, það var vegna þess að þeir sögðu ekki stakt orð á meðan þeir gengu framhjá dyravörðun- um." síðan að það væri fullt hús. Þeir síð- an sögðu þetta til skiptis. Ég hef ekki lent í þessu áður en ég fer þarna oft, “ segir Gísli Valur, sem vonar að þetta komi ekki fyrir aftur. íslenskir ríkisborgarar „Það fór fjöldinn allur af íslend- ingum inn á staðinn á meðan okkur var meinað að fara þarna inn. Það voru til dæmis tveir Rússar sem sluppu inn, það var vegna þess að þeir sögðu ekki stakt orð á með- an þeir gengu framhjá dyravörðun- um,“ segir Gísli Valur. „Allar stúlkurnar sem vom með mér eru giftar fslendingum og em íslenskir ríkisborgarar. Þær fengu samt sem áður ekki að fara inn. Sömu sögu er að segja af tveimur blökkumönnum sem var einnig meinaður aðgangur. Þeir komust inn en var fljótt vísað út og endur- greiddu dyraverðir þeim aðgangs- eyrinn," segir Gísli Valur sem vonar að skemmtistaðir á fslandi taki ekki upp stefnu gegn útlendingum. Fundað um málið „Við líðum ekki rasisma á Pravda," segir Magnús Benedikts- son, veitingastjóri staðarins. „Það em allir velkomnir á Pravda og það skiptir engu hvaða hörundslit fólk hefur. Ég á erfitt með að trúa því að fólkinu hafi verið vísað frá vegna þess að það hafi verið útlendingar. Samt sem áður ætla ég að funda með dyra- vörðum staðarins til þess að koma í veg fyrir atvik sem þessi," segir Magnús. Dresscode „Ég held að þetta stafi af mis- skilningi. Við stöndum frammi fyr- ir breytingum á staðnum og emm meðal annars að taka upp reglu hvað varðar snyrtilegan klæðnað eða dresscode," segir Magnús. „Við leggjum línurnar fyrir dyra- verðina hvað klæðaburð gesta varðar og það er síðan undir þeim komið að ákveða hverjir fara inn og hverjir ekki. Við þurfum að vísa frá fullt af fólki vegna þessa á hverju einasta kvöldi. Ég vil líka taka það fram að við tökum á móti hund- mðum hópa af útlendingum á ári hverju sem koma á staðinn til þess að skemmta sér," segir Magnús. atli@dv.is í síðustu viku komu Karl Gauti Hjaltason, sýslumað- ur í Vestmannaeyjum, og Gunnlaugur Grettisson skrifstofustjóri færandi hendi í Athvarfið í Þórs- heimilinu þar sem þeir af- hentu íjórar Dell-tölvur. Nýverið var skipt um tölvu- búnað hjá sýslumanns- embættinu og eins og emb- ættið hefur gert áður nutu börnin á Athvarfinu góðs af því. Embættið hefur á síð- astliðnum árum gefið Athvarfinu nokkrar tölvur og húsgögn sem ekki hefur verið lengur not fyrir hjá embættinu. Þetta kemur fram á eyjar.net. Mikið líf var á íslenska hlutabréfamarkaðinum í gærdag. FL Group hækkaði enn og aftur mest allra, þriðja daginn í röð, eftir til- kynningu um að setja Icelandair Group á markað. í gær nam hækkunin 6,13 prósentum, að því er fram kemur á vef Viðskipta- blaðsins. Á síðustu þremur dögum hefur félagið því hækkað um 15,57 prósent. Frá áramótum nemur hækkunin 45,03 prósent- um, sem er næst mesta hækkun í Kauphöll Islands. Færeyska olíufélagið Atl- antic Petroleum er það eina sem gerir gott betur, hefur hækkað um 67,86 prósent frá áramótum. Birna Þórðardóttir, for- maður Alnæmissamtak- anna, vill koma því á fram- færi að það er ekki það sama að vera með al- næmi og HIV-smitað- ur. Tilefnið er frétt DV á laugar- daginn um lítinn dreng sem fæddist HIV- smitaður þar sem móðir hans var með sjúk- dóminn. Birna segir að HIV þýði það að viðkomandi gangi með veiruna en al- næmi sé lokastig sjúk- dómsins. HIV-smitaður einstaklingur geti verið ein- kennalaus, og lyf sem nú eru notuð geti haldið veirunni í skefjum mjög lengi. Alls ekki sé sama- semmerki þar á milli. Færandi hendi Líf íbréfum Hjálpum þeim safnaði átta milljónum fyrir Pakistan Ríkið tók skatt af söfnunarpeningunum „Við erum að vonast til þess að rík- isstjómin sjái að það er ekki við hæfi að hún taki tolla af svona söfnunarfé," segir Einar Karl Haraldsson, stjómar- formaður Hjálparstarfs kirkjunnar. Söínunarféð sem um ræðir kom til vegna sölu á disknum Hjálpum þeim, endurgerðinni á laginu sem var samið íyrir 20 árum. Mikael Torfason, fyrrver- andi ritstjóri DV, hvatti Einar Bárðar- son, sem hefur mikla reynslu af skipu- lagningu góðgerðastarfsemi, tU að endurgera lagið í þágu góðs málefnis. Niðurstaðan er átta milljónir króna sem Hjálparstarf kirkjunnar mun sjá um að koma til fómarlamba jarð- skjálftanna í Pakistan. íslenska ríkið Hvað liggur á? tók rúmar tvær milljónir til sín í formi virðisaukaskatts en söluandvirði disks- ins var tíu milljónir króna en tíu þús- und diskar seldust úti um allt land. „Það verða seldir fjögur þúsund diskar í viðbót ásamt því að höfundar lagsins ætla að gefa sín höfundarlaun eins og þeir gerðu fyrir 21 ári. Svo það á Landslið poppara Söng Hjdlpum þeim og hjálpaði fórnarlömbum jarðskjálft- anna töluvert með átta milljónum króna. „Mér liggur áað komast upp í fjórða sætiðá framboðslista Samfylkingarinnar og þá eftir fjögur ár,“segir Kjartan Valgarðsson sem hreppti 11. sætið iprófkjörinu um helgina. „Annars liggur mér lika á að komast á skíði með borgarstjóranum í Hvitafjalli ( Guö- brandsdal i Noregi. Við förum eftir tvær vikur." eitthvað eftir að bætast við upphæð- ina,“ segir Einar Karl. Höfundar lagsins em þeir Jóhann G. Jóhannsson og Axel Einarsson en lagið var upphaflega samið og gefið út árið 1985 til styrktar sveltandi bömum íEþíópíuog var mjög í anda þess sem heims- frægir popparar beggja vegna Atlants- hafsins vom að gera á þeim tíma. Skemmtistaðurinn Pravda Staður fyrir alla, segir Magnús Benediktsson veitinaastióri.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.