Dagblaðið Vísir - DV - 15.02.2006, Blaðsíða 39
DV Síðast en ekki síst
MIÐVIKUDAGUR 15. FEBRÚAR 2006 39
Spurning dagsins
Ekki innan míns
áhugasviðs
„Örugglega ekki. Gorbatsjov er bara ekki inn-
an míns áhugasviðs."
Anna Bryndís Gunnlaugsdóttir nemi.
„Aldrei,
fyrrmyndiég
skjóta mig."
Óli Pétur
Benediktsson
verkamaður.
„Nei,
það ætla ég
ekki að gera.Að-
allega afþví ég
erléleg í ensku.
Annars væri ég
alveg til Iþað."
Sólveig Gunn-
laugsdóttir,
fyrrv. fulltrúi
hjá fslands-
pósti. ,
„Aldrei
á ævinni myndi
ég fara á þann
fyrirlestur."
Sigurvin Jó-
hannesson
tónlistarmað-
ur.
„Ég væri
til i það en held
að það sé ofdýrt.
Hanneráhuga-
verður maður og
það væri gaman
að heyra hvað
hann hefur að
segja."
Steingrímur
Jón Guðjóns-
son nemi.
Stefnt er að því að fá Mikhaíl Gorbatsjov, fyrrverandi leiðtoga Sovétríkjanna.til
landsins. Hann mun fiytja fyrirlestur í Háskólabíói.
feluleiknum þrífst spillingin
„Ótrúlegt fjáraustur
frambjóðenda í efstu
sætin í prófkjörum.
flokkanna fyrir kom-
andi borgarstjórnar
kosninga í Reykjavík
er alvarlegt áhyggjuefni. Skiptir
þá engu hvort um er að ræða
frambjóðendur Framsóknar-
flokks, Samfýlkingar eða Sjálf-
stæðisflokks. Fjáraustrið er far-
ið að snúast gegn upphafleg-
um markmiðum með
prófkjöri. Markmiðið
með prófkjöri var jafn-
ræði allra til þátttöku í
prófkjörum gegn einokur-
valdi flokkseigenda á vali
frambjóðenda til alþingis eða
sveitarstjórna. Nú eru það
peningaöflin, sem hafa af-
gerandi áhrif á úrslitin í
stað flokkseigendanna
áður. Samfylkingin hefur
verið í fararbroddi fyrir því
að krefjast þess að sett verði
lög um fjármál stjórnmála-
flokka. Þvi er ástæða til að gera
þær kröfur til frambjóðenda
Samfylkingarinnar að þeir birti
opinberlega útgjöld og tekjur
vegna prófkjörsins og hverj-
ir hafa veitt þeim fjár-
hagstuðning.
Upplýsingar sem fram hafa
komið að einstaka frambjóðend-
ur í Framsóknarflokki, Sjálf-
stæðisflokki og Samfylkingu
hafi verið að eyða nokkrum
milljónum og allt uppí 10 millj-
ónir hver þeirra eru ákveðin
ógn við lýðræði innan
stjórnmálaflokkanna.
Jafnaðarmenn hafa í mörg
undanfarin ár flutt frurtv
varp um fjármál stjórnmála-
flokkanna. M.a. að birtir verði
opinberlega reikningar
flokkanna og upplýsingar um
fjárframlög frá einstaka styrkt-
araðilum yfir tiltekna fjárhæð.
Jafnaðarmenn hafa einnig lagt
fram í því frumvarpi að fram-
bjóðendur í prófkjöri birti reikn-
Ms
inga sína opinber-
lega og gerir grein
fyrir fjárframlög-
um einstakra
styrktaraðila sem í
dag jafngilda um 200 þúsund
krónum. Ég hvet frambjóðendur
Samfylkingarinnar til að fylgja
þessum reglum, en fara ekki í
feluleik um fjármögnun próf-
kjörsins með frambjóðendum
Sjálfstæðisflokks og Framsókn-
arflokksins.
Samtrygging flokka og fram-
bjóðenda um að koma í veg
fyrir upplýsingar til almenn-
ings um fjármögnun prófkjara
eða kosningabaráttu er ein al-
varlegasta ógnin við lýðræðið í
landinu. í slíkri samtryggingu
og feluleik um fjármál flokk-
anna þrífst spillingin. í fjölda
ára sat nefnd í umboði fyrr-
verandi forsætisráðherra
Daviðs Oddssonar til að vinna
að löggjöf um fjármál stjórn-
málaflokkanna. Niðurstaðan þá
var ein allsherjar samtrygging
flokkanna um að gera ekki neitt.
Núverandi forsætisráðherra
skipaði nefnd í sama til-
gangi í sumar sem skila
átti niðurstöðu um s.l. ára-
' mót. Ekkert bólar á niður-
stöðu. í kröfu almennings
um gegnsæi og sýnileika í
stjórnsýslunni til að koma í veg
fyrir spillingu og stuðla að góð-
um stjórnsýsluháttum, ætla
stjórnmálaflokkarnir - og
greinilega líka frambjóðend-
ur - að daga uppi sem nátt-
tröll og halda
áfram felu-
leiknum i
skjóli sam-
trygginga
um eigin
hagsmuni.
Hversu
lengi ætlar
þjóðin að líða
þeim það?“
Jóhanna Sigurðardóttir alþingiskona ritar á vef sinn, althingi.is/johanna
/ „fo.rgrunmstóðx
?jórvar og^
sagði Jylíands-mal-
lð s*rf einfalt. Auð-
shefðu
réttíilÍ r fu»an
uItÍÍa 0 teikna Mó-
nameð en mistökin
L væru Rasmus /
m sens.“ /
Hallgrímur Helgason skrifar um reiðina vegna skopteikninganna af
Múhameð spámanni og viðbrögð forsætisráðherra Dana
Þjáningarfrelsið
Auðvitað má gera grín að öllu. Auðvitað má birta
skopteikningar af öllu. Auðvitað má hæðast að guði.
Hann hefur húmor sem er stærri en gjörvöll hneykslun
jarðarbúa. Auðvitað mega menn hafa hvaða skoðun
sem er og viðra hana hvar sem er. Auðvitað má
skopast að náunganum. Auðvitað má gera
grín að þjóðum og menningarheimum.
En hvað? Diplómasían má gjarnan
fylgja með. Þegar grínið vekur hatur frem-
ur en hlátur er rétt að doka við.
Skopteikningamálið mikla er kannski
pólitískt fremur en menningarlegt siðferðis-
spursmál. Þetta opnaðist fyrir mér í sigurteiti
sumra eftir prófkjör Samfylkingarinnar sem
haldið var á Hressó. í bakgrunni var verið að
tollera Dag B. með tilheyrandi hávaða en
í forgrunni stóð Helgi Hjörvar og sagði
Jyllands-málið sáraeinfalt. Auðvitað
hefðu skopteiknarar fullan rétt til að
teikna Múhameð en mistökin væru
Rasmussens. Ríkisstjórn væri ekki
dagblað. Anders Fogh hefði átt að sýna
visku og mildi og biðja arabaheiminn af-
sökunar fyrir hönd Dana. í staðinn lúffaði
hann fyrir pólitískum baklandsmönnum sín-
um sem upp til hópa eru rasistar og vildu
engar afsakanir. Sem sagt: Spjótin standa á
forsætisráðherranum fremur en ritstjórum
Jótlandspóstsins og fleiri blaða.
Þetta var eiginlega eina vonarglætan t
þessu dimma og þunga máli sem ég hafði
heyrt í þessar tvær vikur sem deilurnar
hafa staðið. Ég hafði ekld getað mótað mér
almennilega skoðun á málinu en tekið
mismikið undir orð flestra ræðumanna.
hér erum við komin að endimörkum tján-
ingarfrelsisins, alveg að landamærum
þess og hyggjuvitsins. Á þær slóðir
þar sem hreinum línum
sleppir og allt verður
óljóst og loð-
ið. Engin skýr
svör að finna.
Hvað gerir
maður staddur
í þröngum lest-
arklefa ásamt
hópi uppstökkra
öfgamanna? Líklega
fátt sem gæti reitt þá til
reiði. Engar aðstæður eru hundrað prósent hrein-
ar, þar sem prinsippin gilda hundrað prósent. Slík
útópísk fyiirbæri er einungis að finna í fræðaheim-
im.
í liðinni viku spurði ég kollega minn í rithöfundastétt
að því hvort hann myndi taka tvær línur út úr bók sem
hann væri að skrifa eða láta þær standa, ef hann vissi að
þeirra vegna myndu tveir menn láta lífíð. (Að minnsta
kosti tveir hafa látist í óeirðum í Afganistan út af
skopteikningunum í Jyllands-Posten.) Láta línurnar
standa, svaraði hann án þess að hika. Ég er ekki jafh
sannfærður sjáffur. Vill maður verja tjáningarfrelsið fram
í rauðan dauðann? Hvað sem það kostar? Er maður tilbú-
inn að fórna fyrir það mannslífum?
Slíkar spurningar geta af sér loðin svör. Auðvitað
er tjáningarfrelsið heilagt. Auðvitað á maður að
geta sagt allt og gera það. En þegar menn eru
farnir að vega það gegn mannslífum eru þeir
komnir út á hálan ís. Þá er tjáningarfrelsið orðið
þjáningarfrelsi. Og kominn tími á hyggjuvit
fremur en prinsipp.
Kannski er lausn Helga Hjörvar sú eina
mögulega. Málið hefði litið betur út hefði
danski forsætisráðherrann beðið múslima afsök-
unar. Það er hægt að sýna fólki virðingu án þess að
gefa eftir tjáningarfrelsið. Það er
víst kallað stjórnkænska.
1
Hallgrímur Helgason
fRtntóiNúOV
SEFUR ALDREI
Viðtökumvið
fréttaskotum allan
sólarhringinn. Fyrir hvert
fréttaskot sem birtist, eða
er notað í DV, greiðast
3.000 krónur. Fyrir besta
fréttaskotið í hverri viku
greiðast 7.000.
Fullrarnafnleyndar
er gætt.
Síminn er
C-