Dagblaðið Vísir - DV - 15.02.2006, Blaðsíða 6
6 MIÐVIKUDAGUR 15. FEBRÚAR 2006
Fréttir DV
Rem ræðir
Vatnsmýri
Hollenski arkitektinn
Rem Koolhaas heldur fyr-
irlestur í Listasafni Reykja-
víkur, Hafnarhúsi, í dag
klukkan 17. Búast má við
því að Koolhaas eigi eftir
að ræða um Vatnsmýrina
en hann var ráðinn sérleg-
ur ráðgjafi við undirbún-
ing alþjóðlegrar sam-
keppni um uppbyggingu
hennar. Hann kennir og
stundar borgarrannsóknir
við Harvard-háskóla og er
heimsþekktur fyrir fræði-
legt sjónarhorn sitt á arki-
tektúr og skipulag, þar
sem hann þykir nálgast
fagið með mjög sérstökum
hætti. Fyrirlesturinn
stendur í um klukkustund.
Valentínusar-
dagurinn
Davið Smári Harðarson,
söngvari og kærasti Maríu
Sveinsdóttur.
„Ég nota tækifærið og kaupi
blóm og er rómantískur og
sérstaklega bliður við kærust-
una mína á Valentínusardag-
inn. Á konudaginn elda ég
spes mat og klæði mig í falleg
undirföt. Ég syng á skemmtun-
um um allan bæ fyrir fyrirtæki
og i einkaveislum en I tilefni
dagsins ætla ég að syngja eitt-
hvert fallegt lag fyrir hana. “
Hann segir / Hún segir
„Við erum lítið fyriraö halda
upp á svona daga. Við erum
samt sem áður rómantísk og
sýnum hvort öðru það allt
árið. Ég gefDegi ekki blóm og
hann ekki mérá Valentínusar-
daginn. Það sem við gerum
sérstakt er að fara I hádegis-
mat með krökkunum. Ég man
bara eftirþessum degi vegna
þess að vinkona mln í Svíþjóð
áafmæli."
Helgi Aðalsteinsson vörubílstjóri sem ók á strætisvagn á mótum Kringlumýrarbraut-
ar og Suðurlandsbrautar hefur verið dæmdur í 60 daga skilorðsbundið fangelsi og
sviptingu ökuleyfis í þrjá mánuði. Við áreksturinn kastaðist Björn Hafsteinsson út úr
vagninum og missti fæturna fyrir neðan hné. Björn segir að dómurinn sé ekki nægi-
lega þungur en léttir að dómur hafi staðfest að hann hafi verið í rétti allan timann.
Á slysstað Áreksturinn var harður og örlagaríkur fyrir Björn. DV-mynd Stefán
Vörubílstjórinn dæmdur
fyrir afi fara vlir á rauðu
Helgi Aðalsteinsson hefur verið dæmdur sekur af öllum ákæru-
atriðum þar sem hann ók vörubíl sínum á strætisvagn í ágúst á
síðasta ári með þeim afleiðingum að Björn Hafsteinsson strætó-
bflstjóri kastaðist út úr vagninum og missti við það fæturna fyr-
ir neðan hné. Áreksturinn varð á gatnamótum Kringlumýrar-
brautar og Suðurlandsbrautar.
„Ég ætla að neita þessu, ég fór
ekki yfir á rauðu ljósi," sagði Helgi
við þingfestingu málsins í haust.
Helgi er sakfelldur fyrir að vera á
óskoðuðum bíl og aka gegn rauðu
ljósi og er dæmdur í 60 daga fangelsi
en fresta skal refsingunni ef hann
heldur skilorð í þrjú ár. Einnig er
honum gert að greiða 300 þúsund
króna sekt og sæta sviptingu öku-
leyfis í þrjá mánuði.
Ók yfir á rauðu
Fjöldi vitna sá áreksturinn og ber
þeim að mestu leyti saman um at-
vikslýsingu. Þrjú vitni ásamt Birni
Hafsteinssyni, bflstjóra stræisvagns-
ins, fullyrða að Helgi hafi ekið yfir á
rauðu ljósi og tekur dómurinn undir
þann vitnisburð. Flest vitnin segja
einnig að vörubfllinn hafi komið á
töluverðum hraða eða á milli 55-57
km hraða og hafi skollið skyndiiega
á vagninn. Vitnin segja að árekstur-
inn hafi verið mjög harður.
Þyngri refsingu
„Mér finnst þessi dómur ekki
nægilega þungur," segir Björn Haf-
steinsson sem missti fæturna fyrir
neðan hné. Helgi segir að hann
hefði viljað sjá þyngri refsingu mið-
að við eðli brotsins og afleiðingar
þess. Björn segir að það skipti hann
vissulega miklu máli að hafa fengið
staðfestingu á að hafa verið í rétti en
vafamál var hvort Björn hefði lagt af
stað áður en grænt ljós kom upp.
Dómur kemur ekki á óvart
„Niðurstaða dómsins er í sam-
ræmi við það sem búast mátti við,“
segir Óðinn Elíasson, lögmaður
Björns. Hann segir að enginn
ágreiningur sé um kröfu Björns um
skaðabætur og því skipti dómurinn
ekki miklu máli í sjálfu sér en það sé
vissulega ekki verra að fá staðfest-
ingu á að frásögn Björna af atburð-
unum sé rétt.
Helgi vildi ekki tjá sig um málið
og vísaði á Guðmund Ágústsson lög-
fræðing, sem ekki náðist í þrátt fyrir
ítrekaðar tilraunir.
valur@dv.is
f;
//
Mér fínnst þessi
dómurekki nægilega
þungur.
Helgi Aðalsteins-
son Dæmdur í þriggja
ára skilorðsbundið
fangelsi fyrir að klessa
á strætisvagn.
Björn Haf-
steinsson Finnst
dómurinn ekki
nógu þungur.
Annþór Karls-
son Dæmdur
handrukkari sem
á fjölda eigna.
Henrik Daniel-
sen stórmeistari
fhugar að festa
kaup á ibúðinni.
Oddsson
lngibergur
Segir Henrik vera
i draumaleigjanda.
lir kominn tími til að hreinsa eða endurnýja
sængina og koddann?
Arna Dögg Einarsdóttir,
læknir og eiginkona Dags B.
Eggertssonar.
DUfi & FlfM/Si
LAUGAVEGI 87 . SÍMI 511 2004
Henrik Danielsen leigir af Annþóri Kristjáni Karlssyni
Stórmeistari býr hjá handrukkara
Henrik Danielsen, stórmeistari í
skák og skólastjóri skákskóla Hróks-
ins, býr í íbúð í Hafnarfirði sem Ann-
þór Karlsson, landsþekktur hand-
rukkari á. Annþór situr þessa mán-
uðina af sér dóm sem hann fékk fyr-
ir líkamsárás og DV fjallaði um á sín-
um tíma. íbúðin er í iðnaðar-
húsnæði á fallegum stað á Holtinu
með gott útsýni yfir hafið.
„Annþór á íbúðina en hún er ekki
á hans nafni," segir Ingibergur
Oddsson, umsjónarmaður eignar-
innar. Hann segist aðeins vilja
hafa gott fólk í húsinu og ekki vita
á hvaða nafni íbúðin er.
„Það er draumur að hafa Hen-
rik þama," segir Ingibergur um veru
stórmeistarans í húsinu og lætur vel
af honum. Hann segir að áður hafi
verið dálítið vesen á fólki í íbúðinni
en hann hafi algjörlega tekið fyrir
það þegar hann ákvað að aðstoða
Annþór við að leigja hana út.
„Henrik er að íhuga að kaupa
íbúðina," segir Ingibergur en auð-
séð þykir að Henrik lfld dvölin í
Firðinum vei.
Ingibergur segir að Annþór
eigi þónokkrar eignir en j
skemmst er að minnast þess
þegar lögreglan gerði leit í húsi sem
Annþór á í Vogunum. Þar fundust
fíkniefni, vopn og tveir menn voru
Hvaleyrarbraut
Hús í iðnaðar-
hverfí á besta
stað í Hafnarfírði.
handteknir, annar þeirra söngvar-
inn Einar Ágúst Víðisson.
vaiur@dv.is